Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 10:07 Halla Tómasdóttir fagnar nýjum tölum á kosningavöku þann 1. júní síðastliðinn. Hún vann nokkuð öruggan sigur í kosningunum. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. Fimmtán fyrirtæki styrktu Höllu um 400 þúsund krónur sem er hámarkið sem einstakur aðili má leggja til framboðs. Fjögur fyrirtæki styrktu um 300 þúsund krónur, eitt 250 þúsund krónur og tólf um 200 þúsund krónur. Fjöldi fyrirtækja styrkti framboðið um lægri upphæð. Meðal styrkjenda má nefna Ölgerðina, Pfaff, Veritas, Eldingu hvalaskoðun, Bonafide lögmenn og KP Capital en samalangt styrktu á sjötta tug fyrirtækja Höllu um ellefu og hálfa milljón króna. Fyrirtækin sem lögðu Höllu til fjármagn í framboðið má sjá hér. Þá lagði Eik fasteignafélag til húsnæði undir kosningaskrifstofu við Ármúla en framlagið var metið á 400 þúsund krónur. Þá hafði Halla afnot af bíl frá BL og var framlagið metið á 178 þúsund krónur. Alls styrktu rúmlega 160 einstaklingar framboð Höllu um fjárhæðir lægri en 300 þúsund krónur. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, Hilmar Kjartansson, Ragnheiður Jóna Jónasdóttir og Svava Kristinsdóttir styrktu hana um 400 þúsund krónur. Berglind Björk Jónsdóttir, Ólöf Salomon Guðmundsdóttir og Sigurjón Sighvatsson lögðu til 300 þúsund krónur Í útgjaldalið Höllu má sjá að 3,3 milljónir króna fóru í rekstur skrifstofu, tæplega 19 milljónir í auglýsingar og kynningar, 3,6 milljónir í ferðalög og fundi en annar kostnaður nam rúmlega hundrað þúsund krónum. Heildarkostnaður var því 26 milljónir en framlögin í heild rúmlega 22 milljónir. Halla greiddi því tæplega fjórar milljónir úr eigin vasa. Halla hlaut 34 prósent atkvæða í kosningunum en Katrín Jakobsdóttir kom næst með 25 prósent. Uppgjörið á vef Ríkisendurskoðunar. Halla Tómasdóttir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fimmtán fyrirtæki styrktu Höllu um 400 þúsund krónur sem er hámarkið sem einstakur aðili má leggja til framboðs. Fjögur fyrirtæki styrktu um 300 þúsund krónur, eitt 250 þúsund krónur og tólf um 200 þúsund krónur. Fjöldi fyrirtækja styrkti framboðið um lægri upphæð. Meðal styrkjenda má nefna Ölgerðina, Pfaff, Veritas, Eldingu hvalaskoðun, Bonafide lögmenn og KP Capital en samalangt styrktu á sjötta tug fyrirtækja Höllu um ellefu og hálfa milljón króna. Fyrirtækin sem lögðu Höllu til fjármagn í framboðið má sjá hér. Þá lagði Eik fasteignafélag til húsnæði undir kosningaskrifstofu við Ármúla en framlagið var metið á 400 þúsund krónur. Þá hafði Halla afnot af bíl frá BL og var framlagið metið á 178 þúsund krónur. Alls styrktu rúmlega 160 einstaklingar framboð Höllu um fjárhæðir lægri en 300 þúsund krónur. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, Hilmar Kjartansson, Ragnheiður Jóna Jónasdóttir og Svava Kristinsdóttir styrktu hana um 400 þúsund krónur. Berglind Björk Jónsdóttir, Ólöf Salomon Guðmundsdóttir og Sigurjón Sighvatsson lögðu til 300 þúsund krónur Í útgjaldalið Höllu má sjá að 3,3 milljónir króna fóru í rekstur skrifstofu, tæplega 19 milljónir í auglýsingar og kynningar, 3,6 milljónir í ferðalög og fundi en annar kostnaður nam rúmlega hundrað þúsund krónum. Heildarkostnaður var því 26 milljónir en framlögin í heild rúmlega 22 milljónir. Halla greiddi því tæplega fjórar milljónir úr eigin vasa. Halla hlaut 34 prósent atkvæða í kosningunum en Katrín Jakobsdóttir kom næst með 25 prósent. Uppgjörið á vef Ríkisendurskoðunar.
Halla Tómasdóttir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17
Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47