Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2024 21:28 Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir greinilega gert ráð fyrir að ríkið greiði meira en fram hafi komið af rekstri borgarlínu. Efla Þingmanni Miðflokksins finnst undarlegt að gert sé ráð fyrir aukinni aðkomu stjórnvalda að rekstri borgarlínu, umfram það sem gert væri ráð fyrir í nýundirrituðu samkomu lagi ríkis og sveitarfélaga. Samgöngumálin voru rædd í tengslum við fjárlög næsta árs á Alþingi í dag. Undir innviðaráðherra heyra húsnæðis- og skipulagsmál, sveitarstjórna- og byggðamál og samgöngumál. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra sagði í fjárlagaumræðunni á Alþingi í dag að áætlað væri að 128 milljarðar fari til þessara málaflokka á næsta ári, sem væri tæplega 14 prósenta aukning frá fjárlögum þessa árs. Ráðherrar, borgarstjóri og bæjarstjórar fimm sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir uppfærðan samgöngusáttmála hinn 22. ágúst síðast liðinn.Vísir/HMP Innviðaráðherra sagði húsnæðismálin vera í brennidepli og gera þyrfti betur í uppbyggingu þess og huga þá að fólki fremur en verktökum. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins rak hins vegar augun í setningu í nýundirrituðu samkomulagi stjórnvalda og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um Betri samgöngur, sem honum fannst undarleg. Bergþór Ólason rakst á grein í uppfærðum samgöngusáttmála sem honum finnst undarleg.Vísir/Vilhelm „Ári fyrir akstur á borgarlínuleiðum munu aðilar ganga til samninga um aukið hlutfall ríkisins til rekstursins,“ las þingmaðurinn upp úr samkomulaginu sem undirritað var hinn 22. ágúst síðast liðinn. upprunalega hefði aftur á móti ekki verið gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að rekstri borgarlínu. „Mig langar að biðja hæstvirtan innviðaráðherra að fara aðeins yfir þetta með okkur hér í þinginu. Hver hugsunin á bakvið þetta er, eru einhver samningsmarkmið sem liggja fyrir og hvernig þetta á allt saman að atvikast,“ sagði Bergþór. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir því haldið opnu til frekari viðræðna ríkis og sveitarfélaga, hve hátt hlutfall ríkið greiði af rekstrarkostnaði almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra sagði það eðli máls samkvæmt, að þegar kæmi að enda samningsgerðar þyrfti að stilla af orðalag og væntingar. „Sveitarfélögin vildu meira. Ég held að það sé nokkuð ljóst. Ríkið var með sín markmið annars staðar en sveitarfélögin. Samningsmarkmiðin eru bættar samgöngur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Það eru sameiginleg markmið ríkis og sveitarfélaga. En við leggjum áherslu á það þarna að samtalið sé opið. Að við séum reiðubúin til að halda þessu samtali áfram,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Samgöngur Borgarlína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31 Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31 Áskorun að fá mannafla í allar framkvæmdir samgöngusáttmála Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans. 22. ágúst 2024 11:57 Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Undir innviðaráðherra heyra húsnæðis- og skipulagsmál, sveitarstjórna- og byggðamál og samgöngumál. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra sagði í fjárlagaumræðunni á Alþingi í dag að áætlað væri að 128 milljarðar fari til þessara málaflokka á næsta ári, sem væri tæplega 14 prósenta aukning frá fjárlögum þessa árs. Ráðherrar, borgarstjóri og bæjarstjórar fimm sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir uppfærðan samgöngusáttmála hinn 22. ágúst síðast liðinn.Vísir/HMP Innviðaráðherra sagði húsnæðismálin vera í brennidepli og gera þyrfti betur í uppbyggingu þess og huga þá að fólki fremur en verktökum. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins rak hins vegar augun í setningu í nýundirrituðu samkomulagi stjórnvalda og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um Betri samgöngur, sem honum fannst undarleg. Bergþór Ólason rakst á grein í uppfærðum samgöngusáttmála sem honum finnst undarleg.Vísir/Vilhelm „Ári fyrir akstur á borgarlínuleiðum munu aðilar ganga til samninga um aukið hlutfall ríkisins til rekstursins,“ las þingmaðurinn upp úr samkomulaginu sem undirritað var hinn 22. ágúst síðast liðinn. upprunalega hefði aftur á móti ekki verið gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að rekstri borgarlínu. „Mig langar að biðja hæstvirtan innviðaráðherra að fara aðeins yfir þetta með okkur hér í þinginu. Hver hugsunin á bakvið þetta er, eru einhver samningsmarkmið sem liggja fyrir og hvernig þetta á allt saman að atvikast,“ sagði Bergþór. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir því haldið opnu til frekari viðræðna ríkis og sveitarfélaga, hve hátt hlutfall ríkið greiði af rekstrarkostnaði almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra sagði það eðli máls samkvæmt, að þegar kæmi að enda samningsgerðar þyrfti að stilla af orðalag og væntingar. „Sveitarfélögin vildu meira. Ég held að það sé nokkuð ljóst. Ríkið var með sín markmið annars staðar en sveitarfélögin. Samningsmarkmiðin eru bættar samgöngur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Það eru sameiginleg markmið ríkis og sveitarfélaga. En við leggjum áherslu á það þarna að samtalið sé opið. Að við séum reiðubúin til að halda þessu samtali áfram,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Samgöngur Borgarlína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31 Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31 Áskorun að fá mannafla í allar framkvæmdir samgöngusáttmála Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans. 22. ágúst 2024 11:57 Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31
Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31
Áskorun að fá mannafla í allar framkvæmdir samgöngusáttmála Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans. 22. ágúst 2024 11:57
Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20