Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 10:07 Halla Tómasdóttir fagnar nýjum tölum á kosningavöku þann 1. júní síðastliðinn. Hún vann nokkuð öruggan sigur í kosningunum. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. Fimmtán fyrirtæki styrktu Höllu um 400 þúsund krónur sem er hámarkið sem einstakur aðili má leggja til framboðs. Fjögur fyrirtæki styrktu um 300 þúsund krónur, eitt 250 þúsund krónur og tólf um 200 þúsund krónur. Fjöldi fyrirtækja styrkti framboðið um lægri upphæð. Meðal styrkjenda má nefna Ölgerðina, Pfaff, Veritas, Eldingu hvalaskoðun, Bonafide lögmenn og KP Capital en samalangt styrktu á sjötta tug fyrirtækja Höllu um ellefu og hálfa milljón króna. Fyrirtækin sem lögðu Höllu til fjármagn í framboðið má sjá hér. Þá lagði Eik fasteignafélag til húsnæði undir kosningaskrifstofu við Ármúla en framlagið var metið á 400 þúsund krónur. Þá hafði Halla afnot af bíl frá BL og var framlagið metið á 178 þúsund krónur. Alls styrktu rúmlega 160 einstaklingar framboð Höllu um fjárhæðir lægri en 300 þúsund krónur. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, Hilmar Kjartansson, Ragnheiður Jóna Jónasdóttir og Svava Kristinsdóttir styrktu hana um 400 þúsund krónur. Berglind Björk Jónsdóttir, Ólöf Salomon Guðmundsdóttir og Sigurjón Sighvatsson lögðu til 300 þúsund krónur Í útgjaldalið Höllu má sjá að 3,3 milljónir króna fóru í rekstur skrifstofu, tæplega 19 milljónir í auglýsingar og kynningar, 3,6 milljónir í ferðalög og fundi en annar kostnaður nam rúmlega hundrað þúsund krónum. Heildarkostnaður var því 26 milljónir en framlögin í heild rúmlega 22 milljónir. Halla greiddi því tæplega fjórar milljónir úr eigin vasa. Halla hlaut 34 prósent atkvæða í kosningunum en Katrín Jakobsdóttir kom næst með 25 prósent. Uppgjörið á vef Ríkisendurskoðunar. Halla Tómasdóttir Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Fimmtán fyrirtæki styrktu Höllu um 400 þúsund krónur sem er hámarkið sem einstakur aðili má leggja til framboðs. Fjögur fyrirtæki styrktu um 300 þúsund krónur, eitt 250 þúsund krónur og tólf um 200 þúsund krónur. Fjöldi fyrirtækja styrkti framboðið um lægri upphæð. Meðal styrkjenda má nefna Ölgerðina, Pfaff, Veritas, Eldingu hvalaskoðun, Bonafide lögmenn og KP Capital en samalangt styrktu á sjötta tug fyrirtækja Höllu um ellefu og hálfa milljón króna. Fyrirtækin sem lögðu Höllu til fjármagn í framboðið má sjá hér. Þá lagði Eik fasteignafélag til húsnæði undir kosningaskrifstofu við Ármúla en framlagið var metið á 400 þúsund krónur. Þá hafði Halla afnot af bíl frá BL og var framlagið metið á 178 þúsund krónur. Alls styrktu rúmlega 160 einstaklingar framboð Höllu um fjárhæðir lægri en 300 þúsund krónur. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, Hilmar Kjartansson, Ragnheiður Jóna Jónasdóttir og Svava Kristinsdóttir styrktu hana um 400 þúsund krónur. Berglind Björk Jónsdóttir, Ólöf Salomon Guðmundsdóttir og Sigurjón Sighvatsson lögðu til 300 þúsund krónur Í útgjaldalið Höllu má sjá að 3,3 milljónir króna fóru í rekstur skrifstofu, tæplega 19 milljónir í auglýsingar og kynningar, 3,6 milljónir í ferðalög og fundi en annar kostnaður nam rúmlega hundrað þúsund krónum. Heildarkostnaður var því 26 milljónir en framlögin í heild rúmlega 22 milljónir. Halla greiddi því tæplega fjórar milljónir úr eigin vasa. Halla hlaut 34 prósent atkvæða í kosningunum en Katrín Jakobsdóttir kom næst með 25 prósent. Uppgjörið á vef Ríkisendurskoðunar.
Halla Tómasdóttir Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17
Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47