Hundamatur í uppáhaldi hjá æðarfugli á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2024 20:06 Dalrós Líf Richter á Akranesi og æðarfuglinn Dúdú, sem eru perluvinir enda hugsar Dalrós einstaklega vel um fuglinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yndislegt samband hefur skapast á milli unglingsstúlku á Akranesi og fjörutíu og fimm daga æðarfugls, sem stelpan hefur tekið að sér. Fuglinn, sem heitir Dúdú elskar mest af öllu hundamat og mjölorma. Í húsinu við Skagabraut 15 býr Dalrós Líf með fjölskyldu sinni og dýrunum á heimilinu en þar er meðal annars hundur, köttur og nokkrar hænur út í garði. En nú er það æðarfuglinn Dúdú sem á allan hug Dalrósar og fjölskyldu en hún bjargaði honum úr eggi í hreiðri, sem mamma hans hafði yfirgefið. „Hann vill ekkert fara frá mér, ég er búin að reyna að sleppa honum. Hann elskar mig og manneskjur en ekki dýr,” segir Dalrós Líf og bætir við. „Ég fer út á sjó og læt hann synda, fer svo út á bryggju, þar hoppar hann stundum sjálfur út í á meðan ég er að veiða mat fyrir hann eða eitthvað þannig.” Dúdú er mjög hrifin af hundamatnum á heimilinu þó hann sé fyrst og fremst ætlaður hundinum sjálfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós fer líka oft með Dúdú út í garð þar sem hann fær að leika sér og svo fara þau stundum út að ganga saman og vekja þá alltaf mikla athygli á Akranesi. En hvað fær hann að borða hjá þér? „Á meðan þeir eru að vaxa þá þurfa þeir að borða tvisvar sinnum líkamsþyngd sína á degi. Hann borðar rækjur, síli, þorska, marflær, sjávarsnigla, krabba, skelfiskur. Hann er líka alltaf að stelast í hundamat og svo er ég farin að rækta mjölorma fyrir hann.” Mamma Dalrósar, Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, segir að hún hafi alltaf haft mjög mikill áhuga á öllum dýrum og því komi henni ekkert á óvart við það að hún hafi tekið Dúdú að sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós segir heilmikla vinnu að hugsa um Dúdú, hann skíti til dæmis tuttugu sinnum á hverjum klukkutíma enda sé hún endalaust að þrífa eftir hann. Hún veit ekki enn hvort fuglinn er karlkyns eða kvenkyns. „Ef hann verður strákur þá á hann að heita Kappi af því að hann er alltaf að synda og er svona sundkappi en ef það er stelpa þá er það Glytta af því að honum finnst svakalega gaman að synda í gegnum marglyttur,” segir Dalrós. Og Dúdú fer meira að segja reglulega í sturtu á Skagabrautinni og finnst það mjög, mjög gaman. Þetta er svolítið sérstakur fugl? „Já, mjög svo, ég held að hann sé bara með jafn mikið ADHD og ég,” segir Dalrós hlæjandi um leið og hún gefur Dúdú gott knús. Dúdú finnst mjög gaman að fara í sturtu og láta vatnið sprautast yfir sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Fuglar Dýr Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Í húsinu við Skagabraut 15 býr Dalrós Líf með fjölskyldu sinni og dýrunum á heimilinu en þar er meðal annars hundur, köttur og nokkrar hænur út í garði. En nú er það æðarfuglinn Dúdú sem á allan hug Dalrósar og fjölskyldu en hún bjargaði honum úr eggi í hreiðri, sem mamma hans hafði yfirgefið. „Hann vill ekkert fara frá mér, ég er búin að reyna að sleppa honum. Hann elskar mig og manneskjur en ekki dýr,” segir Dalrós Líf og bætir við. „Ég fer út á sjó og læt hann synda, fer svo út á bryggju, þar hoppar hann stundum sjálfur út í á meðan ég er að veiða mat fyrir hann eða eitthvað þannig.” Dúdú er mjög hrifin af hundamatnum á heimilinu þó hann sé fyrst og fremst ætlaður hundinum sjálfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós fer líka oft með Dúdú út í garð þar sem hann fær að leika sér og svo fara þau stundum út að ganga saman og vekja þá alltaf mikla athygli á Akranesi. En hvað fær hann að borða hjá þér? „Á meðan þeir eru að vaxa þá þurfa þeir að borða tvisvar sinnum líkamsþyngd sína á degi. Hann borðar rækjur, síli, þorska, marflær, sjávarsnigla, krabba, skelfiskur. Hann er líka alltaf að stelast í hundamat og svo er ég farin að rækta mjölorma fyrir hann.” Mamma Dalrósar, Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, segir að hún hafi alltaf haft mjög mikill áhuga á öllum dýrum og því komi henni ekkert á óvart við það að hún hafi tekið Dúdú að sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós segir heilmikla vinnu að hugsa um Dúdú, hann skíti til dæmis tuttugu sinnum á hverjum klukkutíma enda sé hún endalaust að þrífa eftir hann. Hún veit ekki enn hvort fuglinn er karlkyns eða kvenkyns. „Ef hann verður strákur þá á hann að heita Kappi af því að hann er alltaf að synda og er svona sundkappi en ef það er stelpa þá er það Glytta af því að honum finnst svakalega gaman að synda í gegnum marglyttur,” segir Dalrós. Og Dúdú fer meira að segja reglulega í sturtu á Skagabrautinni og finnst það mjög, mjög gaman. Þetta er svolítið sérstakur fugl? „Já, mjög svo, ég held að hann sé bara með jafn mikið ADHD og ég,” segir Dalrós hlæjandi um leið og hún gefur Dúdú gott knús. Dúdú finnst mjög gaman að fara í sturtu og láta vatnið sprautast yfir sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Fuglar Dýr Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira