Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2024 11:52 Bolli Kristinsson vill að stofnað verði viðbótarframboð við framboð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismaður segir stofnun nýs framboðs tengdu flokknum vera mikilvægt til að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu. Einungis þeir sem hafa áorkað eitthvað í lífinu fengju sæti á lista framboðsins. Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Bolli segir fjölda fólks hafi lýst yfir ánægju sinni á hugmynd hans. „Til þess að reyna að smala saman sjálfstæðismönnum sem hafa kosið flokkinn í þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu, sextíu ár. Upp í sextíu ár! Áttræðir karlar sem ætla ekki að kjósa flokkinn og mig sárnar þetta. Mig langaði að koma með einhverja lausn til að þau gætu sætt sig við fólk á DD-listanum,“ segir Bolli. Árið 2019 sagði Bolli sig úr flokknum vegna ósættis með orkupakka þrjú. Hann skráði sig hins vegar aftur í flokkinn hálfu ári síðar. Sjálfstæðisflokkurinn sé hans flokkur og Bjarni hans formaður. Hins vegar þurfi að bregðast við minnkandi fylgi. Þá yrði DD-listinn ekki með prófkjör. „Það er sagt að Áslaug Arna og Guðlaugur Þór hafi í síðasta prófkjöri eytt sitthvorum fimmtán milljónunum. Þrjátíu milljónir farið í súginn. Við að rembast á innbyggðum sjálfstæðismönnum um að kjósa mig en ekki þig. Þetta er náttúrulega rugl,“ segir Bolli. Einungis þeir sem hafa áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Bolli segir fjölda fólks hafi lýst yfir ánægju sinni á hugmynd hans. „Til þess að reyna að smala saman sjálfstæðismönnum sem hafa kosið flokkinn í þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu, sextíu ár. Upp í sextíu ár! Áttræðir karlar sem ætla ekki að kjósa flokkinn og mig sárnar þetta. Mig langaði að koma með einhverja lausn til að þau gætu sætt sig við fólk á DD-listanum,“ segir Bolli. Árið 2019 sagði Bolli sig úr flokknum vegna ósættis með orkupakka þrjú. Hann skráði sig hins vegar aftur í flokkinn hálfu ári síðar. Sjálfstæðisflokkurinn sé hans flokkur og Bjarni hans formaður. Hins vegar þurfi að bregðast við minnkandi fylgi. Þá yrði DD-listinn ekki með prófkjör. „Það er sagt að Áslaug Arna og Guðlaugur Þór hafi í síðasta prófkjöri eytt sitthvorum fimmtán milljónunum. Þrjátíu milljónir farið í súginn. Við að rembast á innbyggðum sjálfstæðismönnum um að kjósa mig en ekki þig. Þetta er náttúrulega rugl,“ segir Bolli. Einungis þeir sem hafa áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira