Vonast til að fá vinnu að námi loknu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 20:02 Anna Björk Elkjær Emilsdóttir og Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemendur. Vísir/Einar Nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hófst í vikunni en ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu en nemendur sem fréttastofa ræddi við vonuðust til að verða leikskólakennarar eða starfa í félagsmiðstöð Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu en 60 nemendur á ellefu stöðum á landinu hafa skráð sig í námið sem heitir Færniþjálfun á vinnumarkaði en það fer fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum. Verkefnið er einnig hluti af landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem samþykkt var á Alþingi fyrr á árinu. „Færniþjálfunin er tekin á einni önn og inniber bæði starfsþjálfun og fræðslu. Í boði er starfstengt nám við félags- og þjónustustörf, á lager/vöruhúsi, við endurvinnslu, á leikskóla, í ferðaþjónustu og í verslun. Námið er hluti af því námi sem fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á (sí- og endurmenntun) og skrifað inn í íslenska hæfnirammann. Það er gríðarlega mikilvægt því þá erum við ekki að taka fatlað fólk til hliðar eins og gert hefur verið hingað til og segja að eitthvað annað eigi að gilda um það en aðra,“ segir í tilkynningu um nýja námið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.Vísir/Einar Langar að vinna á leikskóla Nemendur sem að fréttastofa ræddi við í dag sögðust mjög spenntir fyrir náminu og vonuðust til þess að fá vinnu að námi loknu. „Bara mjög gott að komast inn í svona verkefni sem að gefur gott fyrir mig og vonandi kemst ég bara lengra með þetta,“ sagði Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Hvernig vinnu myndirðu helst vilja fá? „Leikskóla, fara í leikskóla og kynnast því. Mér finnst bara gaman að vera með krökkunum og leika mér og svona, svo það er bara gaman.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Finnst gaman að vinna með börnum Helena Júlía Steinarsdóttir, annar 22 ára nemandi, sagðist vonast til þess að fá vinnu á frístundarheimili í Vesturbænum því þar sé svo gaman að vinna með börnum. Spurð hvernig námið hefst segir hún: „Við eigum að koma og bíða eftir kennaranum og svo þegar hún kemur þá byrjum við bara að tala og fara yfir það sem við erum að fara gera í dag.“ Ertu strax búin að læra eitthvað? „Nei ekki mikið ég var bara að byrja síðasta mánudag.“ Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemandi.Vísir/Einar „Hefur gríðarlega mikla þýðingu“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir að um mikilvæg tímamót sé að ræða og frábært að verkefnið skili fólki inn á almennan vinnumarkað en ekki í sértæk störf. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir þennan hóp sem er að taka þátt í þessu verkefni núna sem er einn viðkvæmasti hópurinn í samfélaginu. Við erum að gefa þeim tækifæri og vonandi til framtíðar. Ég veit bara að það var mikil eftirspurn eftir þessu og það eru fleiri sem bíða eftir því að fá að taka þátt.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Einar Spennandi og gefandi að efla náms- og starfstækifæri Verkefnið er hluti af breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnti fyrr á árinu undir heitinu Öll með. „Þetta er einn bútur í keðjunni sem við erum að vinna í um þessar mundir og ofboðslega spennandi og gefandi að taka þátt í að efla bæði náms- og starfstækifæri fatlaðs fólks.“ Hópmynd var tekin eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk. Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu en 60 nemendur á ellefu stöðum á landinu hafa skráð sig í námið sem heitir Færniþjálfun á vinnumarkaði en það fer fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum. Verkefnið er einnig hluti af landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem samþykkt var á Alþingi fyrr á árinu. „Færniþjálfunin er tekin á einni önn og inniber bæði starfsþjálfun og fræðslu. Í boði er starfstengt nám við félags- og þjónustustörf, á lager/vöruhúsi, við endurvinnslu, á leikskóla, í ferðaþjónustu og í verslun. Námið er hluti af því námi sem fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á (sí- og endurmenntun) og skrifað inn í íslenska hæfnirammann. Það er gríðarlega mikilvægt því þá erum við ekki að taka fatlað fólk til hliðar eins og gert hefur verið hingað til og segja að eitthvað annað eigi að gilda um það en aðra,“ segir í tilkynningu um nýja námið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.Vísir/Einar Langar að vinna á leikskóla Nemendur sem að fréttastofa ræddi við í dag sögðust mjög spenntir fyrir náminu og vonuðust til þess að fá vinnu að námi loknu. „Bara mjög gott að komast inn í svona verkefni sem að gefur gott fyrir mig og vonandi kemst ég bara lengra með þetta,“ sagði Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Hvernig vinnu myndirðu helst vilja fá? „Leikskóla, fara í leikskóla og kynnast því. Mér finnst bara gaman að vera með krökkunum og leika mér og svona, svo það er bara gaman.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Finnst gaman að vinna með börnum Helena Júlía Steinarsdóttir, annar 22 ára nemandi, sagðist vonast til þess að fá vinnu á frístundarheimili í Vesturbænum því þar sé svo gaman að vinna með börnum. Spurð hvernig námið hefst segir hún: „Við eigum að koma og bíða eftir kennaranum og svo þegar hún kemur þá byrjum við bara að tala og fara yfir það sem við erum að fara gera í dag.“ Ertu strax búin að læra eitthvað? „Nei ekki mikið ég var bara að byrja síðasta mánudag.“ Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemandi.Vísir/Einar „Hefur gríðarlega mikla þýðingu“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir að um mikilvæg tímamót sé að ræða og frábært að verkefnið skili fólki inn á almennan vinnumarkað en ekki í sértæk störf. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir þennan hóp sem er að taka þátt í þessu verkefni núna sem er einn viðkvæmasti hópurinn í samfélaginu. Við erum að gefa þeim tækifæri og vonandi til framtíðar. Ég veit bara að það var mikil eftirspurn eftir þessu og það eru fleiri sem bíða eftir því að fá að taka þátt.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Einar Spennandi og gefandi að efla náms- og starfstækifæri Verkefnið er hluti af breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnti fyrr á árinu undir heitinu Öll með. „Þetta er einn bútur í keðjunni sem við erum að vinna í um þessar mundir og ofboðslega spennandi og gefandi að taka þátt í að efla bæði náms- og starfstækifæri fatlaðs fólks.“ Hópmynd var tekin eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.
Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira