Hvetja fleiri til að láta mála vegglistaverk Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 21:35 Adam Flint Taylor, fagstjóri í grafískri hönnun við LHÍ, og Natka Klimowicz, myndlistarkona. Vísir/Einar Búið er að kortleggja staðsetningu yfir 160 vegglistaverka í Reykjavík á nýju korti borgar. Listunnendur vilja sjá fleiri verk í úthverfum og utan höfuðborgarsvæðis. Þrátt fyrir að maður taki ekki alltaf eftir þeim leynast falleg vegglistaverk víða um borgina. Verkin eru eftir fjölda listamanna en eiga það flest sameiginlegt að vera í miðborginni, eins og sjá má á kortinu sem Reykjavíkurborg hefur gert aðgengilegt öllum. Á kortinu er hægt að sjá hvar má finna verkin og hver málaði þau. Listakona sem hefur gert nokkur verk í borginni, þar á meðal þetta á myndinni fyrir neðan, segir kortið gera mikið fyrir bæði borgarbraginn og listamennina. Natka málaði þetta verk á húsnæði Andrýmis við Bergþórugötu.Vísir/Einar „Þetta gerir manni kleift að upplifa borgina á annan hátt. Maður getur farið eftir kortinu og séð veggmyndirnar, fylgt þeim um borgina,“ segir Natka Klimowicz, myndlistarkona. Adam Flint Taylor, fagstjóri í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, er mikill áhugamaður um veggjalist. „Ég held að þær auki menningarlegan skilning því margar veggmyndir hafa einhvers konar menningarlega tengingu. Sumar veggmyndirnar sem við tölum um tengjast listasögu Íslands. Svo ég held að þær hjálpi til við að segja þá sögu í almannarýminu,“ segir Adam. Veggjalist getur bætt lífi við hinar ýmsu byggingar.Vísir/Einar Þau hvetja húseigendur í úthverfum borgarinnar að heyra í listamönnum og láta mála vegglistaverk. Einnig fólk utan höfuðborgarsvæðisins. „Það er hægt að gera eitthvað sem íbúarnir vilja, eitthvað sem uppfyllir þarfir þeirra og fjallar um það sem er mikilvægt fyrir þá. Svo það er ekki bara þannig að listamaður geri veggmynd út frá sjálfum sér heldur getur það verið samstarfsverkefni,“ segir Natka. Það eru ekki öll verk á kortinu sem er alltaf að stækka. Þeir sem eru með ábendingar um verk sem vantar geta sent póst á veggjalist@gmail.com. Myndlist Arkitektúr Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Þrátt fyrir að maður taki ekki alltaf eftir þeim leynast falleg vegglistaverk víða um borgina. Verkin eru eftir fjölda listamanna en eiga það flest sameiginlegt að vera í miðborginni, eins og sjá má á kortinu sem Reykjavíkurborg hefur gert aðgengilegt öllum. Á kortinu er hægt að sjá hvar má finna verkin og hver málaði þau. Listakona sem hefur gert nokkur verk í borginni, þar á meðal þetta á myndinni fyrir neðan, segir kortið gera mikið fyrir bæði borgarbraginn og listamennina. Natka málaði þetta verk á húsnæði Andrýmis við Bergþórugötu.Vísir/Einar „Þetta gerir manni kleift að upplifa borgina á annan hátt. Maður getur farið eftir kortinu og séð veggmyndirnar, fylgt þeim um borgina,“ segir Natka Klimowicz, myndlistarkona. Adam Flint Taylor, fagstjóri í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, er mikill áhugamaður um veggjalist. „Ég held að þær auki menningarlegan skilning því margar veggmyndir hafa einhvers konar menningarlega tengingu. Sumar veggmyndirnar sem við tölum um tengjast listasögu Íslands. Svo ég held að þær hjálpi til við að segja þá sögu í almannarýminu,“ segir Adam. Veggjalist getur bætt lífi við hinar ýmsu byggingar.Vísir/Einar Þau hvetja húseigendur í úthverfum borgarinnar að heyra í listamönnum og láta mála vegglistaverk. Einnig fólk utan höfuðborgarsvæðisins. „Það er hægt að gera eitthvað sem íbúarnir vilja, eitthvað sem uppfyllir þarfir þeirra og fjallar um það sem er mikilvægt fyrir þá. Svo það er ekki bara þannig að listamaður geri veggmynd út frá sjálfum sér heldur getur það verið samstarfsverkefni,“ segir Natka. Það eru ekki öll verk á kortinu sem er alltaf að stækka. Þeir sem eru með ábendingar um verk sem vantar geta sent póst á veggjalist@gmail.com.
Myndlist Arkitektúr Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira