Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 22:09 Hraun hefur runnið yfir innviði í síðustu gosum. Eins og Grindavíkurveg. Vísir/Arnar Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. „Það eru alltaf einhverjir litlir skjálftar að tikka inn og virknin virðist örlítið meiri í dag en í gær, en ekkert stórt stökk,“ segir Minney í samtali við fréttastofu. Hún segir ekkert að frétta af óróa en að starfsfólk Veðurstofu fylgist grannt með stöðunni. Það megi, eins og áður hefur komið fram, búast við því að eldgos hefjist með skömmum fyrirvara. Miðað við fyrri gos geti verið um hálftíma fyrirvari. „Við erum ekki á staðnum en við fylgjumst vel með öllum gögnum, mælitækjum og vefmyndavélum.“ Líkt og greint hefur verið frá er rúmmál kviku undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta eldgos 29. maí. Þá hafði rúmmál kviku einnig aldrei verið meiri en kvikusöfnunin hélt áfram í tvær vikur eftir að fyrri mörkum var náð þar til eldgos hófst. „Þetta er mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust. En það sama mátti segja um síðasta gos. Það var líka mesta magnið sem hafði safnast fyrir það gos,“ segir Minney og heldur áfram: „Við erum komin á ákveðinn punkt en það er erfitt að segja hvort þetta gerist í nótt eða eftir tvær vikur. En við erum viðbúin öllu.“ Skjálftahrina við Flatey Seinnipartinn í dag mældist einnig jarðskjálftahrina við Flatey. Töluvert hefur dregið úr henni en enn mælist einn og einn skjálfti. „Þetta er mjög virkt svæði og það var síðast hrina þarna í júlí,# segir Minney og að algengt sé að þarna séu litlar hrinur. Upptökin eru úti í sjó og skjálftarnir flestir í kringum einn að stærð og ólíklegt að þeir finnist í byggð að sögn Minneyjar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
„Það eru alltaf einhverjir litlir skjálftar að tikka inn og virknin virðist örlítið meiri í dag en í gær, en ekkert stórt stökk,“ segir Minney í samtali við fréttastofu. Hún segir ekkert að frétta af óróa en að starfsfólk Veðurstofu fylgist grannt með stöðunni. Það megi, eins og áður hefur komið fram, búast við því að eldgos hefjist með skömmum fyrirvara. Miðað við fyrri gos geti verið um hálftíma fyrirvari. „Við erum ekki á staðnum en við fylgjumst vel með öllum gögnum, mælitækjum og vefmyndavélum.“ Líkt og greint hefur verið frá er rúmmál kviku undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta eldgos 29. maí. Þá hafði rúmmál kviku einnig aldrei verið meiri en kvikusöfnunin hélt áfram í tvær vikur eftir að fyrri mörkum var náð þar til eldgos hófst. „Þetta er mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust. En það sama mátti segja um síðasta gos. Það var líka mesta magnið sem hafði safnast fyrir það gos,“ segir Minney og heldur áfram: „Við erum komin á ákveðinn punkt en það er erfitt að segja hvort þetta gerist í nótt eða eftir tvær vikur. En við erum viðbúin öllu.“ Skjálftahrina við Flatey Seinnipartinn í dag mældist einnig jarðskjálftahrina við Flatey. Töluvert hefur dregið úr henni en enn mælist einn og einn skjálfti. „Þetta er mjög virkt svæði og það var síðast hrina þarna í júlí,# segir Minney og að algengt sé að þarna séu litlar hrinur. Upptökin eru úti í sjó og skjálftarnir flestir í kringum einn að stærð og ólíklegt að þeir finnist í byggð að sögn Minneyjar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44
Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33
Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. 14. ágúst 2024 22:27