Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 15:37 Brynjar Níelsson furðar sig á viðbrögðum fólks við „saklausri auglýsingu“ Play sem olli fjaðrafoki í vikunni. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson segir kynþokka og gleði vera eitur í beinum þeirra sem kenni sig við kvenfrelsi og jafnrétti og vísar þar í þau hörðu viðbrögð sem umdeild auglýsingaherferð Play vakti í vikunni. Herferð Play hefur verið á milli tannanna á fólki frá því á föstudag vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingarnar eru Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sem sagði herferðina taktlausa og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem sagði hana hlutgera og afmennska konur. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, svaraði gagnrýnisröddum og sagði auglýsingarnar gerðar til að vekja athygli á skemmtilegan hátt og þær sýndu ekki neinn í neikvæðu ljósi. Nú þegar gagnrýni á auglýsinguna hefur komið fram í umræðunni og jafnframt svar við þeirri gagnrýni er næsti kafli í sögunni gagnrýni á gagnrýnina. Brynjar Níelsson kveður sér þar hljóðs. Nú eigi að láta menn hörfa undan ofstækinu „Fólk sem er með samanbitnar varir og lítur aldrei glaðan dag yfir óréttlæti heimsins froðufellir og reytir hár sitt yfir saklausri auglýsingu flugfélagsins Play,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sinni. „Nú á að láta menn hörfa undan ofstækinu og ekki verður gefið eftir fyrr en beðist verður afsökunar og auglýsingin tekin úr birtingu. Gömlu fangaverjurnar úr Gulaginu ná alltaf sínu fram,“ bætir hann við. Þá segist hann vera farinn að skilja hvers vegna íslenskir femínistar séu svona skilningsríkir á búrkuskyldu, sem viðgangist víða í heiminum og telji kvenfrelsi vera meira í Íran en á Íslandi. Búrkan sé hluti af baráttunni gegn kvenfyrirlitningu. „Mikið er ég glaður yfir því að vera orðinn gamall maður og sennilega dauður þegar Semur og Drífur þessa lands verða allsráðandi,“ segir hann að lokum. Play Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50 Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Herferð Play hefur verið á milli tannanna á fólki frá því á föstudag vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingarnar eru Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, sem sagði herferðina taktlausa og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sem sagði hana hlutgera og afmennska konur. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, svaraði gagnrýnisröddum og sagði auglýsingarnar gerðar til að vekja athygli á skemmtilegan hátt og þær sýndu ekki neinn í neikvæðu ljósi. Nú þegar gagnrýni á auglýsinguna hefur komið fram í umræðunni og jafnframt svar við þeirri gagnrýni er næsti kafli í sögunni gagnrýni á gagnrýnina. Brynjar Níelsson kveður sér þar hljóðs. Nú eigi að láta menn hörfa undan ofstækinu „Fólk sem er með samanbitnar varir og lítur aldrei glaðan dag yfir óréttlæti heimsins froðufellir og reytir hár sitt yfir saklausri auglýsingu flugfélagsins Play,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sinni. „Nú á að láta menn hörfa undan ofstækinu og ekki verður gefið eftir fyrr en beðist verður afsökunar og auglýsingin tekin úr birtingu. Gömlu fangaverjurnar úr Gulaginu ná alltaf sínu fram,“ bætir hann við. Þá segist hann vera farinn að skilja hvers vegna íslenskir femínistar séu svona skilningsríkir á búrkuskyldu, sem viðgangist víða í heiminum og telji kvenfrelsi vera meira í Íran en á Íslandi. Búrkan sé hluti af baráttunni gegn kvenfyrirlitningu. „Mikið er ég glaður yfir því að vera orðinn gamall maður og sennilega dauður þegar Semur og Drífur þessa lands verða allsráðandi,“ segir hann að lokum.
Play Jafnréttismál Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50 Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi 7. september 2024 12:50
Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. 6. september 2024 23:32