„Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2024 12:33 Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Prís. Framkvæmdastjóri matvöruverslunarinnar Prís segist sannfærð um tækifæri til að lækka matvöruverð hér á landi. Sindri Sindrason kíkti í kaffi til körfuboltakempunnar sem lofar lægsta verðinu meðan hún ráði þar ríkjum. „Ég elst að mestu leyti upp á Flateyri, en mamma mín er úr Reykjavík og hún er alinn upp hérna í Vesturbænum. Reykjavík kallaði alltaf á hana aftur og við vorum stundum svona á milli staða. En svo þegar ég varð ellefu ára þá eignast mamma tvíbura og hún var svona frekar „gömul“ þá en samt bara 39 ára,“ segir Gréta og hlær. „Á Flateyri var enginn læknir, heldur bara hjúkrunarfræðingur og þannig að við flytjum í bæinn þegar hún eignast tvíburana 1991 og þá flytjum við í Seljahverfið,“ segir Greta sem fór mikið í körfuboltann í Breiðholtinu og er það enn stór hluti af hennar lífi. „Ég var mjög góð, þó ég sé ekkert að monta mig. Ég var mjög efnileg og var alltaf að þjálfa með,“ segir Gréta sem þjálfar enn í dag körfubolta. Aftur í bransann Gréta útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærði véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Eftir það fer ég í bankageirann og er inni í þeim geira til ársins 2016,“ segir Gréta sem varð meðal annars fjármálastjóri Festi, en hætti þar árið 2020. Leið Grétu lá til sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og síðan í ferðaþjónustuna með Arctic Adventures. Þá kom kallið að snúa aftur í matvörubransann og ganga til liðs við Prís. Verslunin opnaði dyr sínar þann 16. ágúst en verslunin er í rekstri Heimkaupa sem tilheyra Skel. „Samkeppni er af hinu góða og þegar þú ert á markaði þar sem fáir eru þá lendir þetta bara í stöðu sem öllum finnst þægileg. Svo kemur inn nýr aðili og við værum ekkert að koma inn nema við teldum að það væri svigrúm til að bjóða lægsta verðið. Við höfum séð hvernig markaðurinn hefur þróast undanfarin ár og sjáum að núna er tækifæri til að sveigja sér þarna undir. Þar ætlum við að staðsetja okkur. Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust á markaði.“ Sindri kíkti í morgunkaffi til Grétu á fallegt heimili hennar og fjölskyldunnar og má sjá innslagið hér að neðan. Ísland í dag Matvöruverslun Verslun Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
„Ég elst að mestu leyti upp á Flateyri, en mamma mín er úr Reykjavík og hún er alinn upp hérna í Vesturbænum. Reykjavík kallaði alltaf á hana aftur og við vorum stundum svona á milli staða. En svo þegar ég varð ellefu ára þá eignast mamma tvíbura og hún var svona frekar „gömul“ þá en samt bara 39 ára,“ segir Gréta og hlær. „Á Flateyri var enginn læknir, heldur bara hjúkrunarfræðingur og þannig að við flytjum í bæinn þegar hún eignast tvíburana 1991 og þá flytjum við í Seljahverfið,“ segir Greta sem fór mikið í körfuboltann í Breiðholtinu og er það enn stór hluti af hennar lífi. „Ég var mjög góð, þó ég sé ekkert að monta mig. Ég var mjög efnileg og var alltaf að þjálfa með,“ segir Gréta sem þjálfar enn í dag körfubolta. Aftur í bransann Gréta útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærði véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Eftir það fer ég í bankageirann og er inni í þeim geira til ársins 2016,“ segir Gréta sem varð meðal annars fjármálastjóri Festi, en hætti þar árið 2020. Leið Grétu lá til sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og síðan í ferðaþjónustuna með Arctic Adventures. Þá kom kallið að snúa aftur í matvörubransann og ganga til liðs við Prís. Verslunin opnaði dyr sínar þann 16. ágúst en verslunin er í rekstri Heimkaupa sem tilheyra Skel. „Samkeppni er af hinu góða og þegar þú ert á markaði þar sem fáir eru þá lendir þetta bara í stöðu sem öllum finnst þægileg. Svo kemur inn nýr aðili og við værum ekkert að koma inn nema við teldum að það væri svigrúm til að bjóða lægsta verðið. Við höfum séð hvernig markaðurinn hefur þróast undanfarin ár og sjáum að núna er tækifæri til að sveigja sér þarna undir. Þar ætlum við að staðsetja okkur. Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust á markaði.“ Sindri kíkti í morgunkaffi til Grétu á fallegt heimili hennar og fjölskyldunnar og má sjá innslagið hér að neðan.
Ísland í dag Matvöruverslun Verslun Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira