Eyðilögð vegna málsins og skoðar stífari ramma Ólafur Björn Sverrisson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. ágúst 2024 17:12 Ingibjörg Halldórsdóttir ræddi um viðbrögð Vatnajökulsþjóðgarðs vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarð segir starfsfólk eyðilagt vegna banaslyssins í Breiðamerkurjökli. Til skoðunar er að herða skilyrði til jöklaferða til muna. „Við erum í raun bara í áfalli eins og aðrir. Við erum miður okkar yfir því að þetta skyldi hafa gerst, viljum auðvitað að gestir séu öryggir,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri þjóðgarðsins innt eftir viðbrögðum. „Við höfum líka rætt við þá sem eru með starfsemi á svæðinu og beðið þá um að fara ekki í íshellaferðir núna.“ Skoða skilmála fyrir næsta tímabil Starsfsólk sé enn að ná áttum og miikilvægt sé að samtal eigi sér stað í framhaldinu milli hlutaðeigandi. Samningar við ferðaþjónustufyrirtækin gilda til loka september næstkomandi, en þá tekur við nýtt tímabil. „Núna höfum við tækifæri til endurskoðunar á þessum skilmálum. Við höfum verið að setja öryggiskröfur, umhverfiskröfur og ýmsar aðrar kröfur um menntun leiðsögumanna. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna.“ Á næstunni muni því liggja fyrir hvort tímabili fyrir íshellaferðir verði breytt. „Við teljum okkur hafa náð árangri í því að bæta þekkingu þeirra sem eru að starfa þarna en það er fullt tilefni til að kanna hvort það sé ástæða til að setja þessu stífari ramma en verið hefur.“ Finna til ábyrgðar Hún segir enga fjárhagslega hagsmuni í húfi fyrir þjóðgarðinn hvað umrædda samninga varðar. „Í dag eru þetta bara þjónustugjöld, það rennur allt til innviðauppbyggingar,“ segir Ingibjörg. Árið 2020 hóf þjóðgarðurinn að gera umrædda samninga við rekstraraðila. „Þá var tekin ákvörðun um að við kæmum að þessum öryggismálum með skilmálum. Við höfum reynt að gera það í samstarfi við rekstraraðilana, hikum ekki við að taka upp símann og segja mönnum til ef eitthvað má betur fara.“ Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við gerum það og höfum stigið inn í þetta öryggishlutverk. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka inn í okkar stjórnkerfi. Við erum eyðilögð yfir þessum atburði og munum gera allt til þess að koma í veg fyrir að svona komi ekki fyrir aftur.“ Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Við erum í raun bara í áfalli eins og aðrir. Við erum miður okkar yfir því að þetta skyldi hafa gerst, viljum auðvitað að gestir séu öryggir,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri þjóðgarðsins innt eftir viðbrögðum. „Við höfum líka rætt við þá sem eru með starfsemi á svæðinu og beðið þá um að fara ekki í íshellaferðir núna.“ Skoða skilmála fyrir næsta tímabil Starsfsólk sé enn að ná áttum og miikilvægt sé að samtal eigi sér stað í framhaldinu milli hlutaðeigandi. Samningar við ferðaþjónustufyrirtækin gilda til loka september næstkomandi, en þá tekur við nýtt tímabil. „Núna höfum við tækifæri til endurskoðunar á þessum skilmálum. Við höfum verið að setja öryggiskröfur, umhverfiskröfur og ýmsar aðrar kröfur um menntun leiðsögumanna. Þetta er eitthvað sem við munum skoða núna.“ Á næstunni muni því liggja fyrir hvort tímabili fyrir íshellaferðir verði breytt. „Við teljum okkur hafa náð árangri í því að bæta þekkingu þeirra sem eru að starfa þarna en það er fullt tilefni til að kanna hvort það sé ástæða til að setja þessu stífari ramma en verið hefur.“ Finna til ábyrgðar Hún segir enga fjárhagslega hagsmuni í húfi fyrir þjóðgarðinn hvað umrædda samninga varðar. „Í dag eru þetta bara þjónustugjöld, það rennur allt til innviðauppbyggingar,“ segir Ingibjörg. Árið 2020 hóf þjóðgarðurinn að gera umrædda samninga við rekstraraðila. „Þá var tekin ákvörðun um að við kæmum að þessum öryggismálum með skilmálum. Við höfum reynt að gera það í samstarfi við rekstraraðilana, hikum ekki við að taka upp símann og segja mönnum til ef eitthvað má betur fara.“ Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við gerum það og höfum stigið inn í þetta öryggishlutverk. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka inn í okkar stjórnkerfi. Við erum eyðilögð yfir þessum atburði og munum gera allt til þess að koma í veg fyrir að svona komi ekki fyrir aftur.“
Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira