Getur eitthvað toppað þetta ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 11:03 Veronica Kristiansen kyssir Ólympíugullið ásamt félögum sínum í norska landsliðinu. Hún missir af EM í desember en af ánægjulegri ástæðu. Getty/Alex Davidson/ Norska handboltakonan Veronica Kristiansen gleymir ekki árinu 2024 svo lengi sem hún lifir. „Getur eitthvað toppað þetta ár,“ spyr Kristiansen á samfélagsmiðlum sínum og það er ekkert skrýtið. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí í fyrra og missti af HM í desember síðastliðnum. Endurkoman hefur aftur á móti verið eftirminnileg. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, tók hana aftur inn í norska landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í París þar sem norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta Ólympíugull í tólf ár. Kristiansen spilaði mikilvægt hlutverk í liðinu, ekki síst í varnarleiknum. Hún hafði orðið tvisvar heimsmeistari og þrisvar Evrópumeistari með norska landsliðinu en vantaði Ólympíugullið eftir bronsverðlaun bæði í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Kristiansen fékk nú loksins Ólympíugull um hálsinn. Stuttu eftir Ólympíuleikana var hún komin með trúlofunarhring á fingur eftir að kærastinn bað hennar. Um helgina tilkynnti hún svo um að hún væri ófrísk af þeirra öðru barni. Dóttirin Olivia eignast því systkini á næsta ári og nú er bara spurning hvenær brúðkaupið verður haldið. Ólympíugull, demantshringur og barnalukka. Já það verður erfitt fyrir alla að toppa árið 2024 hjá Veronicu. Verðandi eiginmaður og barnsfaðir Kristiansen er Ungverjinn Ádám Devecseri sem var sjúkraþjálfari hjá Győri ETO KC þar sem hún hefur spilað í sex ár. View this post on Instagram A post shared by Veronica Kristiansen (@veronicakristiansen) Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
„Getur eitthvað toppað þetta ár,“ spyr Kristiansen á samfélagsmiðlum sínum og það er ekkert skrýtið. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí í fyrra og missti af HM í desember síðastliðnum. Endurkoman hefur aftur á móti verið eftirminnileg. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, tók hana aftur inn í norska landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í París þar sem norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta Ólympíugull í tólf ár. Kristiansen spilaði mikilvægt hlutverk í liðinu, ekki síst í varnarleiknum. Hún hafði orðið tvisvar heimsmeistari og þrisvar Evrópumeistari með norska landsliðinu en vantaði Ólympíugullið eftir bronsverðlaun bæði í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Kristiansen fékk nú loksins Ólympíugull um hálsinn. Stuttu eftir Ólympíuleikana var hún komin með trúlofunarhring á fingur eftir að kærastinn bað hennar. Um helgina tilkynnti hún svo um að hún væri ófrísk af þeirra öðru barni. Dóttirin Olivia eignast því systkini á næsta ári og nú er bara spurning hvenær brúðkaupið verður haldið. Ólympíugull, demantshringur og barnalukka. Já það verður erfitt fyrir alla að toppa árið 2024 hjá Veronicu. Verðandi eiginmaður og barnsfaðir Kristiansen er Ungverjinn Ádám Devecseri sem var sjúkraþjálfari hjá Győri ETO KC þar sem hún hefur spilað í sex ár. View this post on Instagram A post shared by Veronica Kristiansen (@veronicakristiansen)
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira