Skoða að breyta Hópinu í safn Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 19:25 Sprungan í Hópinu. Kristinn Magnússon Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni. Frá því að Grindavík var fyrst rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári hefur bærinn verinn lokaður almenningi. Umferð inn í bæinn hefur verið stjórnað á þremur lokunarpóstum en nú vill bæjarráð losna við þessa lokunarpósta og hleypa þeim sem vilja inn í bæinn. „Við bara bókuðum þetta síðastliðinn þriðjudag. Bærinn hefur verið lokaður í tíu mánuði og það hefur mikil vinna farið fram hér innanbæjar. Við að gera bæinn öruggan. Við viljum bara sjá ákveðna framþróun,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.Vísir/Bjarni Hún nefnir sem dæmi að ferðamenn hlaupi um allar trissur á nýstorknuðu hrauni án þess að þurfa að fara í gegnum nokkurn lokunarpóst til þess. Öryggi yrði haft í fyrirrúmi yrði bærinn opnaður. „Þegar maður horfir til til dæmis ferðamannanna sem eru hérna hinum megin við hólinn þar sem öryggið er ekki mikið, þá teljum við að við getum tekið á móti fólki og opnað bæinn fyrir bæjarbúum,“ segir Ásrún. „Ég keyrði hingað áðan og maður sá að ferðamennirnir voru að klifra á hrauninu. En við höfum svo margt að sýna hér. Mér finnst synd að fólk skuli ekki fá að upplifa þennan heimsatburð.“ Svo er það íþróttamiðstöð Grindvíkinga, Hópið. Í júní var ákveðið að rífa húsið en risastór sprunga fannst undir gervigrasinu þar undir. En nú eru önnur teikn á lofti og húsið fær að standa. Að minnsta kosti í bili. „Húsið er altjónað og þarna liggur sprunga í gegn, það er rétt. En það kom bréf frá Batteríinu sem er verkfræði- og arkitektúrstofa, um að við myndum skoða allar ákvarðanir við tökum, litlar sem smáar. Við myndum horfa til framtíðar því hér verður mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn,“ segir Ásrún. Hinkra á aðeins og sjá hvort mögulega sé hægt að breyta hópinu í safn um jarðhræringarnar í Grindavík. „Þeir segja það sem hafa farið þangað inn að þetta sé ótrúleg upplifun. Að vera þarna inni og sjá sprunguna í gegn,“ segir Ásrún. Íþróttamiðstöðin í Grindavík gæti orðið að safni.Vísir/Bjarni Þannig þið ætlið aðeins að bíða og sjá, mögulega fer húsið og mögulega ekki. Þið ætlið bara aðeins að meta stöðuna upp á nýtt? „Já, við ætlum bara að anda ofan í kviðinn og sjá hvað verður. Hvaða skynsamlegu ákvörðun við tökum,“ segir Ásrún. Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Frá því að Grindavík var fyrst rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári hefur bærinn verinn lokaður almenningi. Umferð inn í bæinn hefur verið stjórnað á þremur lokunarpóstum en nú vill bæjarráð losna við þessa lokunarpósta og hleypa þeim sem vilja inn í bæinn. „Við bara bókuðum þetta síðastliðinn þriðjudag. Bærinn hefur verið lokaður í tíu mánuði og það hefur mikil vinna farið fram hér innanbæjar. Við að gera bæinn öruggan. Við viljum bara sjá ákveðna framþróun,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.Vísir/Bjarni Hún nefnir sem dæmi að ferðamenn hlaupi um allar trissur á nýstorknuðu hrauni án þess að þurfa að fara í gegnum nokkurn lokunarpóst til þess. Öryggi yrði haft í fyrirrúmi yrði bærinn opnaður. „Þegar maður horfir til til dæmis ferðamannanna sem eru hérna hinum megin við hólinn þar sem öryggið er ekki mikið, þá teljum við að við getum tekið á móti fólki og opnað bæinn fyrir bæjarbúum,“ segir Ásrún. „Ég keyrði hingað áðan og maður sá að ferðamennirnir voru að klifra á hrauninu. En við höfum svo margt að sýna hér. Mér finnst synd að fólk skuli ekki fá að upplifa þennan heimsatburð.“ Svo er það íþróttamiðstöð Grindvíkinga, Hópið. Í júní var ákveðið að rífa húsið en risastór sprunga fannst undir gervigrasinu þar undir. En nú eru önnur teikn á lofti og húsið fær að standa. Að minnsta kosti í bili. „Húsið er altjónað og þarna liggur sprunga í gegn, það er rétt. En það kom bréf frá Batteríinu sem er verkfræði- og arkitektúrstofa, um að við myndum skoða allar ákvarðanir við tökum, litlar sem smáar. Við myndum horfa til framtíðar því hér verður mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn,“ segir Ásrún. Hinkra á aðeins og sjá hvort mögulega sé hægt að breyta hópinu í safn um jarðhræringarnar í Grindavík. „Þeir segja það sem hafa farið þangað inn að þetta sé ótrúleg upplifun. Að vera þarna inni og sjá sprunguna í gegn,“ segir Ásrún. Íþróttamiðstöðin í Grindavík gæti orðið að safni.Vísir/Bjarni Þannig þið ætlið aðeins að bíða og sjá, mögulega fer húsið og mögulega ekki. Þið ætlið bara aðeins að meta stöðuna upp á nýtt? „Já, við ætlum bara að anda ofan í kviðinn og sjá hvað verður. Hvaða skynsamlegu ákvörðun við tökum,“ segir Ásrún.
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira