Þriggja metra hrauntunga renni í átt að Grindavíkurvegi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. ágúst 2024 22:46 Víðir Reynisson segir líklega langa nótt fram undan hjá viðbragðsaðilum Vísir/Arnar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir eldgosið svipað að stærð og áður en hraunstreymið meira í . Töluverður hraunstraumur stefni í átt að Grindavíkurvegi og hugsanlega að varnargörðum við Bláa lónið. „Mesti krafturinn og lengingarnar í því eru meira til norðurs, þannig við erum meir hraunstreymi norðar en við höfum verið með frá því kannski í desember,“ segir Víðir í samtali ið fréttastofu. Stðasetning eldgossins sé líkust því sem var í eldgosinu í desember. „Milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells er talsvert mikið hraunstreymi og jafnvel norðan við Stóra-Skógfellið.“ Víðir fyrsta rennsli hraunstraumsins um þrjá metra að breidd. Hann á ekki von á því að hraunið fari yfir varnargarðana að svo stöddu en að líklegt sé að það þurfi að endurmeta stöðuna „eftir fyrstu gusuna“. Hann segir Grindavíkurveginn líklega það fyrsta sem lendi fyrir hraunstraumnum. Víðir segir að rýming hafi gengið afar vel í Grindavík, Svartsengi og í Bláa lóninu. Það hafi verið fáir starfsmenn í Svartsengi og lítil starfsemi. Fram kom í tilkynningu frá Bláa lóninu að um 1.300 gestir og starfsmenn hafi verið á svæðinu. Ekki var talin þörf á að opna fjöldahjálparstöð en Víðir segir Rauða krossinn í nánu samstarfi við viðbragðsaðila og fylgjast vel með. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það gekk mjög hratt fyrir sig,“ segir Víðir og að það hafi liðið hálftími frá því að fyrstu merki sáust um mögulegt eldgos og þar til eldgosið hófst. „Nú er vísindafólk í þyrluflugi að meta og mynda og þeim gögnum er streymt til þeirra sem gera fyrir okkur hraunhermilíkön,“ segir hann og að fyrstu niðurstöður úr því komi á næstu klukkustundum. Þá viti þau betur hvað gerist næst og hvert hraunið streymi. Þá sé hægt að gera plön fyrir næstu skref. „Eins og staðan er núna er rýmingu lokið og enginn í hættu. Hraunstreymið ógnar ekki enn þá varnargörðunum,“ segir Víðir og að hann eigi alveg von á því að það gerist seinna. Það hafi þurft að bregðast við því í fyrri eldgosum og það verði líklega þannig líka núna. Hann segir að á staðnum sé töluvert af búnaði en að almannavarnir verði að sjá hvernig hraunstraumurinn þróast eftir þennan fyrsta fasa eldgossins. „Við vitum það líka alveg að náttúran er ekki alltaf fyrirsjáanleg,“ segir Víðir og að nóttin verði líklega löng hjá viðbragðsaðilum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43 Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Mesti krafturinn og lengingarnar í því eru meira til norðurs, þannig við erum meir hraunstreymi norðar en við höfum verið með frá því kannski í desember,“ segir Víðir í samtali ið fréttastofu. Stðasetning eldgossins sé líkust því sem var í eldgosinu í desember. „Milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells er talsvert mikið hraunstreymi og jafnvel norðan við Stóra-Skógfellið.“ Víðir fyrsta rennsli hraunstraumsins um þrjá metra að breidd. Hann á ekki von á því að hraunið fari yfir varnargarðana að svo stöddu en að líklegt sé að það þurfi að endurmeta stöðuna „eftir fyrstu gusuna“. Hann segir Grindavíkurveginn líklega það fyrsta sem lendi fyrir hraunstraumnum. Víðir segir að rýming hafi gengið afar vel í Grindavík, Svartsengi og í Bláa lóninu. Það hafi verið fáir starfsmenn í Svartsengi og lítil starfsemi. Fram kom í tilkynningu frá Bláa lóninu að um 1.300 gestir og starfsmenn hafi verið á svæðinu. Ekki var talin þörf á að opna fjöldahjálparstöð en Víðir segir Rauða krossinn í nánu samstarfi við viðbragðsaðila og fylgjast vel með. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það gekk mjög hratt fyrir sig,“ segir Víðir og að það hafi liðið hálftími frá því að fyrstu merki sáust um mögulegt eldgos og þar til eldgosið hófst. „Nú er vísindafólk í þyrluflugi að meta og mynda og þeim gögnum er streymt til þeirra sem gera fyrir okkur hraunhermilíkön,“ segir hann og að fyrstu niðurstöður úr því komi á næstu klukkustundum. Þá viti þau betur hvað gerist næst og hvert hraunið streymi. Þá sé hægt að gera plön fyrir næstu skref. „Eins og staðan er núna er rýmingu lokið og enginn í hættu. Hraunstreymið ógnar ekki enn þá varnargörðunum,“ segir Víðir og að hann eigi alveg von á því að það gerist seinna. Það hafi þurft að bregðast við því í fyrri eldgosum og það verði líklega þannig líka núna. Hann segir að á staðnum sé töluvert af búnaði en að almannavarnir verði að sjá hvernig hraunstraumurinn þróast eftir þennan fyrsta fasa eldgossins. „Við vitum það líka alveg að náttúran er ekki alltaf fyrirsjáanleg,“ segir Víðir og að nóttin verði líklega löng hjá viðbragðsaðilum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43 Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43
Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27
Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23