Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2024 12:50 Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir ljóst að flestir hafi skoðun á nýrri auglýsingu félagsins. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi Ný auglýsingaherferð flugfélagsins Play, þar sem fáklæddir líkamar sjást hoppa og skoppa áður en tilboð er kynnt hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Þeir sem gagnrýna auglýsingarnar hafa haldið því fram að í þeim felist hlutgerving og kvenfyrirlitning. „Markmiðið okkar er alltaf að gera skemmtilegar auglýsingar og vekja athygli sem tókst tvímælalaust í þessu tilfelli. Þetta hefur sannarlega vakið athygli, en þetta er auðvitað mjög umdeilt og það er mjög áhugavert að sjá hvernig fólk skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þessara auglýsinga,“ segir Nadine í samtali við fréttastofu. „Og það er allavegana alveg ljóst að flestir hafa skoðun, en eins og ég segi er þetta fyrst og fremst hugsað sem skemmtilega leið til að vekja athygli og umtal en að sjálfsögðu ekki til að særa neinn.“ Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Það er nefnilega þannig að mannslíkaminn vekur alltaf athygli og það er tilgangurinn hér. En svo auðvitað fögnum við öðrum sjónarmiðum og það er svo sannarlega á nógu að taka á samfélagsmiðlunum okkar þessa stundina.“ Þá bendir hún á að undanfarið hafi Play sýnt alls konar fólk og styttur í sínu markaðsefni. „Í sumar höfum við sýnt alls konar fólk og styttur í sundfötum í okkar markaðsefni. Við höfum tekið upp á ýmsu í þeim málum og herferðirnar eru auðvitað misdjarfar eftir aðstæðum og markmiðum.“ Sumir þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingaherferðina segja hana innihalda kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Nadine segir ljóst að enginn sé sýndur í neikvæðu ljósi. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá.“ Hafið þið tekið eftir einhverri breytingu í sölum eftir að auglýsingarnar fóru í loftið? „Salan er bara mjög jákvæð, eins og alltaf þegar við erum með góð tilboð. Ég er gömul fréttakona og mér finnst stóra fréttin hérna vera að við séum með tuttugu prósent afslátt á öllu flugi.“ Auglýsinga- og markaðsmál Play Samfélagsmiðlar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ný auglýsingaherferð flugfélagsins Play, þar sem fáklæddir líkamar sjást hoppa og skoppa áður en tilboð er kynnt hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Þeir sem gagnrýna auglýsingarnar hafa haldið því fram að í þeim felist hlutgerving og kvenfyrirlitning. „Markmiðið okkar er alltaf að gera skemmtilegar auglýsingar og vekja athygli sem tókst tvímælalaust í þessu tilfelli. Þetta hefur sannarlega vakið athygli, en þetta er auðvitað mjög umdeilt og það er mjög áhugavert að sjá hvernig fólk skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þessara auglýsinga,“ segir Nadine í samtali við fréttastofu. „Og það er allavegana alveg ljóst að flestir hafa skoðun, en eins og ég segi er þetta fyrst og fremst hugsað sem skemmtilega leið til að vekja athygli og umtal en að sjálfsögðu ekki til að særa neinn.“ Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Það er nefnilega þannig að mannslíkaminn vekur alltaf athygli og það er tilgangurinn hér. En svo auðvitað fögnum við öðrum sjónarmiðum og það er svo sannarlega á nógu að taka á samfélagsmiðlunum okkar þessa stundina.“ Þá bendir hún á að undanfarið hafi Play sýnt alls konar fólk og styttur í sínu markaðsefni. „Í sumar höfum við sýnt alls konar fólk og styttur í sundfötum í okkar markaðsefni. Við höfum tekið upp á ýmsu í þeim málum og herferðirnar eru auðvitað misdjarfar eftir aðstæðum og markmiðum.“ Sumir þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingaherferðina segja hana innihalda kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Nadine segir ljóst að enginn sé sýndur í neikvæðu ljósi. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá.“ Hafið þið tekið eftir einhverri breytingu í sölum eftir að auglýsingarnar fóru í loftið? „Salan er bara mjög jákvæð, eins og alltaf þegar við erum með góð tilboð. Ég er gömul fréttakona og mér finnst stóra fréttin hérna vera að við séum með tuttugu prósent afslátt á öllu flugi.“
Auglýsinga- og markaðsmál Play Samfélagsmiðlar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira