Beið í fleiri tíma og fékk ekki miða: „Það var miklu auðveldara að fá miða á Taylor Swift“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 23:56 Sædís Anna Jónsdóttir er ein þeirra sem beið í fleiri klukkutíma í röð. Segja má að miðasölukerfi Ticketmaster hafi verið við það að brenna yfirum þegar miðar á tónleikaröð Oasis fóru í sölu. Samsett/Getty/Yui Mok/PA Images Það varð uppselt á aðeins nokkrum klukkustundum á alla sautján fyrirhugaða tónleika bresku sveitarinnar Oasis sem kemur saman að nýju á næsta ári eftir áralangt hlé, en miðar á tónleikana fóru í sölu í morgun. Aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim börðust um miða á tónleikana í dag, og biðu í fleiri klukkustundir í röð til þess eins að komast inn í miðasölukerfið. Sumir voru heppnir en aðrir komu að tómum kofanum. Ein þeirra sem ekki hafði erindi sem erfiði er Sædís Anna Jónsdóttir, sem freistaði þess að ná miða á tónleikana og var komin í röð snemma í morgun. „Ég opnaði fyrir forvitni í morgun. Ég vaknaði og mundi að það væri miðasala í gangi þannig að ég opnaði miðasöluna og sofnaði svo aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég ennþá bara í röð þannig ég ákvað að vera bara í röð í allan dag,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Númer 340 þúsund í röðinni „Ég loksins kom inn um þrjú leytið og þá var allt orðið uppselt. Ég beið í fimm klukkutíma í röð til að komast inn á Ticketmaster, og þá þurfti ég að velja hvaða tónleika og þá var önnur röð þar,“ segir Sædís, en hún hafði reynt að ná miðum á eina tónleika sveitarinnar sem eru á dagskrá í Manchester. „Það voru 340 þúsund manns á undan mér þegar ég komst inn í Manchester röðina, á þessa tilteknu tónleika. Undir lokin gekk þetta nokkuð hratt en þá líka voru allir að koma að tómum kofanum.“ Aðspurð segir hún vonbrigðin þó vera hóflega mikil, eflaust séu harðari aðdáendur Oasis þarna úti sem séu sorgmæddari en hún yfir að ná ekki miða. „Ég var að koma af Taylor Swift tónleikum og það er ekkert að fara að toppa það,“ segir Sædís sem telur fyrirkomulagið við miðasöluna hjá Oasis ekki vera eins og best væri á kosið. Til að mynda hafi reynst mun auðveldara að kaupa miða á tónleika stórstjörnunnar Taylor Swift. „Það var miklu auðveldara, það var miklu betra fyrirkomulag. Ég keypti í þrígang, í þremur hollum, þegar ég keypti miðana á Taylor og það tók innan við helminginn af tímanum sem þetta tók í dag,“ segir Sædís. Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim börðust um miða á tónleikana í dag, og biðu í fleiri klukkustundir í röð til þess eins að komast inn í miðasölukerfið. Sumir voru heppnir en aðrir komu að tómum kofanum. Ein þeirra sem ekki hafði erindi sem erfiði er Sædís Anna Jónsdóttir, sem freistaði þess að ná miða á tónleikana og var komin í röð snemma í morgun. „Ég opnaði fyrir forvitni í morgun. Ég vaknaði og mundi að það væri miðasala í gangi þannig að ég opnaði miðasöluna og sofnaði svo aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég ennþá bara í röð þannig ég ákvað að vera bara í röð í allan dag,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Númer 340 þúsund í röðinni „Ég loksins kom inn um þrjú leytið og þá var allt orðið uppselt. Ég beið í fimm klukkutíma í röð til að komast inn á Ticketmaster, og þá þurfti ég að velja hvaða tónleika og þá var önnur röð þar,“ segir Sædís, en hún hafði reynt að ná miðum á eina tónleika sveitarinnar sem eru á dagskrá í Manchester. „Það voru 340 þúsund manns á undan mér þegar ég komst inn í Manchester röðina, á þessa tilteknu tónleika. Undir lokin gekk þetta nokkuð hratt en þá líka voru allir að koma að tómum kofanum.“ Aðspurð segir hún vonbrigðin þó vera hóflega mikil, eflaust séu harðari aðdáendur Oasis þarna úti sem séu sorgmæddari en hún yfir að ná ekki miða. „Ég var að koma af Taylor Swift tónleikum og það er ekkert að fara að toppa það,“ segir Sædís sem telur fyrirkomulagið við miðasöluna hjá Oasis ekki vera eins og best væri á kosið. Til að mynda hafi reynst mun auðveldara að kaupa miða á tónleika stórstjörnunnar Taylor Swift. „Það var miklu auðveldara, það var miklu betra fyrirkomulag. Ég keypti í þrígang, í þremur hollum, þegar ég keypti miðana á Taylor og það tók innan við helminginn af tímanum sem þetta tók í dag,“ segir Sædís.
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira