Harðfiskís, laxaís og beikonís í stærsta ísteiti ársins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 14:01 Það var mikið fjör hjá ísáhugafólki um helgina á Kjörísdeginum stóra. Aðsend Kjörísdagurinn stóri var haldinn hátíðlegur í Hveragerði síðastliðinn laugardag í fimmtánda skipti en hátíðin er liður í blómstrandi dögum í Hveragerði. Gefnir voru um 200 þúsund skammtar af ís og er áætlað að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig. Hátíðin stóð frá 11:00 til 14:00 en í fréttatilkynningu segir að mikið álag hafi skapast á gatnakerfið. „Raðir mynduðust langt upp alla Kambana og lang leiðina til Reykjavíkur. Allt gekk þó upp þó vel upp og flestir fengu bílastæði í Hveragerði, enda hafði bærinn gert ráðstafanir hvað varðar bílastæði fyrir gesti. Óhætt er að segja að það hafi verið algjör metþátttaka í ár enda viðburðurinn orðinn vel kynntur og fastur liður hjá mörgum fjölskyldum. Valdimar Hafsteinssonn framkvæmdastjóri Kjörís setti hátíðina en kynnir var Villi Naglbítur. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði á stóra Kjörís sviðinu. Þar voru atriði eins og GDRN, hljómsveitin Slysh og fleiri. Jafnframt voru viðburðir á svæðinu eins og þrautabraut Hjalta Úrsusar og fleira.“ Hljómsveitin Slysh steig á stokk.Aðsend Kjörís bauð gestum upp á fjölbreytt úrval af ís. Allt frá Mjúkís ársins 2024 til ýmissa furðutegunda sem voru sér framleidd fyrir þennan dag. Það má segja að það hafi krafist hugrekkis að smakka sumar þeirra. „Mesta athygli vöktu að venju furðuísarnir sem að þessu sinni voru harðfiskís, laxaís, beikonís með karamellusósu og til að toppa daginn var gott að enda á Habanero chilly ís. Sunneva Einars og Birta Líf Teboðsskvísur og áhrifavaldar voru á svæðinu og fylgdu eftir nýjustu afurðinni Bestís.“ Þar segir sömuleiðis að margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd með skvísunum. Aðdáendur nýttu tækifærið og fengu mynd með Birtu Líf og Sunnevu Einars.Aðsend Kjörís notar þennan dag til að kynnast bragðlaukum landans og er óhætt að segja að margt hafi komið á óvart. „Mjög margir þurftu ábót af Biscoff ís sem saman stendur af biscoff kexi og nutella og því ekki ótrúlegt að hann muni sjást í verslunum í nánustu framtíð. Þessi hátíð hefur verið haldin ár hvert með örfáum undantekningum í kringum Covid þegar samkomutakmarkanir voru og ekki þótti heppilegt að boða til fjöldasamkoma. Mjólkurfræðingar og bragðgæðingar Kjörís nota þetta tækifæri til að kynna viðskiptavinum fjölbreytta möguleika í vöruþróun og er þessi hátíð grunnurinn á vali að Mjúkís ársins, sem er árlegur kynningarviðburður okkar í janúar.“ Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir til viðbótar af deginum: Sáttir ísáhugamenn - kannski að smakka laxaísinn?Aðsend Sunneva og Birta kynntu Bestís.Aðsend Langar raðir mynduðust en skipulagið gekk vel.Aðsend Viðburðurinn var vel sóttur af ísáhugafólki úr öllum áttum.Aðsend Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði.Aðsend Ís Matur Samkvæmislífið Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Sjá meira
Hátíðin stóð frá 11:00 til 14:00 en í fréttatilkynningu segir að mikið álag hafi skapast á gatnakerfið. „Raðir mynduðust langt upp alla Kambana og lang leiðina til Reykjavíkur. Allt gekk þó upp þó vel upp og flestir fengu bílastæði í Hveragerði, enda hafði bærinn gert ráðstafanir hvað varðar bílastæði fyrir gesti. Óhætt er að segja að það hafi verið algjör metþátttaka í ár enda viðburðurinn orðinn vel kynntur og fastur liður hjá mörgum fjölskyldum. Valdimar Hafsteinssonn framkvæmdastjóri Kjörís setti hátíðina en kynnir var Villi Naglbítur. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði á stóra Kjörís sviðinu. Þar voru atriði eins og GDRN, hljómsveitin Slysh og fleiri. Jafnframt voru viðburðir á svæðinu eins og þrautabraut Hjalta Úrsusar og fleira.“ Hljómsveitin Slysh steig á stokk.Aðsend Kjörís bauð gestum upp á fjölbreytt úrval af ís. Allt frá Mjúkís ársins 2024 til ýmissa furðutegunda sem voru sér framleidd fyrir þennan dag. Það má segja að það hafi krafist hugrekkis að smakka sumar þeirra. „Mesta athygli vöktu að venju furðuísarnir sem að þessu sinni voru harðfiskís, laxaís, beikonís með karamellusósu og til að toppa daginn var gott að enda á Habanero chilly ís. Sunneva Einars og Birta Líf Teboðsskvísur og áhrifavaldar voru á svæðinu og fylgdu eftir nýjustu afurðinni Bestís.“ Þar segir sömuleiðis að margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd með skvísunum. Aðdáendur nýttu tækifærið og fengu mynd með Birtu Líf og Sunnevu Einars.Aðsend Kjörís notar þennan dag til að kynnast bragðlaukum landans og er óhætt að segja að margt hafi komið á óvart. „Mjög margir þurftu ábót af Biscoff ís sem saman stendur af biscoff kexi og nutella og því ekki ótrúlegt að hann muni sjást í verslunum í nánustu framtíð. Þessi hátíð hefur verið haldin ár hvert með örfáum undantekningum í kringum Covid þegar samkomutakmarkanir voru og ekki þótti heppilegt að boða til fjöldasamkoma. Mjólkurfræðingar og bragðgæðingar Kjörís nota þetta tækifæri til að kynna viðskiptavinum fjölbreytta möguleika í vöruþróun og er þessi hátíð grunnurinn á vali að Mjúkís ársins, sem er árlegur kynningarviðburður okkar í janúar.“ Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir til viðbótar af deginum: Sáttir ísáhugamenn - kannski að smakka laxaísinn?Aðsend Sunneva og Birta kynntu Bestís.Aðsend Langar raðir mynduðust en skipulagið gekk vel.Aðsend Viðburðurinn var vel sóttur af ísáhugafólki úr öllum áttum.Aðsend Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði.Aðsend
Ís Matur Samkvæmislífið Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Sjá meira