Mikill viðbúnaður í túninu heima Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2024 14:38 Bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram um helgina. mos.is Skipuleggjandi hátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ segir hana farið að mestu leyti vel fram fyrir utan líkamsárás á föstudag þar sem hníf var beitt. Viðbúnaður hafi verið töluverður og gæsla hafi verið aukin til muna eftir stunguárásina á menningarnótt. Í dagbók lögreglu kom fram í morgun að hnífi hefði verið beitt á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið hefði sloppið við áverka þó fatnaður hefði skorist. Þá greindi lögregla frá því að gerandi væri enn ófundinn og að lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Þess utan hefðu engar alvarlegar líkamsárásir átt sér stað í nótt á hátíðinni þó nokkuð hafi verið um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur lögregla ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið. Fór lítið fyrir árásinni Hilmar Gunnarsson, einn skipuleggjenda, sagði hátíðina hafi farið vel fram til þessa og hann ekki heyrt af líkamsárásinni fyrr en fjallað var um hana í fjölmiðlum. „Ég var síðast að tala við lögregluna klukkan þrjú í nótt fyrir utan ball og þeir báru sig mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Hilmar og bætir við að mikið viðbragð hafi verið á hátíðinni. „Heilt yfir hefur þetta farið mjög vel fram. Við lögðum mikla áherslu á öryggi gesta og vorum með mikinn viðbúnað, hvort sem það var gæsla eða barnavernd eða björgunarsveit eða félagsmiðstöð. Það voru bara allir á sömu blaðsíðu með að láta þetta ganga allt saman vel um helgina, sem það gerði í rauninni,“ segir hann. Menningarnótt hafði mikil áhrif Höfðu atburðinir á menningarnótt mikil áhrif? „Það voru allir með það á hreinu að auka gæslu alveg til muna og vera vel sýnileg og ég held að fólk hafi tekið eftir því að gæslan og allir viðbragðsaðilar voru vel sýnilegir hér í Mosfellsbæ,“ segir Hilmar. Hátíðin er þó ekki enn búin og nóg um að vera í dag. „Það er engin rigning í dag, eins og staðan er núna, þannig fólk er á ferli. Það er frítt upp á Gljúfrastein og fólk er hérna í tívolí og hoppuköstulum og það er opið á slökkvistöðinni. Við klárum þetta með stæl í dag og göngum sátt frá borði,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Í dagbók lögreglu kom fram í morgun að hnífi hefði verið beitt á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið hefði sloppið við áverka þó fatnaður hefði skorist. Þá greindi lögregla frá því að gerandi væri enn ófundinn og að lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Þess utan hefðu engar alvarlegar líkamsárásir átt sér stað í nótt á hátíðinni þó nokkuð hafi verið um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur lögregla ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið. Fór lítið fyrir árásinni Hilmar Gunnarsson, einn skipuleggjenda, sagði hátíðina hafi farið vel fram til þessa og hann ekki heyrt af líkamsárásinni fyrr en fjallað var um hana í fjölmiðlum. „Ég var síðast að tala við lögregluna klukkan þrjú í nótt fyrir utan ball og þeir báru sig mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Hilmar og bætir við að mikið viðbragð hafi verið á hátíðinni. „Heilt yfir hefur þetta farið mjög vel fram. Við lögðum mikla áherslu á öryggi gesta og vorum með mikinn viðbúnað, hvort sem það var gæsla eða barnavernd eða björgunarsveit eða félagsmiðstöð. Það voru bara allir á sömu blaðsíðu með að láta þetta ganga allt saman vel um helgina, sem það gerði í rauninni,“ segir hann. Menningarnótt hafði mikil áhrif Höfðu atburðinir á menningarnótt mikil áhrif? „Það voru allir með það á hreinu að auka gæslu alveg til muna og vera vel sýnileg og ég held að fólk hafi tekið eftir því að gæslan og allir viðbragðsaðilar voru vel sýnilegir hér í Mosfellsbæ,“ segir Hilmar. Hátíðin er þó ekki enn búin og nóg um að vera í dag. „Það er engin rigning í dag, eins og staðan er núna, þannig fólk er á ferli. Það er frítt upp á Gljúfrastein og fólk er hérna í tívolí og hoppuköstulum og það er opið á slökkvistöðinni. Við klárum þetta með stæl í dag og göngum sátt frá borði,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira