Metfjöldi veðurviðvarana að sumri til eftir rólegasta veturinn Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 12:42 Svo mikla úrkomu gerði að sums staðar flæddi inn í hús á Eyrinni á Siglufirði í ágúst. Mynd/Fjallabyggð Á áttunda tug veðurviðvarana voru gefna út í sumar en þær hafa aldrei verið fleiri að sumarlagi frá því að Veðurstofan tók viðvaranakerfi sitt upp árið 2017. Á hinn bógin hafa aldrei verið færri viðvaranir að vetri til en síðasta vetur. Af þeim 77 viðvörunum sem voru gefnar út í júní, júlí og ágúst voru 69 gular og átta appelsínugular. Tíu þeirra voru á Suðausturlandi og Breiðafirði. Fæstar viðvaranir voru gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, tvær talsins. Tvisvar voru gefnar út veðurviðvaranir fyrir allt landið í norðanóveðri í júní. Fjöldi sumarviðvarana á árunum 2018 til 2024. Viðvaranirnar í ár voru 27 fleiri en árið 2022 sem var fyrra metsumarið.Veðustofa Íslands Sérstaklega var júní viðsjárverður í sumar en allar appelsínugulu viðvaranirnar voru gefnar út þá og 26 þeirra gulu. Þær tengdust nær allar norðanóveðri sem geisaði í byrjun mánaðarins, að sögn Veðurstofunnar. Þá gekk yfir landið norðan- og norðvestan hvassviðri eða stormur ásamt mikill úrkomu á Norður- og Austurlandi. Júlí var rólegastur sumarmánaðanna en þá voru engu að síður gefnar út þrettán viðvaranir. Óvenjublautt var á landinu vestanverðu og voru sex rigningarviðvaranir. Hinar voru vegna vinds. Þrjátíu viðvaranir voru gefnar út í ágúst, bæði vegna úrkomu og vinds í flestum landshlutum. Hvassviðri gerði á sunnan- og vestanverðu landinu um verslunarmannahelgina, mikið rigndi á norðanverðu landinu dagana 22.-24. águst og mikið vatnsveður gerði sunnan- og vestanlands við lok mánaðarins. Veturinn 2023 til 2024 var aftur á móti mun rólegri í veðrinu. Aldrei hafa verið gefnar út færri viðvaranir en þá, alls 194 talsins. Af þeim voru 185 gular og níu appelsínugular. Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Af þeim 77 viðvörunum sem voru gefnar út í júní, júlí og ágúst voru 69 gular og átta appelsínugular. Tíu þeirra voru á Suðausturlandi og Breiðafirði. Fæstar viðvaranir voru gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, tvær talsins. Tvisvar voru gefnar út veðurviðvaranir fyrir allt landið í norðanóveðri í júní. Fjöldi sumarviðvarana á árunum 2018 til 2024. Viðvaranirnar í ár voru 27 fleiri en árið 2022 sem var fyrra metsumarið.Veðustofa Íslands Sérstaklega var júní viðsjárverður í sumar en allar appelsínugulu viðvaranirnar voru gefnar út þá og 26 þeirra gulu. Þær tengdust nær allar norðanóveðri sem geisaði í byrjun mánaðarins, að sögn Veðurstofunnar. Þá gekk yfir landið norðan- og norðvestan hvassviðri eða stormur ásamt mikill úrkomu á Norður- og Austurlandi. Júlí var rólegastur sumarmánaðanna en þá voru engu að síður gefnar út þrettán viðvaranir. Óvenjublautt var á landinu vestanverðu og voru sex rigningarviðvaranir. Hinar voru vegna vinds. Þrjátíu viðvaranir voru gefnar út í ágúst, bæði vegna úrkomu og vinds í flestum landshlutum. Hvassviðri gerði á sunnan- og vestanverðu landinu um verslunarmannahelgina, mikið rigndi á norðanverðu landinu dagana 22.-24. águst og mikið vatnsveður gerði sunnan- og vestanlands við lok mánaðarins. Veturinn 2023 til 2024 var aftur á móti mun rólegri í veðrinu. Aldrei hafa verið gefnar út færri viðvaranir en þá, alls 194 talsins. Af þeim voru 185 gular og níu appelsínugular.
Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira