Mikil fagnaðarlæti vegna hænu í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2024 20:06 Mæðgurnar í Hveragerði, Anna Halla og Guðlaug Berglind, sem ráða sér ekki yfir kæti að hænan Sóley hafi skilað sér heim eftir átta daga fjarveru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil gleði braust út á heimili mæðgna í Hveragerði í vikunni þegar hænan Sóley skilaði sér heim eftir að hafa verið týnd í átta daga. Mæðgurnar voru búnir að gefa það upp bátinn að Sóley fyndist á lífi en það ótrúlega gerðist, hún kom sprelllifandi heim. Í húsi við Laufskóga eru mæðgurnar Anna Halla og mamma hennar, Guðlaug Berglind, sem er 87 ára með þrjár hænur í garðinum. Hænurnar eiga heima í hænsnakofa en fá að vera lausar út í garði þegar þannig er. Nýlega gerðist það að Sóley, ein af hænunum hvarf, sennilega vegna hræðslu við ókunnugan hund, sem kom í heimsókn. Það var gerð dauðaleit að henni í átta daga í Hveragerði og næsta nágrenni, en svo birtist hún allt í einu eins og ekkert hefði í skorist. „Það var æðislegt, ég alveg mamma, mamma, mamma, sérðu hver er við stólinn kallaði ég, það var æðislegt að sjá hana,” segir Anna Halla Hallsdóttir, hænsnaeigandi í Hveragerði og heldur áfram. „Ég labbaði út um allan bæ og sagði púdda, púdd, skilurðu, en það er ekki ólíklegt að hún hafi verið hrædd, hjúfrað sig einhvers staðar en ekki langt frá. Og við erum að segja að þegar að vindurinn var um daginn þá hafi hrists almennilega upp í henni og þá bara vildi hún fara heim, bara heim í hlýjuna.” Hér er Sóley fremst á myndinni, alsæl að vera komin heim aftur til mæðgnanna eftir að hafa skroppið að heiman í átta daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvert halda mæðgurnar að Sóley hafi farið? „Við vitum það ekki. Það var búið að leita í öllum görðum og alls staðar því við vildum að minnsta kosti finna af henni hræið ef hún hefði dáið,” segir Guðlaug Berglind Björnsdóttir, 87 ára hænsnaeigandi í Hveragerði og bætir strax við. „Og ég ætla að segja þér, þetta eru allt karakterar og þetta eru gæludýrin okkar, þetta er ekki eins og við séum að reka hænsnabú, þrjár litlar púddur til að hafa gaman af og hafa þær hlaupandi hér um garðinn er æðislegt.” En mælir Guðlaug með því að fólk fái sér hænur í garðinn sinn? „Já, þeir sem hafa svona aðstöðu að lofa þeim að vera frjálsar. Fyrsta verkið á morgnana er að hleypa þeim út og síðasta á kvöldin er að loka.” Hveragerði Landbúnaður Dýr Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira
Í húsi við Laufskóga eru mæðgurnar Anna Halla og mamma hennar, Guðlaug Berglind, sem er 87 ára með þrjár hænur í garðinum. Hænurnar eiga heima í hænsnakofa en fá að vera lausar út í garði þegar þannig er. Nýlega gerðist það að Sóley, ein af hænunum hvarf, sennilega vegna hræðslu við ókunnugan hund, sem kom í heimsókn. Það var gerð dauðaleit að henni í átta daga í Hveragerði og næsta nágrenni, en svo birtist hún allt í einu eins og ekkert hefði í skorist. „Það var æðislegt, ég alveg mamma, mamma, mamma, sérðu hver er við stólinn kallaði ég, það var æðislegt að sjá hana,” segir Anna Halla Hallsdóttir, hænsnaeigandi í Hveragerði og heldur áfram. „Ég labbaði út um allan bæ og sagði púdda, púdd, skilurðu, en það er ekki ólíklegt að hún hafi verið hrædd, hjúfrað sig einhvers staðar en ekki langt frá. Og við erum að segja að þegar að vindurinn var um daginn þá hafi hrists almennilega upp í henni og þá bara vildi hún fara heim, bara heim í hlýjuna.” Hér er Sóley fremst á myndinni, alsæl að vera komin heim aftur til mæðgnanna eftir að hafa skroppið að heiman í átta daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvert halda mæðgurnar að Sóley hafi farið? „Við vitum það ekki. Það var búið að leita í öllum görðum og alls staðar því við vildum að minnsta kosti finna af henni hræið ef hún hefði dáið,” segir Guðlaug Berglind Björnsdóttir, 87 ára hænsnaeigandi í Hveragerði og bætir strax við. „Og ég ætla að segja þér, þetta eru allt karakterar og þetta eru gæludýrin okkar, þetta er ekki eins og við séum að reka hænsnabú, þrjár litlar púddur til að hafa gaman af og hafa þær hlaupandi hér um garðinn er æðislegt.” En mælir Guðlaug með því að fólk fái sér hænur í garðinn sinn? „Já, þeir sem hafa svona aðstöðu að lofa þeim að vera frjálsar. Fyrsta verkið á morgnana er að hleypa þeim út og síðasta á kvöldin er að loka.”
Hveragerði Landbúnaður Dýr Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Sjá meira