Meiri skjálftavirkni en í fyrri gosum Lovísa Arnardóttir skrifar 29. ágúst 2024 17:58 Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina. Vísir/Vilhelm Síðustu sólarhringa hefur virknin í eldgosinu haldist nokkuð stöðug. Enn eru tveir meginstrókar virkir og eru enn nokkuð kröftugir samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Hraun flæðir að mestu til norðvesturs en einnig til austurs. Meginstraumurinn er til norðvesturs en framrásin er mjög hæg. Meiri jarðskjálftavirkni mælist nú í en í fyrri gosum á svæðinu en Veðurstofan telur líklegt að það sé vegna staðsetningar eldgossins en það er norðar nú en áður. Í tilkynningu segir að um tuttugu skjálftar hafi mælst í kvikuganginum síðasta sólarhring og 110 skjálftar síðan á mánudag, 26. ágúst. Það er að mestu bundið við virka gossvæðið. Þá mælist einnig enn landsig í Svartsengi en í tilkynningu segir að það sé að hægja á því. Það sé svipuð þróun og í síðasta gosi og kvikuhólfið því enn að tæmast hraðar en flæðir inn í það. Þá kemur fram í tilkynningunni að hættumat hafi verið uppfært og gildi að öllu óbreyttu til 3. september, til þriðjudags í næstu viku. Helstu breytingarnar eru samkvæmt tilkynningunni á svæði 1 sem fer úr töluverðri (appelsínugul) hættu í nokkur (gul) hætta. Hætumatið gildir frá því í dag til næsta þriðjudags.Mynd/Veðurstofan „Breytingin er gerð með tilliti til minni hættu vegna hraunflæði, gasmengunar og gjóskufalls. Minni gasmengun hefur einnig áhrif á Svæði 4 (Grindavík) og 7 samkvæmt gasdreifingarspá næstu daga. Svæðið innan brotalínunnar á Svæði 5 táknar líklega þróun hraunsins eftir nokkra daga,“ segir í tilkynningunni. Gasdreifingarspá fyrir daginn í dag er norðvestan 3-8 m/s og fer gasmengun í suðaustur. Snýst í vestan- og suðvestanátt í kvöld og þá blæs gasinu í austur og norðaustur yfir suðvestanvert landið. Á morgun er sunnan 10-15 (föstudag) og mengunin berst norður yfir Voga á Vatnsleysuströnd. Upplýsingar um loftgæði er að finna á vef Umhverfisstofnunar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flýgur þyrlunni á myndbandinu og braut engar reglur Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 29. ágúst 2024 11:09 Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 28. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Meiri jarðskjálftavirkni mælist nú í en í fyrri gosum á svæðinu en Veðurstofan telur líklegt að það sé vegna staðsetningar eldgossins en það er norðar nú en áður. Í tilkynningu segir að um tuttugu skjálftar hafi mælst í kvikuganginum síðasta sólarhring og 110 skjálftar síðan á mánudag, 26. ágúst. Það er að mestu bundið við virka gossvæðið. Þá mælist einnig enn landsig í Svartsengi en í tilkynningu segir að það sé að hægja á því. Það sé svipuð þróun og í síðasta gosi og kvikuhólfið því enn að tæmast hraðar en flæðir inn í það. Þá kemur fram í tilkynningunni að hættumat hafi verið uppfært og gildi að öllu óbreyttu til 3. september, til þriðjudags í næstu viku. Helstu breytingarnar eru samkvæmt tilkynningunni á svæði 1 sem fer úr töluverðri (appelsínugul) hættu í nokkur (gul) hætta. Hætumatið gildir frá því í dag til næsta þriðjudags.Mynd/Veðurstofan „Breytingin er gerð með tilliti til minni hættu vegna hraunflæði, gasmengunar og gjóskufalls. Minni gasmengun hefur einnig áhrif á Svæði 4 (Grindavík) og 7 samkvæmt gasdreifingarspá næstu daga. Svæðið innan brotalínunnar á Svæði 5 táknar líklega þróun hraunsins eftir nokkra daga,“ segir í tilkynningunni. Gasdreifingarspá fyrir daginn í dag er norðvestan 3-8 m/s og fer gasmengun í suðaustur. Snýst í vestan- og suðvestanátt í kvöld og þá blæs gasinu í austur og norðaustur yfir suðvestanvert landið. Á morgun er sunnan 10-15 (föstudag) og mengunin berst norður yfir Voga á Vatnsleysuströnd. Upplýsingar um loftgæði er að finna á vef Umhverfisstofnunar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flýgur þyrlunni á myndbandinu og braut engar reglur Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 29. ágúst 2024 11:09 Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 28. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Flýgur þyrlunni á myndbandinu og braut engar reglur Þyrluflugmaður segir að drónaflugmenn hafi verið að fljúga drónum sínum alltof hátt við gosstöðvarnar síðustu daga, og það skapi hættu fyrir þyrlur. Drónaflugmaður segir að það séu pottþétt einhverjir drónaflugmenn sem fljúgi of hátt, en það sé aðallega almenningur með dróna. 29. ágúst 2024 11:09
Betra að blása eða skola nornahárin af til að koma í veg fyrir skemmdir Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár ekki ný af nálinni. Það þurfi ekki að óttast þau en hún hvetur þó fólk frekar til að skola eða blása þau burt en að bursta þau eða nudda þau burt liggi þau á bíl eða trampólíni. Bergrún ræddi nornahárin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 28. ágúst 2024 21:02