Fylla upp í sprungur í von um að hægt verði að opna Grindavík aftur Bjarki Sigurðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 5. september 2024 20:20 Jón Gunnar Margeirsson, verktaki í Grindavík, er vongóður um að hægt verði að opna bæinn aftur á næstu vikum. Vísir/Arnar Vinna við sprungufyllingar í Grindavík gengur vel, þó að verkið vinnist seint, að sögn verktaka. Hann er fullviss um að eftir að fyllt verður í sprungur og hættusvæði girt af verði hægt að flytja aftur í bæinn. Hafist var handa við að fylla upp í sprungur í Grindavík í síðustu viku, meðal annars á Víkurbraut sem er aðalumferðaræð bæjarins. Það eru heimamenn sem vinna verkið. Verkinu er skipt upp í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga eru svæði sem sett voru í forgang eins og Víkurbrautin sem búið er að opna að hluta. „Þetta er seinlegt. Það er mikið af lögnum í götunum en það er allavegana ekkert mjög alvarlegt að sjá hér undir,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, eigandi verktakafyrirtækisins Jóns og Margeirs. Fyllt var upp í sex sprungur undir Nesvegi í sumar og segir Jón Gunnar að ekkert athugavert hafi verið að sjá þar. „En auðvitað er þetta sprungið og það þarf að laga þetta,“ segir hann. Grindavíkurbær hefur verið meira eða minna tómur frá því að meiriháttar jarðhræringar og eldsumbrot hófust fyrir tíu mánuðum. Jón Gunnar telur framkvæmdirnar skref í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. Þetta lítur nú kannski ekkert vel eins og staðan er núna en ég ætla að vona að eftir svona hálfan mánuð verði þetta allt orðið greiðfært og allt klárt hérna. Þá verður lífæðin í gegnum bæinn orðin opin. Ég hef trú á því að það geti farið að styttast í að við opnum bæinn þegar þetta er orðið klárt,“ segir verktakinn. Unnið er að því að girða hættuleg svæði af. „Óskastaðan: að opna bæinn sem allra fyrst. Lokunarpóstana í burtu og bara opna bæinn og koma lífi í bæinn. Það er það sem við þurfum. Annars gerist ekkert hérna.“ Of snemmt að segja til um goslok Nokkuð er um ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum suðvestan við Grindavík. Lögregla hefur beðið fólk um að hætta sér ekki of nálægt gosinu og hafa flestir farið eftir þeim tilmælum. Verulega hefur fjarað undan eldvirkninni síðustu daga en of snemmt er að segja til um hvort að gosinu sé við það að ljúka. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að landris sé líklegast hafið á ný undir Svartsengi en ekki sé hægt að segja til um það fyrr en eftir næstu daga. Spáð er að gosmengun geti borist yfir höfuðborgarsvæðið og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna hennar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Hafist var handa við að fylla upp í sprungur í Grindavík í síðustu viku, meðal annars á Víkurbraut sem er aðalumferðaræð bæjarins. Það eru heimamenn sem vinna verkið. Verkinu er skipt upp í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga eru svæði sem sett voru í forgang eins og Víkurbrautin sem búið er að opna að hluta. „Þetta er seinlegt. Það er mikið af lögnum í götunum en það er allavegana ekkert mjög alvarlegt að sjá hér undir,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, eigandi verktakafyrirtækisins Jóns og Margeirs. Fyllt var upp í sex sprungur undir Nesvegi í sumar og segir Jón Gunnar að ekkert athugavert hafi verið að sjá þar. „En auðvitað er þetta sprungið og það þarf að laga þetta,“ segir hann. Grindavíkurbær hefur verið meira eða minna tómur frá því að meiriháttar jarðhræringar og eldsumbrot hófust fyrir tíu mánuðum. Jón Gunnar telur framkvæmdirnar skref í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. Þetta lítur nú kannski ekkert vel eins og staðan er núna en ég ætla að vona að eftir svona hálfan mánuð verði þetta allt orðið greiðfært og allt klárt hérna. Þá verður lífæðin í gegnum bæinn orðin opin. Ég hef trú á því að það geti farið að styttast í að við opnum bæinn þegar þetta er orðið klárt,“ segir verktakinn. Unnið er að því að girða hættuleg svæði af. „Óskastaðan: að opna bæinn sem allra fyrst. Lokunarpóstana í burtu og bara opna bæinn og koma lífi í bæinn. Það er það sem við þurfum. Annars gerist ekkert hérna.“ Of snemmt að segja til um goslok Nokkuð er um ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum suðvestan við Grindavík. Lögregla hefur beðið fólk um að hætta sér ekki of nálægt gosinu og hafa flestir farið eftir þeim tilmælum. Verulega hefur fjarað undan eldvirkninni síðustu daga en of snemmt er að segja til um hvort að gosinu sé við það að ljúka. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að landris sé líklegast hafið á ný undir Svartsengi en ekki sé hægt að segja til um það fyrr en eftir næstu daga. Spáð er að gosmengun geti borist yfir höfuðborgarsvæðið og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna hennar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira