Er um að ræða Vogue Singapore þar sem Laufey er sömuleiðis í einlægu viðtali um tónlistina sína. Laufey birti mynd af forsíðunni á Instagram hjá sér þar sem hún skrifar: „Mamma, ég er á forsíðu Vogue!!“
Laufey er stödd í Ástralíu um þessar mundir þar sem hún er búin að halda þrenna tónleika í röð. Í gær fagnaði hún árs afmæli plötunnar Bewitched sem hefur sannarlega slegið í gegn um allan heim og breytt lífi Laufeyjar.