Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 07:01 Kött Grá Pje er mættur aftur til leiks með heila plötu. Dóra Dúna Tónlistarmaðurinn Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pje, var orðinn þreyttur á hversdagsleika skrifstofustarfsins var í tilefni af því nýverið að senda frá sér sína fyrstu plötu sem nefnist Dulræn atferlismeðferð. Platan kom út síðastliðinn föstudag og er unnin og gefin út í samvinnu við taktsmiðinn Fonetik Simbol, sem heitir réttu nafni Helgi Pétur Lárusson. Hér má heyra lagið Hvít Ský af plötunni: „Platan kom út í kjölfar þess að Atli Sigþórsson gafst upp á að vera skrifstofumaður og blés aftur lífi í alter-egóið Kött Grá Pje. Þessi 22 laga hnullungur er sá fyrsti sem hann gefur út í fullri lengd eftir að hann stormaði út af tónlistarsenunni með látum árið 2017. Áður stóð til að gefa út lagasafn sem á einhvern hátt fuðraði upp. Síðustu ár hefur hann gert lög með hinum og þessum, hæst ber að nefna Á óvart með Benna Hemm Hemm og Urði sem hefur verið í mikilli spilun. Samstarf þeirra Benna heldur áfram á þessari plötu, en Benni á þátt í fjórum lögum. Fonetik Simbol leitar aftur í tímann með sömplum úr sálartónlist og jazzi og því verður útkoman afar áhugaverð,“ segir í fréttatilkynningu. Kött Grá Pje kom fram á ýmsum tónleikum og tónlistarhátíðum fram til 2017 og kom meðal annars fram fyrir troðfullum sal af tónleikagestum á Iceland Airwaves hátíðinni á sínum tíma. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Platan kom út síðastliðinn föstudag og er unnin og gefin út í samvinnu við taktsmiðinn Fonetik Simbol, sem heitir réttu nafni Helgi Pétur Lárusson. Hér má heyra lagið Hvít Ský af plötunni: „Platan kom út í kjölfar þess að Atli Sigþórsson gafst upp á að vera skrifstofumaður og blés aftur lífi í alter-egóið Kött Grá Pje. Þessi 22 laga hnullungur er sá fyrsti sem hann gefur út í fullri lengd eftir að hann stormaði út af tónlistarsenunni með látum árið 2017. Áður stóð til að gefa út lagasafn sem á einhvern hátt fuðraði upp. Síðustu ár hefur hann gert lög með hinum og þessum, hæst ber að nefna Á óvart með Benna Hemm Hemm og Urði sem hefur verið í mikilli spilun. Samstarf þeirra Benna heldur áfram á þessari plötu, en Benni á þátt í fjórum lögum. Fonetik Simbol leitar aftur í tímann með sömplum úr sálartónlist og jazzi og því verður útkoman afar áhugaverð,“ segir í fréttatilkynningu. Kött Grá Pje kom fram á ýmsum tónleikum og tónlistarhátíðum fram til 2017 og kom meðal annars fram fyrir troðfullum sal af tónleikagestum á Iceland Airwaves hátíðinni á sínum tíma. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“