Kemur með íslenskan innblástur til hátískuheimsins í París Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 09:03 Fatahönnuðurinn Ása Bríet vinnur að samstarfsverkefni með tískurisanum Hermés. Instagram @asabrietbratta Fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg hefur komið víða að í tískuheiminum og er búsett í París. Síðastliðna mánuði hefur Ása Bríet unnið að samstarfsverkefni með tískuhúsinu Hermés, sem þykir með fínustu merkjum heimsins. Tískuævintýri á Ítalíu Ása Bríet Brattaberg stundar sömuleiðis meistaranám í fatahönnun með sérhæfingu í prjóni við Institute Francais de la Mode í París. „Verkefnið byrjaði á heimsókn á vinnustofu Hermés hérna í París þar sem ég fékk innlit í vinnustofur þeirra. Það var upplifun að fá skoða leður vinnustofurnar þar sem saumaðar eru frægustu töskur Hermés, Birkin og Kelly. Hermés er best þekkt fyrir töskurnar sínar, var stofnað árið 1837 og bjó til hágæða hnakka og beisli fyrir hesta.“ Ásu Bríeti var sömuleiðis boðið í vinnuferð með þeim til Ítalíu. „Þar fékk ég að skoða prjónaverksmiðjur Hermés og sjá stórt safn af flíkum frá Hermés ásamt öðrum hátískuhúsum. Það sem vakti mestan áhuga minn var starfsfólkið sem var flest allt komið yfir miðjan aldur og hefur unnið hjá fyrirtækinu nánast allt sitt líf. Mikil fagmennska og þekking sem þetta fólk hefur.“ Eva Þóra sat fyrir í myndaþætti Sögu Sig af flíkum Ásu Bríetar.Saga Sig Íslenska lopapeysan og amma innblásturinn Í verkefninu átti Ása Bríet að hanna heildarútlit sem er í anda fyrirtækisins með hennar eigin skapandi nálgun. „Íslenska lopapeysan var mér mikill innblástur og amma sem er með hesta í sveitinni á Íslandi. Í þessu verkefni lærði ég að nota Stoll prjónavél, sem er tölvuprjónavél þar sem ég forrita prjónið í tölvu. Þetta var alveg nýtt fyrir mér og ég varð mjög spennt að prófa alla þá möguleika sem vélin býður upp á til að koma með nýja sýn á íslensku lopapeysuna.“ Ása Bríet segist hafa þurft að gera margar prufur. „Sömuleiðis komu upp mörg mistökum í ferlinu og það er skemmtilegt út frá einum stærstu mistökum sem ég gerði, þar sem villa í prógrammi leiddi að stóru gati í miðju prufunnar, kom fram sú hugmynd að hafa gat í sjálfu lopapeysumynstrinu. Amma gaf mér hár úr faxi og tagli hestanna hennar til að prófa mig áfram með og kjóllinn undir peysunni er líkt við hrosshár, fljótandi og líta út fyrir að vera hár eftir rigningardag í réttum.“ Eva Þóra í kjólnum sem Ása hannaði.Saga Sig Samvinna kvenna og karla Ása Bríet undirbjó sig vel fyrir verkefnið og lærði ýmislegt áhugavert. „Ég las í ritgerð um uppruna, hönnun og þróun íslensku lopapeysunnar að karlmenn sátu einnig við prjónaskapinn í gamla daga. Algengt var að þeir hjálpuðu konum sínum við að prjóna einlita bolhlutann upp að handveg og konurnar tóku síðan við og prjónuðu munstrin. Það var of flókið fyrir karlmenn að taka inn og út lykkjur til að sniða armagap og hálsmál. En þeir voru þó góðir í að vinda upp í hnykla.“ View this post on Instagram A post shared by ása bríet brattaberg (@asabrietbratta) Með peysunni endurhannaði Ása Bríet hina hefðbundnu íslensku lopapeysu. „Þræðirnir í peysunni eru tákn um þráðinn sem lím sem bindur samfélagið okkar saman. Kvenlegri efri helmingur, upprunalega prjónaður af konum, meðan að neðri helmingurinn er traustur og hagnýtur en það er innblásið af körlunum sem sátu og prjónuðu. Þetta endurspeglar vinnufatnað sem heldur á okkur hita og verndar okkur gegn veðri, en mynstrið er viðkvæmara í sjón með flóknari skilning. Peysan er úr 100% cashmere ull og svo eru mohair þræðir sem halda henni saman.“ View this post on Instagram A post shared by ása bríet brattaberg (@asabrietbratta) Hermés, Balenciaga og Coperni Ása Bríet kynnti verkefnið fyrir yfirhönnuði Hermés og prjónahönnuði við mjög góðar móttökur. „Það var ótrúlega reynsla að fá að vinna með stóru og virtu tískuhúsi í París. Ég var að klára fyrsta árið mitt í náminu, ég er svo ótrúlega þakklát fyrir þá mikla þekkingu á prjóni og hönnun sem ég mér hefur hlotnast. Ég hef fengið tækifæri til þess að hitta ótal marga úr tískuiðnaðinum hér í París og á Ítalíu og kynna verkefnin mín fyrir þeim. Sömuleiðis hef ég fengið að vinna önnur samstarfsverkefni með Balenciaga, Loro Piana og Coperni. Einnig opnaði ég sýningu í Eindhoven í Hollandi í júlí á íslensku ullarbandi sem ég spann og prjónaði ullarundirföt úr ull frá kindunum hennar ömmu á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by ása bríet brattaberg (@asabrietbratta) Mörg starfstilboð Það er margt spennandi á döfinni hjá Ásu Bríeti. „Ég er í rannsóknarvinnu fyrir nýja línu sem ég mun kynna á tískuvikunni í París í mars. Mér líður ótrúlega vel í París með gott fólk í kring um mig og er mjög spennt að koma með íslenskan innblástur til Parísar. Hún segist nú þegar hafa fengið nokkur starfstilboð eftir útskrift. En ég er með fullan fókus núna og vil einblína á að fá alla þá þekkingu sem að námið er að bjóða mér upp á og að setja orkuna á nýju línuna sem ég er spennt að kynna,“ segir Ása Bríet að lokum. Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískuævintýri á Ítalíu Ása Bríet Brattaberg stundar sömuleiðis meistaranám í fatahönnun með sérhæfingu í prjóni við Institute Francais de la Mode í París. „Verkefnið byrjaði á heimsókn á vinnustofu Hermés hérna í París þar sem ég fékk innlit í vinnustofur þeirra. Það var upplifun að fá skoða leður vinnustofurnar þar sem saumaðar eru frægustu töskur Hermés, Birkin og Kelly. Hermés er best þekkt fyrir töskurnar sínar, var stofnað árið 1837 og bjó til hágæða hnakka og beisli fyrir hesta.“ Ásu Bríeti var sömuleiðis boðið í vinnuferð með þeim til Ítalíu. „Þar fékk ég að skoða prjónaverksmiðjur Hermés og sjá stórt safn af flíkum frá Hermés ásamt öðrum hátískuhúsum. Það sem vakti mestan áhuga minn var starfsfólkið sem var flest allt komið yfir miðjan aldur og hefur unnið hjá fyrirtækinu nánast allt sitt líf. Mikil fagmennska og þekking sem þetta fólk hefur.“ Eva Þóra sat fyrir í myndaþætti Sögu Sig af flíkum Ásu Bríetar.Saga Sig Íslenska lopapeysan og amma innblásturinn Í verkefninu átti Ása Bríet að hanna heildarútlit sem er í anda fyrirtækisins með hennar eigin skapandi nálgun. „Íslenska lopapeysan var mér mikill innblástur og amma sem er með hesta í sveitinni á Íslandi. Í þessu verkefni lærði ég að nota Stoll prjónavél, sem er tölvuprjónavél þar sem ég forrita prjónið í tölvu. Þetta var alveg nýtt fyrir mér og ég varð mjög spennt að prófa alla þá möguleika sem vélin býður upp á til að koma með nýja sýn á íslensku lopapeysuna.“ Ása Bríet segist hafa þurft að gera margar prufur. „Sömuleiðis komu upp mörg mistökum í ferlinu og það er skemmtilegt út frá einum stærstu mistökum sem ég gerði, þar sem villa í prógrammi leiddi að stóru gati í miðju prufunnar, kom fram sú hugmynd að hafa gat í sjálfu lopapeysumynstrinu. Amma gaf mér hár úr faxi og tagli hestanna hennar til að prófa mig áfram með og kjóllinn undir peysunni er líkt við hrosshár, fljótandi og líta út fyrir að vera hár eftir rigningardag í réttum.“ Eva Þóra í kjólnum sem Ása hannaði.Saga Sig Samvinna kvenna og karla Ása Bríet undirbjó sig vel fyrir verkefnið og lærði ýmislegt áhugavert. „Ég las í ritgerð um uppruna, hönnun og þróun íslensku lopapeysunnar að karlmenn sátu einnig við prjónaskapinn í gamla daga. Algengt var að þeir hjálpuðu konum sínum við að prjóna einlita bolhlutann upp að handveg og konurnar tóku síðan við og prjónuðu munstrin. Það var of flókið fyrir karlmenn að taka inn og út lykkjur til að sniða armagap og hálsmál. En þeir voru þó góðir í að vinda upp í hnykla.“ View this post on Instagram A post shared by ása bríet brattaberg (@asabrietbratta) Með peysunni endurhannaði Ása Bríet hina hefðbundnu íslensku lopapeysu. „Þræðirnir í peysunni eru tákn um þráðinn sem lím sem bindur samfélagið okkar saman. Kvenlegri efri helmingur, upprunalega prjónaður af konum, meðan að neðri helmingurinn er traustur og hagnýtur en það er innblásið af körlunum sem sátu og prjónuðu. Þetta endurspeglar vinnufatnað sem heldur á okkur hita og verndar okkur gegn veðri, en mynstrið er viðkvæmara í sjón með flóknari skilning. Peysan er úr 100% cashmere ull og svo eru mohair þræðir sem halda henni saman.“ View this post on Instagram A post shared by ása bríet brattaberg (@asabrietbratta) Hermés, Balenciaga og Coperni Ása Bríet kynnti verkefnið fyrir yfirhönnuði Hermés og prjónahönnuði við mjög góðar móttökur. „Það var ótrúlega reynsla að fá að vinna með stóru og virtu tískuhúsi í París. Ég var að klára fyrsta árið mitt í náminu, ég er svo ótrúlega þakklát fyrir þá mikla þekkingu á prjóni og hönnun sem ég mér hefur hlotnast. Ég hef fengið tækifæri til þess að hitta ótal marga úr tískuiðnaðinum hér í París og á Ítalíu og kynna verkefnin mín fyrir þeim. Sömuleiðis hef ég fengið að vinna önnur samstarfsverkefni með Balenciaga, Loro Piana og Coperni. Einnig opnaði ég sýningu í Eindhoven í Hollandi í júlí á íslensku ullarbandi sem ég spann og prjónaði ullarundirföt úr ull frá kindunum hennar ömmu á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by ása bríet brattaberg (@asabrietbratta) Mörg starfstilboð Það er margt spennandi á döfinni hjá Ásu Bríeti. „Ég er í rannsóknarvinnu fyrir nýja línu sem ég mun kynna á tískuvikunni í París í mars. Mér líður ótrúlega vel í París með gott fólk í kring um mig og er mjög spennt að koma með íslenskan innblástur til Parísar. Hún segist nú þegar hafa fengið nokkur starfstilboð eftir útskrift. En ég er með fullan fókus núna og vil einblína á að fá alla þá þekkingu sem að námið er að bjóða mér upp á og að setja orkuna á nýju línuna sem ég er spennt að kynna,“ segir Ása Bríet að lokum.
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira