Sorglegt að búið hafi verið að vara við sumarferðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 12:00 Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála. Hún segir brýnt að málið verði rannsakað vel. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hefur falið starfshóp að skoða slysið í Breiðamerkurjökli og mögulegar brotalamir því tengdar. Í skýrslu sem var unnin fyrir Vatnajökulsþjóðgarð er varað við íshellaferðum að sumarlagi og forsætisráðherra segist hugsi yfir að ekki hafi verið tekið tillit til þess. Árið 2017 vann jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð um áhættumat vegna ferða í íshella. Á þeim tíma var ekki farið að markaðssetja íhellaferðir að sumarlagi, líkt og nú er gert. Ice Pic Journeys er meðal fyrirtækja sem gera það og fólkið sem var undir klakahruni í Breiðamerkurjökli var á þeirra vegum. Einn lést og og kona liggur slösuð á spítala eftir atvikið. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að starfhópi verði falið að skoða málið. „Við ákváðum í framhaldi af umræðu á fundinum að setja saman ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta sem eiga einhverja aðkomu að málinu og fara nánar ofan í saumana á því hver væru réttu viðbrögð okkar vegna þessa slyss.“ Í skýrslunni segir meðal annars að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Algengasta tímabilið, þar sem áhætta teljist ásættanleg, sé einungis sex mánuðir. Frá byrjun nóvember til loka apríl. „Hvort að hér hafi verið einhverjar brotalamir og hvort eitthvað hafi betur mátt gera hvað varðar frekari varúðarráðstafanir er eitthvað sem kemur í ljós þegar við förum nánar ofan í atvik máls. Ég get ekkert fullyrt um það á þessum tímapunkti en maður er hugsi yfir því ef áhættumat hefur varað sterklega við því að vera með ferðir að sumarlagi í íshellum, hvers vegna það varð ekki tilefni til einhverra ráðstafana.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.Stöð 2/Einar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að rannsaka málið til þess að læra megi af því. „Það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það heldur var búið að vara við þessu árið 2017. Nú er það hlutverk okkar að fara yfir það hvers vegna var ekki hlustað betur á það.“ Orðspor Íslands í ferðaþjónustu sé einnig í húfi. „Svona fréttir eru neikvæðar og það er svo mikilvægt að huga að þessum öryggismálum. Við höfum verið að gera það og ætlum að gera það enn betur,“ segir Lilja. Slys á Breiðamerkurjökli Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Árið 2017 vann jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð um áhættumat vegna ferða í íshella. Á þeim tíma var ekki farið að markaðssetja íhellaferðir að sumarlagi, líkt og nú er gert. Ice Pic Journeys er meðal fyrirtækja sem gera það og fólkið sem var undir klakahruni í Breiðamerkurjökli var á þeirra vegum. Einn lést og og kona liggur slösuð á spítala eftir atvikið. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að starfhópi verði falið að skoða málið. „Við ákváðum í framhaldi af umræðu á fundinum að setja saman ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta sem eiga einhverja aðkomu að málinu og fara nánar ofan í saumana á því hver væru réttu viðbrögð okkar vegna þessa slyss.“ Í skýrslunni segir meðal annars að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Algengasta tímabilið, þar sem áhætta teljist ásættanleg, sé einungis sex mánuðir. Frá byrjun nóvember til loka apríl. „Hvort að hér hafi verið einhverjar brotalamir og hvort eitthvað hafi betur mátt gera hvað varðar frekari varúðarráðstafanir er eitthvað sem kemur í ljós þegar við förum nánar ofan í atvik máls. Ég get ekkert fullyrt um það á þessum tímapunkti en maður er hugsi yfir því ef áhættumat hefur varað sterklega við því að vera með ferðir að sumarlagi í íshellum, hvers vegna það varð ekki tilefni til einhverra ráðstafana.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.Stöð 2/Einar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að rannsaka málið til þess að læra megi af því. „Það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það heldur var búið að vara við þessu árið 2017. Nú er það hlutverk okkar að fara yfir það hvers vegna var ekki hlustað betur á það.“ Orðspor Íslands í ferðaþjónustu sé einnig í húfi. „Svona fréttir eru neikvæðar og það er svo mikilvægt að huga að þessum öryggismálum. Við höfum verið að gera það og ætlum að gera það enn betur,“ segir Lilja.
Slys á Breiðamerkurjökli Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira