Listamenn skora á Samherja að falla frá málsókn gegn ODEE Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 12:36 Afsökunarbeiðnin var einnig málið á vegg í Listasafni Íslands. Á myndinni stendur Oddur fyrir framan verkið. Vísir/Vilhelm Stjórn Bandalags íslenskra listamanna lýsir yfir eindregnum stuðningi við baráttu gjörningalistamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, ODEE, fyrir tjáningarfrelsi sínu. Bandalagið skorar á Samherja að falla frá málsókn sinni gegn Oddi. Þá skora þau einnig á fyrirtækið að virða tjáningarfrelsið. Samherji höfðaði mál gegn Oddi eftir að hann opnaði vefsíðu undir nafni fyrirtækisins og birti þar afsökunarbeiðni í þeirra nafni. Vefsíðan var hýst af breskum vefþjóni og því eru málaferlin rekin í Bretlandi. Í maí var greint frá því að Oddi hefði verið gert að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans „We‘re sorry“ í kjölfar þess að fyrirtækið fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. Þá var honum einnig gert að afhenda Samherja lénið. Sjá einnig: Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt We're Sorry var útskriftarverkefni Odds við Listaháskóla Íslands en um var að ræða skáldaða afsökunarbeiðni Samherja vegna framgöngu fyrirtækisins í Namibíu, þar sem það hefur meðal annars verið sakað um mútugreiðslur til stjórnmálamanna. Ekki á vegum Samherja Fyrst var fjallað um gjörninginn í fréttum þann 11. maí. Upplýsingafulltrúi Samherja greindi þá frá því að vefsíðan væri ekki á þeirra vegum og að þau hefðu óskað þess að hún yrði tekin niður. „Þetta er fölsk síða sem er engan veginn á okkar vegum og fréttatilkynning sem send var út í gegnum þessa fölsku heimasíðu tengist Samherja á engan hátt,“ sagði Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúi í samtali við Vísi. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að um væri að ræða útskriftarverkefni Odds Eysteins, eða Odee. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ sagði hann í tilkynningu sem hann sendi þá út um verkefnið. Samherjaskjölin Menning Myndlist Namibía Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21 Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. 19. maí 2023 07:55 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Sjá meira
Samherji höfðaði mál gegn Oddi eftir að hann opnaði vefsíðu undir nafni fyrirtækisins og birti þar afsökunarbeiðni í þeirra nafni. Vefsíðan var hýst af breskum vefþjóni og því eru málaferlin rekin í Bretlandi. Í maí var greint frá því að Oddi hefði verið gert að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans „We‘re sorry“ í kjölfar þess að fyrirtækið fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. Þá var honum einnig gert að afhenda Samherja lénið. Sjá einnig: Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt We're Sorry var útskriftarverkefni Odds við Listaháskóla Íslands en um var að ræða skáldaða afsökunarbeiðni Samherja vegna framgöngu fyrirtækisins í Namibíu, þar sem það hefur meðal annars verið sakað um mútugreiðslur til stjórnmálamanna. Ekki á vegum Samherja Fyrst var fjallað um gjörninginn í fréttum þann 11. maí. Upplýsingafulltrúi Samherja greindi þá frá því að vefsíðan væri ekki á þeirra vegum og að þau hefðu óskað þess að hún yrði tekin niður. „Þetta er fölsk síða sem er engan veginn á okkar vegum og fréttatilkynning sem send var út í gegnum þessa fölsku heimasíðu tengist Samherja á engan hátt,“ sagði Karl Eskil Pálsson upplýsingafulltrúi í samtali við Vísi. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að um væri að ræða útskriftarverkefni Odds Eysteins, eða Odee. „Namibía á skilið afsökunarbeiðni frá okkur. Öll íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni, vill gera betrumbót og leitast eftir fyrirgefningu. Þetta er afsökunarbeiðni frá öllu Íslandi, ekki bara Samherja, þar sem við höfum saman leyft þessu arðráni að gerast,“ sagði hann í tilkynningu sem hann sendi þá út um verkefnið.
Samherjaskjölin Menning Myndlist Namibía Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21 Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. 19. maí 2023 07:55 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Sjá meira
Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. 26. maí 2023 16:21
Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. 19. maí 2023 07:55