Daniil segir ástæðuna fyrir því að hann hafi tekið lagið úr spilun vera að hann hafi verið óánægður með útkomuna.
„Þegar ég gef út lög verð ég að hafa allt upp á tíu. Ég hlustaði á það eftir að það kom út og fannst það geta verið miklu betra. Ég vil ekki gefa aðdáendum mínum einhver lög sem ég er ekki nógu sáttur við, þó svo að aðdáendur mínir hafa verið sáttir við það,“ segir Daniil í samtali við Vísi.
Spurður hvort betrumbætt útgáfa lagsins verði gefin út svarar Daniil því játandi. Aðdáendur lagsins þurfa því ekki að örvænta.
„Ég er að fullkomna það þannig að það mun hljóma eins og það á hljóma. Það kemur annar tónlistarmaður inn í það með mér. Það kemur út á væntanlegri plötu sem kemur úr í byrjun næsta árs.“
Brot úr laginu má þó enn heyra á vef Genius.

Rísandi stjarna
Daniil er með þeim vinsælustu í íslensku rappsenunni og hefur náð miklum árangri undanfarin ár. Hann var meðal annars kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í fyrra.
Sjá einnig: Þakklátur að geta valið tónlistina fram yfir herinn
Í spilaranum hér að neðan má sá flutning Daniils og Joey Christ á Hlustendaverðlaununum í mars í fyrra: