Neyðarkassinn eigi að skapa ró Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir ekki um hræðsluáróður að ræða heldur snúi verkefnið að því að skapa ró. vísir/sigurjón Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld í Danmörku hvöttu í gær íbúa til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þrátt fyrir skilaboðin er það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi í landinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi hvatt íbúa til að útbúa svokallaðan viðlagakassa. Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir neyðarkassann til að skapa ró, ekki sé um hræðsluáróður að ræða. „Þetta gengur út á að fjölskyldur og einstaklingar geti verið sjálfstæðir í þrjá daga ef eitthvað kemur upp á.“ Hvað sjái þið fram á að geti gerst hér? „Það er eins og við þekkjum eldgos, skriður, óveður, sambandsleysi. Það er ýmislegt sem getur komið fyrir á þessu landi.“ Eigum við ekki bara að ná okkur í körfu og kaupa inn það sem maður þarf að eiga? „Heldur betur,“ segir Áslaug. Fyrst á lista er vatn og miðar hún við tvo til þrjá lítra af vatni á hvern og einn á dag. „En það getur líka runnið út þannig það er mikilvægt að athuga dagsetningar og fara yfir viðlagakassann til að vera viss um að þú eigir vatn fyrir þrjá daga.“ Ég sé á listanum að það er mikilvægt að eiga mat með góðan endingartíma. Það er væntanlega dósamatur? „Já það eru t.d. baunir eða túnfiskur.“ Svo eru það kolvetni, hvað myndir þú taka? „Stóran poka af hrísgrjónum eða pasta. Og jafnvel svona sósu með í dós, þetta endist mjög vel.“ Svo þarf eitthvað ef eldavélin fer? „Já þá viljum við ekki borða þurrt pasta. Mikilvægt að vera með prímus og nóg af gasi til, þetta endist bara ákveðið lengi.“ Auk þess sem lyf þurfa að vera til taks og nóg eldsneyti á bílnum. Þá er mikilvægt að eiga kveikjara eða eldspýtur og vasaljós ef rafmagn fer af. Teppi, hleðslubanka, skyndihjálpartösku og slökkvitæki. Heldur þú að fólk eigi svona kassa heima, heldur þú að fólk sé tilbúið? „Ég held að einhverjir séu það en ég held að við ættum öll að skoða þetta og taka okkur á. Það er ástæða til þess.“ Náttúruhamfarir Öryggis- og varnarmál Hjálparstarf Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld í Danmörku hvöttu í gær íbúa til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þrátt fyrir skilaboðin er það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi í landinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi hvatt íbúa til að útbúa svokallaðan viðlagakassa. Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir neyðarkassann til að skapa ró, ekki sé um hræðsluáróður að ræða. „Þetta gengur út á að fjölskyldur og einstaklingar geti verið sjálfstæðir í þrjá daga ef eitthvað kemur upp á.“ Hvað sjái þið fram á að geti gerst hér? „Það er eins og við þekkjum eldgos, skriður, óveður, sambandsleysi. Það er ýmislegt sem getur komið fyrir á þessu landi.“ Eigum við ekki bara að ná okkur í körfu og kaupa inn það sem maður þarf að eiga? „Heldur betur,“ segir Áslaug. Fyrst á lista er vatn og miðar hún við tvo til þrjá lítra af vatni á hvern og einn á dag. „En það getur líka runnið út þannig það er mikilvægt að athuga dagsetningar og fara yfir viðlagakassann til að vera viss um að þú eigir vatn fyrir þrjá daga.“ Ég sé á listanum að það er mikilvægt að eiga mat með góðan endingartíma. Það er væntanlega dósamatur? „Já það eru t.d. baunir eða túnfiskur.“ Svo eru það kolvetni, hvað myndir þú taka? „Stóran poka af hrísgrjónum eða pasta. Og jafnvel svona sósu með í dós, þetta endist mjög vel.“ Svo þarf eitthvað ef eldavélin fer? „Já þá viljum við ekki borða þurrt pasta. Mikilvægt að vera með prímus og nóg af gasi til, þetta endist bara ákveðið lengi.“ Auk þess sem lyf þurfa að vera til taks og nóg eldsneyti á bílnum. Þá er mikilvægt að eiga kveikjara eða eldspýtur og vasaljós ef rafmagn fer af. Teppi, hleðslubanka, skyndihjálpartösku og slökkvitæki. Heldur þú að fólk eigi svona kassa heima, heldur þú að fólk sé tilbúið? „Ég held að einhverjir séu það en ég held að við ættum öll að skoða þetta og taka okkur á. Það er ástæða til þess.“
Náttúruhamfarir Öryggis- og varnarmál Hjálparstarf Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24