Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2024 09:01 Raxi og Ingólfur Arnarsson yngri að skoða undur Íslands eins og fuglinn fljúgandi. Fágæt innsýn og í mörgum tilfellum áður óséð náttúrufyrirbæri. vísir/rax Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. „Já, þetta er flugvélin mín. Ég á tvær. Ég tek mikið vídeó og rek þá vélina út með priki. Þetta er eins og fugl að taka mynd. Tæknin er orðin slík að það má stroka prikið út,“ segir Raxi og reynir að lýsa þessum undrum öllum fyrir blaðamanni Vísis. Vísir ætlar að birta með reglubundum hætti afrakstur ferða Raxa og þar er mörg stórmerkin að líta. Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssandi og regnbogi.vísir/rax Með Raxa í för að þessu sinni er frændi hans. „Ingólfur Arnarson Jr. landkönnuður,“ segir Raxi í gamansömum tóni. Hann segir ekki hægt að fara einn og Ingólfur sé flugmaður hjá Icelandair. Mælifell í öllu sínu veldi.vísir/rax Raxi vill ekki kannast við að hann sé ljósmyndari að atvinnu, hann segir þetta lífsstíl. „Á góðum degi á flugi yfir Íslandi, er stundum eins og að vera í öðrum heimi. Þegar horft er á landið með augum fuglsins má finna allskonar form og munstur í landinu sem allt of fáir sjá.“ Skrauti.vísir/rax Sumarið í ár hefur verið með endemum, líklega eitthvert það versta sem menn muna. En Raxi lætur það ekki á sig fá. „Þó að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í sumar og flugdagar fáir þá kemur einn og einn dagur þar sem birtir til og lífið fær lit. Þeir eru margir staðir á landinu þar sem þessi undraveröld birtist með sínum formfögru línum í landslaginu, einhverskonar abstrakt og kynjamyndir birtast. Sumt er mannana verk, annað er náttúran í sinni tærustu mynd.“ Gígur frá eldsumbrotunum á Reykjanesi.vísir/rax Og Raxi spyr hvernig Kjarval hefði málað landið hefði hann haft flugvél? „Já, eða einhver af abstrakt málurum heimsins. Birtan er síbreytileg þar sem hún dansar við fjöllin og náttúru landsins.“ Raxi segir undraveröld Ísland í raun óþrjótandi og eigi fáa sinn líka. „Á komandi vikum munum við leitast við að fljúga yfir Ísland og deila þeim hughrifum sem landið gefur þar sem frelsi fuglsins nýtur sín,“ segir Raxi sem einnig hyggur á sérstaka ferð til Grænlands. Blávatn á Mýrdalsjökli.vísir/rax Við skulum leyfa myndum úr safni Raxa, en þó aðeins broti, að tala sínu máli: Á Suðurlandi milli Hellu og Hvolsvallar.vísir/rax Heyskapur á Suðurlandi.vísir/rax Þetta gæti allt eins verið abstrakt málverk en hér er linsa meistarans að verki.vísir/rax Leyndardómsfullt hálendið sýnir sig en aðeins að hluta.vísir/rax Ljósmyndarinn sér óteljandi form og myndir úr óræðum jöklinum.vísir/rax Á flugi yfir Íslandi. Hér sést hvernig jöklarnir hopa.vísir/rax RAX Ljósmyndun Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
„Já, þetta er flugvélin mín. Ég á tvær. Ég tek mikið vídeó og rek þá vélina út með priki. Þetta er eins og fugl að taka mynd. Tæknin er orðin slík að það má stroka prikið út,“ segir Raxi og reynir að lýsa þessum undrum öllum fyrir blaðamanni Vísis. Vísir ætlar að birta með reglubundum hætti afrakstur ferða Raxa og þar er mörg stórmerkin að líta. Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssandi og regnbogi.vísir/rax Með Raxa í för að þessu sinni er frændi hans. „Ingólfur Arnarson Jr. landkönnuður,“ segir Raxi í gamansömum tóni. Hann segir ekki hægt að fara einn og Ingólfur sé flugmaður hjá Icelandair. Mælifell í öllu sínu veldi.vísir/rax Raxi vill ekki kannast við að hann sé ljósmyndari að atvinnu, hann segir þetta lífsstíl. „Á góðum degi á flugi yfir Íslandi, er stundum eins og að vera í öðrum heimi. Þegar horft er á landið með augum fuglsins má finna allskonar form og munstur í landinu sem allt of fáir sjá.“ Skrauti.vísir/rax Sumarið í ár hefur verið með endemum, líklega eitthvert það versta sem menn muna. En Raxi lætur það ekki á sig fá. „Þó að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í sumar og flugdagar fáir þá kemur einn og einn dagur þar sem birtir til og lífið fær lit. Þeir eru margir staðir á landinu þar sem þessi undraveröld birtist með sínum formfögru línum í landslaginu, einhverskonar abstrakt og kynjamyndir birtast. Sumt er mannana verk, annað er náttúran í sinni tærustu mynd.“ Gígur frá eldsumbrotunum á Reykjanesi.vísir/rax Og Raxi spyr hvernig Kjarval hefði málað landið hefði hann haft flugvél? „Já, eða einhver af abstrakt málurum heimsins. Birtan er síbreytileg þar sem hún dansar við fjöllin og náttúru landsins.“ Raxi segir undraveröld Ísland í raun óþrjótandi og eigi fáa sinn líka. „Á komandi vikum munum við leitast við að fljúga yfir Ísland og deila þeim hughrifum sem landið gefur þar sem frelsi fuglsins nýtur sín,“ segir Raxi sem einnig hyggur á sérstaka ferð til Grænlands. Blávatn á Mýrdalsjökli.vísir/rax Við skulum leyfa myndum úr safni Raxa, en þó aðeins broti, að tala sínu máli: Á Suðurlandi milli Hellu og Hvolsvallar.vísir/rax Heyskapur á Suðurlandi.vísir/rax Þetta gæti allt eins verið abstrakt málverk en hér er linsa meistarans að verki.vísir/rax Leyndardómsfullt hálendið sýnir sig en aðeins að hluta.vísir/rax Ljósmyndarinn sér óteljandi form og myndir úr óræðum jöklinum.vísir/rax Á flugi yfir Íslandi. Hér sést hvernig jöklarnir hopa.vísir/rax
RAX Ljósmyndun Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira