Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. september 2024 13:30 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, átti sæti í stýrihópnum sem skilaði skýrslu til ráðherra fyrir rúmu ári síðan. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. Fyrir rúmum tveimur árum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp sérfræðinga sem var falið að kortleggja og greina þjónustuþörf barna með fjölþættan vanda eða miklar þroska- og geðraskanir. Þá var hópnum falið að endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu. Hópurinn skilaði af sér skýrslu með tillögum fyrir rúmu ári, sem virðist hafa legið ofan í skúffu síðan. Málið strandar á fjármögnun að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem átti sæti í stýrihópnum. Hún segir bæjarstjóra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóra hafa óskað eftir fundi með ráðherrum sem málaflokkurinn heyrir undir. „Við bíðum bara eftir þeim fundi en viljum leggja áherslu á að þessi skýrsla verði tekin upp og að unnið verði eftir henni,“ segir Regína. Regína bendir á að það hafi gengið vel að stytta biðlista á Bugl. Í dag bíða börn að meðaltali í um þrjá mánuði eftir þjónustu, sem Regína segir þó enn vera of langan tíma. Tugir á biðlista Samkvæmt kortlagningu hópsins þurftu 127 börn á úrræðum að halda þegar skýrslan var unnin. Hluti þeirra var þegar í þjónustu en tugir á biðlista. Í skýrslunni eru lögð til nokkur úrræði en Regína leggur sérstaka áherslu á eitt þeirra; stigskiptan búsetukjarna þar sem börn gætu fengið þjónustu eftir þörfum. „Við gætum verið þar með mismunandi hópa en samnýtt starfsfólk og værum með eitt til tvö börn í hverri einingu þó þetta væri samrekið. Þetta eru þá börn með mjög alvarlegan geð- og þroskavanda og tengslaröskun,“ segir Regína og bætir við undir þennan hóp falli börn sem eru sum hver vistuð í einkareknum úrræðum í dag, líkt og í Klettabæ og Vinakoti. Þess fyrir utan þurfi einnig að huga að ósakhæfum börnum sem þurfi vistun vegna alvarlegra afbrota. Þjónusta við hópinn er í skýrslunni sögð vera brotakennd, dreifð og flókin. Regína segir að með búsetukjarna sem þessum yrði til þekking í málaflokknum á einum stað. „Þarna held ég að sé afar brýnt að við komum upp miðlægri þjónustu og þekkingu sem hægt er að miðla. Við teljum að það þurfi að gera betur og að það þurfi að leysa úr þessum hnút sem fjármögnunin er,“ segir Regína. Börn og uppeldi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Geðheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp sérfræðinga sem var falið að kortleggja og greina þjónustuþörf barna með fjölþættan vanda eða miklar þroska- og geðraskanir. Þá var hópnum falið að endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu. Hópurinn skilaði af sér skýrslu með tillögum fyrir rúmu ári, sem virðist hafa legið ofan í skúffu síðan. Málið strandar á fjármögnun að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem átti sæti í stýrihópnum. Hún segir bæjarstjóra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóra hafa óskað eftir fundi með ráðherrum sem málaflokkurinn heyrir undir. „Við bíðum bara eftir þeim fundi en viljum leggja áherslu á að þessi skýrsla verði tekin upp og að unnið verði eftir henni,“ segir Regína. Regína bendir á að það hafi gengið vel að stytta biðlista á Bugl. Í dag bíða börn að meðaltali í um þrjá mánuði eftir þjónustu, sem Regína segir þó enn vera of langan tíma. Tugir á biðlista Samkvæmt kortlagningu hópsins þurftu 127 börn á úrræðum að halda þegar skýrslan var unnin. Hluti þeirra var þegar í þjónustu en tugir á biðlista. Í skýrslunni eru lögð til nokkur úrræði en Regína leggur sérstaka áherslu á eitt þeirra; stigskiptan búsetukjarna þar sem börn gætu fengið þjónustu eftir þörfum. „Við gætum verið þar með mismunandi hópa en samnýtt starfsfólk og værum með eitt til tvö börn í hverri einingu þó þetta væri samrekið. Þetta eru þá börn með mjög alvarlegan geð- og þroskavanda og tengslaröskun,“ segir Regína og bætir við undir þennan hóp falli börn sem eru sum hver vistuð í einkareknum úrræðum í dag, líkt og í Klettabæ og Vinakoti. Þess fyrir utan þurfi einnig að huga að ósakhæfum börnum sem þurfi vistun vegna alvarlegra afbrota. Þjónusta við hópinn er í skýrslunni sögð vera brotakennd, dreifð og flókin. Regína segir að með búsetukjarna sem þessum yrði til þekking í málaflokknum á einum stað. „Þarna held ég að sé afar brýnt að við komum upp miðlægri þjónustu og þekkingu sem hægt er að miðla. Við teljum að það þurfi að gera betur og að það þurfi að leysa úr þessum hnút sem fjármögnunin er,“ segir Regína.
Börn og uppeldi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Geðheilbrigði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent