Lífið

Margverðlaunaður garður með sól­skini allan daginn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Um er að ræða einkar glæsilegan garð í kringum fallegt hús.
Um er að ræða einkar glæsilegan garð í kringum fallegt hús.

Hjónin Agnes Ósk Snorradóttir og Björgvin Guðmundsson hafa nostrað við verðlaunagarð í kringum húsið sitt á Selfossi undanfarin ár. Þau hafa skipulagt hann þannig að hægt er að njóta sólar í garðinum allan daginn frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld en Vala Matt kíkti í heimsókn í Íslandi í dag.

„Á góðum degi þar sem morgunsólin vekur mann þá byrjum við við eldhúsgluggann á bakvið hús og getum opnað hann upp á gátt. Þar sitjum við á meðan við erum að spá og spegúlera í daginn,“ segir Agnes Ósk meðal annars í þættinum.

Þau hjónin fundu svo náttúrulegan vín og bjórkæli í tjörninni í garðinum. Þar er að finna gróðurhús, hengirólur og útiarin svo fátt eitt sé nefnt. „Þó það sé rigning úti, að finna regnið bylja á glerþakinu, það er yndislegt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×