Skaftárhlaup líklega að hefjast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 21:16 Skaftá í Skaftárhlaupi 2022. Ragnar Axelsson Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum, heldur benda athuganir til þess að hlaup sé að hefjast. Þar segir að mikilvægt sé að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Þá getur styrkur bennisteinsvetnis orðið svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Ferðamenn á Vatnajökli eru hvattir til að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls, og Síðujökuls. Sprungur muni myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Hér sést farvegur Skaftár, og Skaftárkatlarnir tveir í vestanverðum Vatnajökli.Veðurstofan Um Skaftárhlaup „Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman. Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum,“ stendur í tilkynningunni um bakgrunnsupplýsingar og upptök Skaftárhlaupa. „Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Skaftárhlaup eins og þau koma fram í dag hófust árið 1955 en síðan þá er vitað um 58 jökulhlaup í Skaftá. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti.“ Búast ekki við stóru hlaupi Gögn gefa til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr honum í september 2021, en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Rennsli við Sveinstind var um 149 m3/s kl. 20:30 en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 m3/s. Bjarki Kaldalóns Frees, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé búist við því að það flæði yfir Hringveginn. Vatnsmagnið sé ekki það mikið. „Það er líklegra að það gerist ef hlaupið verður úr eystri katlinum, en það yrði samt ekkert í líkingu við það sem varð í Skálm í sumar,“ segir hann. Hann segir að fólk geti fundið fyrir brennisteinsmengun sé það nálægt bökkunum, og eins muni sprungur myndast uppi á jöklinum. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum, heldur benda athuganir til þess að hlaup sé að hefjast. Þar segir að mikilvægt sé að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Þá getur styrkur bennisteinsvetnis orðið svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Ferðamenn á Vatnajökli eru hvattir til að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls, og Síðujökuls. Sprungur muni myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Hér sést farvegur Skaftár, og Skaftárkatlarnir tveir í vestanverðum Vatnajökli.Veðurstofan Um Skaftárhlaup „Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman. Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum,“ stendur í tilkynningunni um bakgrunnsupplýsingar og upptök Skaftárhlaupa. „Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Skaftárhlaup eins og þau koma fram í dag hófust árið 1955 en síðan þá er vitað um 58 jökulhlaup í Skaftá. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti.“ Búast ekki við stóru hlaupi Gögn gefa til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr honum í september 2021, en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Rennsli við Sveinstind var um 149 m3/s kl. 20:30 en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 m3/s. Bjarki Kaldalóns Frees, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé búist við því að það flæði yfir Hringveginn. Vatnsmagnið sé ekki það mikið. „Það er líklegra að það gerist ef hlaupið verður úr eystri katlinum, en það yrði samt ekkert í líkingu við það sem varð í Skálm í sumar,“ segir hann. Hann segir að fólk geti fundið fyrir brennisteinsmengun sé það nálægt bökkunum, og eins muni sprungur myndast uppi á jöklinum.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira