Það staðfesti starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, Jörundur Áki Sveinsson, í samtali við Vísi.
Málið á sér engin fordæmi, leiknum var frestað vegna þess að annað markið í Kórnum var brotið og dómari leiksins flautaði því leikinn aldrei á.
Stjórn KSÍ vísar þannig til reglugerðar um framkvæmd og skipulag leikja, nánar tiltekið grein 15.6 þar sem segir:
„Hafi leikur ekki verið flautaður á skal hann fara fram næsta dag sem fær þykir og við verður komið.”
Mótastjórn KSÍ tilkynnti í gær að búið væri að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn, 22. ágúst, og stjórnin hefur staðfest þá ákvörðun.
KR gefst að sjálfsögðu kostur á að áfrýja þeirri ákvörðun til aga- og úrskurðarnefndar, enn óvíst er hvort þeir muni gera það. Ekki náðist í forsvarsmenn KR við vinnslu fréttarinnar.