Uppgjörið: Breiðablik - Minsk 6-1 | Leiðin til Lissabon byrjar með stórsigri í Kópavogi Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2024 18:16 Breiðablik fagnaði sætum sigri á Kópavogsvelli. Breiðablik vann 6-1 gegn Minsk frá Belarús í undankeppni Meistaradeildarinnar og spilar gegn Sporting frá Portúgal næsta laugardag, úrslitaleik upp á umspilseinvígi um sæti í Meistaradeildinni. Breiðablik var mun betri aðilinn allan tímann, eins og búist var við fyrirfram. Leikurinn hófst vel líka, Vigdís Lilja kom Blikum yfir eftir tæpar tvær mínútur. Mörkin og marktækifærin komu svo í stórskömmtum allan fyrri hálfleikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir átti stoðsendinguna í fyrsta markinu, skoraði svo annað markið úr frákasti eftir skot Samönthu Smith. Andrea Rut Bjarnadóttir varð þriðja á blað með glæsimarki áður en Samantha skoraði það fjórða. Eftir bæði fyrsta og fjórða markið slökku Blikakonur á sér í smástund. Það skilaði sér í frábæru færi í fyrra skiptið og svo gestamarki í seinna skiptið. Skot fyrir utan teig frá Liönu Miroshnichenko sem small í stöngina og inn. Gestirnir tóku orkuna sem markið gaf þeim með sér inn í seinni hálfleikinn en féllu fljótt aftur niður þegar Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fimmta mark Breiðabliks eftir frábæran sprett Samönthu upp hægri kantinn. Leikurinn róaðist töluvert niður eftir það, margar skiptingar en fá færi til að segja frá. Katrín Ásbjörnsdóttir bætti einu mark við undir lokin, fullkomnaði sína þrennu, kórónaði frábæra frammistöðu og innsiglaði 6-1 sigur. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði þrennu. Atvik leiksins Það er ekki úr mörgu að taka í leik sem var algjörlega í eigu eins liðs frá upphafi. Framlína Blika komst á öll á blað, Heiða Ragney sat djúpt fyrir aftan þær og vildi setja eitt mark sjálf. Þrumaði á markið beint úr aukaspyrnu af einhverju fjörutíu metra færi. Sláin út. Eftirminnilegt atvik. Stjörnur og skúrkar Framlína Blika til algjörrar fyrirmyndar. Endalaus færi og allar sem byrjuðu komust á blað. Kannski ekki alveg sömu sögu að segja um aftari leikmenn vallarins, slökktu á sér í nokkur skipti. Hefðu hundrað prósent getað haldið hreinu í þessum leik. Stemning og umgjörð Í öll horn litið og öllu til tjaldað á Meistaradeildarkvöldi í Kópavogi. Til fyrirmyndar, bæði í leik kvöldsins og utanumhaldið sem fylgdi fyrri leik dagsins. Mæting með ágætis móti og stuð í stúkunni allan tímann. Dómarar [6] Ungverskt þríeyki hélt um flautu og flögg með Ítala á hliðarlínunni sem fjórða sett af augum. Tvö atvik, eða tvö spjöld sem dómarinn sleppti, ótrúleg ákvörðun svo ekki sé meira sagt. En auðvitað ekkertsem hafði áhrif á framvindu eða niðurstöðu leiks þannig séð. Viðtöl Nik: Frammistaða í meðallagi en verður betri á laugardaginn Nik Chamberlain var sáttur með fagmannlega frammistöðu. „Þetta var fínt, frammistaðan heilt yfir, í meðallagi. Þegar við kveiktum á okkur skoruðum við frábær mörk, gerðum það sem þurfti og áttum nokkur augnablik þar sem við spiluðum stórkostlega. Kláruðum verkefnið, nú fer hugurinn á næsta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir leik. Breiðablik var auðvitað með algjöra yfirburði í kvöld, en þær fengu samt á sig mark og gáfu nokkur færi frá sér. Er það eitthvað sem angrar þjálfarann? „Já. Ég held að staðallinn sem við höfum sett sé að halda hreinu. Við slökktum á okkur á köflum í dag. Við skoruðum mikið snemma og hugsuðum með okkur að þetta yrði auðvelt, sem það var vissulega, en við komum okkur í óþarfa vandræði stundum. Ekkert áhyggjuefni samt, þetta var fagmannlega afgreitt og ég veit að við keyrum upp ákefðina fyrir leikinn á laugardaginn.“ Framundan er einvígi gegn Sporting frá Lissabon í Portúgal. Lið sem lagði Eintracht Frankfurt 2-0 fyrr í dag. Sigurvegari þess einvígis fer svo í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur. „Þetta er virkilega, virkilega gott lið. Snöggar, teknískar, agaðar og skipulagðar. Við munum sýna betri frammistöðu og sjá hvort það dugi til sigurs. Við ætlum okkur að vera betri á boltanum, betur staðsettar og einbeittar.“ Nik sagði svo frá því að Sporting spili með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að spila upp á síðkastið. „Demantur gegn demanti, það verður áhugavert. Þær geta haldið vel í boltann, eru með tekníska leikmenn á köntunum sem geta snúið snöggt og leitað fram á við. Þær eru með tvo framherja sem geta haldið boltanum með bakið í markið og stungið inn fyrir. Hraði út um allt. Öflugir miðverðir sem líður ekki illa að sitja tvær saman meðan aðrar sækja. Þetta verður án efa okkar erfiðasti leikur á tímabilinu,“ sagði Nik að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik
Breiðablik vann 6-1 gegn Minsk frá Belarús í undankeppni Meistaradeildarinnar og spilar gegn Sporting frá Portúgal næsta laugardag, úrslitaleik upp á umspilseinvígi um sæti í Meistaradeildinni. Breiðablik var mun betri aðilinn allan tímann, eins og búist var við fyrirfram. Leikurinn hófst vel líka, Vigdís Lilja kom Blikum yfir eftir tæpar tvær mínútur. Mörkin og marktækifærin komu svo í stórskömmtum allan fyrri hálfleikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir átti stoðsendinguna í fyrsta markinu, skoraði svo annað markið úr frákasti eftir skot Samönthu Smith. Andrea Rut Bjarnadóttir varð þriðja á blað með glæsimarki áður en Samantha skoraði það fjórða. Eftir bæði fyrsta og fjórða markið slökku Blikakonur á sér í smástund. Það skilaði sér í frábæru færi í fyrra skiptið og svo gestamarki í seinna skiptið. Skot fyrir utan teig frá Liönu Miroshnichenko sem small í stöngina og inn. Gestirnir tóku orkuna sem markið gaf þeim með sér inn í seinni hálfleikinn en féllu fljótt aftur niður þegar Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fimmta mark Breiðabliks eftir frábæran sprett Samönthu upp hægri kantinn. Leikurinn róaðist töluvert niður eftir það, margar skiptingar en fá færi til að segja frá. Katrín Ásbjörnsdóttir bætti einu mark við undir lokin, fullkomnaði sína þrennu, kórónaði frábæra frammistöðu og innsiglaði 6-1 sigur. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði þrennu. Atvik leiksins Það er ekki úr mörgu að taka í leik sem var algjörlega í eigu eins liðs frá upphafi. Framlína Blika komst á öll á blað, Heiða Ragney sat djúpt fyrir aftan þær og vildi setja eitt mark sjálf. Þrumaði á markið beint úr aukaspyrnu af einhverju fjörutíu metra færi. Sláin út. Eftirminnilegt atvik. Stjörnur og skúrkar Framlína Blika til algjörrar fyrirmyndar. Endalaus færi og allar sem byrjuðu komust á blað. Kannski ekki alveg sömu sögu að segja um aftari leikmenn vallarins, slökktu á sér í nokkur skipti. Hefðu hundrað prósent getað haldið hreinu í þessum leik. Stemning og umgjörð Í öll horn litið og öllu til tjaldað á Meistaradeildarkvöldi í Kópavogi. Til fyrirmyndar, bæði í leik kvöldsins og utanumhaldið sem fylgdi fyrri leik dagsins. Mæting með ágætis móti og stuð í stúkunni allan tímann. Dómarar [6] Ungverskt þríeyki hélt um flautu og flögg með Ítala á hliðarlínunni sem fjórða sett af augum. Tvö atvik, eða tvö spjöld sem dómarinn sleppti, ótrúleg ákvörðun svo ekki sé meira sagt. En auðvitað ekkertsem hafði áhrif á framvindu eða niðurstöðu leiks þannig séð. Viðtöl Nik: Frammistaða í meðallagi en verður betri á laugardaginn Nik Chamberlain var sáttur með fagmannlega frammistöðu. „Þetta var fínt, frammistaðan heilt yfir, í meðallagi. Þegar við kveiktum á okkur skoruðum við frábær mörk, gerðum það sem þurfti og áttum nokkur augnablik þar sem við spiluðum stórkostlega. Kláruðum verkefnið, nú fer hugurinn á næsta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir leik. Breiðablik var auðvitað með algjöra yfirburði í kvöld, en þær fengu samt á sig mark og gáfu nokkur færi frá sér. Er það eitthvað sem angrar þjálfarann? „Já. Ég held að staðallinn sem við höfum sett sé að halda hreinu. Við slökktum á okkur á köflum í dag. Við skoruðum mikið snemma og hugsuðum með okkur að þetta yrði auðvelt, sem það var vissulega, en við komum okkur í óþarfa vandræði stundum. Ekkert áhyggjuefni samt, þetta var fagmannlega afgreitt og ég veit að við keyrum upp ákefðina fyrir leikinn á laugardaginn.“ Framundan er einvígi gegn Sporting frá Lissabon í Portúgal. Lið sem lagði Eintracht Frankfurt 2-0 fyrr í dag. Sigurvegari þess einvígis fer svo í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur. „Þetta er virkilega, virkilega gott lið. Snöggar, teknískar, agaðar og skipulagðar. Við munum sýna betri frammistöðu og sjá hvort það dugi til sigurs. Við ætlum okkur að vera betri á boltanum, betur staðsettar og einbeittar.“ Nik sagði svo frá því að Sporting spili með tígulmiðju, sama leikkerfi og Breiðablik hefur verið að spila upp á síðkastið. „Demantur gegn demanti, það verður áhugavert. Þær geta haldið vel í boltann, eru með tekníska leikmenn á köntunum sem geta snúið snöggt og leitað fram á við. Þær eru með tvo framherja sem geta haldið boltanum með bakið í markið og stungið inn fyrir. Hraði út um allt. Öflugir miðverðir sem líður ekki illa að sitja tvær saman meðan aðrar sækja. Þetta verður án efa okkar erfiðasti leikur á tímabilinu,“ sagði Nik að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti