Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“ Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2024 12:16 Hermann Hreiðarsson er þjálfari ÍBV sem er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Bestu deild karla fyrir næsta tímabil Vísir/Hulda Margrét Eyjamenn eru með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferð Lengjudeildar karla í fótbolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykjavík gulltryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tímabili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næstefstu deild. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í alvöru leik gegn hættulegu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu. Spennan í Lengjudeildinni hefur verið nær óbærileg á tímabilinu og sökum þess að aðeins topplið deildarinnar tryggir sér beint sæti upp í Bestu deildina, á meðan að liðin í öðru til fimmta sæti fara í útsláttarkeppni, er óhætt að segja að spennan nái hámarki í lokaumferð dagsins. Fyrir hana eru það lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar úr Vestmannaeyjum sem standa best að vígi á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Fjölni í öðru sætinu. Lið Grafarvogsbúa er það eina sem getur hrifsað toppsætið af ÍBV í dag. En til þess að gera það þarf Fjölnir að bera sigur úr bítum gegn Keflavík á útivelli og um leið treysta á að Eyjamenn misstígi sig gegn Leikni í Breiðholtinu, annað hvort tapi leiknum eða geri jafntefli. Eyjamenn vita að sigur í leik dagsins sér til þess að ÍBV snúi aftur í efstu deild. Staða sem Hermann þjálfari hefði tekið fagnandi ef honum hefði verið boðið hún fyrir tímabilið. „Að sjálfsögðu. Maður hefði hrifsað það af hverjum sem er,“ segir Hermann í samtali við Vísi í morgun. Hermann hefur marga fjöruna sopið sem atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og nú sem þjálfari. Hann veit sem víst að Leiknir getur reynst hættulegur andstæðingur í dag þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa nema stoltinu. Það eru oft erfiðustu andstæðingarnir. „Þeir eru með hörku lið. Við þurfum að eiga okkar dag og þá sér leikurinn um sig sjálfur. Við þurfum bara að spila vel og njóta þess að spila. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila. Stóru leikirnir með stórum verðlaunum. Við ætlum að njóta dagsins í botn og erum klárir í alvöru leik. “ Með þá staðreynd í huga að sigur í dag gulltryggir ykkur sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í dag? „Í rauninni bara það sem að ég hef séð í allt sumar. Bara þetta vinnuframlag og stemningu í liðinu sem hefur fleytt okkur langt. Við höfum farið mjög langt á stemningunni, leikgleði og vinnusemi. Ég vil bara sjá það frá mínum mönnum. Að menn séu að njóta þess að spila sinn fótbolta. Við höfum verið að spila skemmtilegan bolta. Orkumikinn bolta. Það er það sem maður fer fram á fyrir hvern einasta leik.“ Frítt er í Herjólf í tilefni dagsins og má gera ráð fyrir því að Eyjamenn fjölmenni upp á land og í Breiðholtið til þess að styðja við bakið á sínum mönnum er þeir leggja í loka atlöguna í átt að Bestu deildar sæti. „Jú það er engin spurning. Það er stemning fyrir þessum leik. Enda mikið undir. Við ætlum að gera þetta að skemmtilegum degi. Það verður gaman í Breiðholtinu.“ Lokaumferð Lengjudeildarinnar hefst klukkan tvö í dag. Við greinum frá úrslitum hennar hér á Vísi. Lengjudeild karla Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Spennan í Lengjudeildinni hefur verið nær óbærileg á tímabilinu og sökum þess að aðeins topplið deildarinnar tryggir sér beint sæti upp í Bestu deildina, á meðan að liðin í öðru til fimmta sæti fara í útsláttarkeppni, er óhætt að segja að spennan nái hámarki í lokaumferð dagsins. Fyrir hana eru það lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar úr Vestmannaeyjum sem standa best að vígi á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Fjölni í öðru sætinu. Lið Grafarvogsbúa er það eina sem getur hrifsað toppsætið af ÍBV í dag. En til þess að gera það þarf Fjölnir að bera sigur úr bítum gegn Keflavík á útivelli og um leið treysta á að Eyjamenn misstígi sig gegn Leikni í Breiðholtinu, annað hvort tapi leiknum eða geri jafntefli. Eyjamenn vita að sigur í leik dagsins sér til þess að ÍBV snúi aftur í efstu deild. Staða sem Hermann þjálfari hefði tekið fagnandi ef honum hefði verið boðið hún fyrir tímabilið. „Að sjálfsögðu. Maður hefði hrifsað það af hverjum sem er,“ segir Hermann í samtali við Vísi í morgun. Hermann hefur marga fjöruna sopið sem atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og nú sem þjálfari. Hann veit sem víst að Leiknir getur reynst hættulegur andstæðingur í dag þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa nema stoltinu. Það eru oft erfiðustu andstæðingarnir. „Þeir eru með hörku lið. Við þurfum að eiga okkar dag og þá sér leikurinn um sig sjálfur. Við þurfum bara að spila vel og njóta þess að spila. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila. Stóru leikirnir með stórum verðlaunum. Við ætlum að njóta dagsins í botn og erum klárir í alvöru leik. “ Með þá staðreynd í huga að sigur í dag gulltryggir ykkur sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í dag? „Í rauninni bara það sem að ég hef séð í allt sumar. Bara þetta vinnuframlag og stemningu í liðinu sem hefur fleytt okkur langt. Við höfum farið mjög langt á stemningunni, leikgleði og vinnusemi. Ég vil bara sjá það frá mínum mönnum. Að menn séu að njóta þess að spila sinn fótbolta. Við höfum verið að spila skemmtilegan bolta. Orkumikinn bolta. Það er það sem maður fer fram á fyrir hvern einasta leik.“ Frítt er í Herjólf í tilefni dagsins og má gera ráð fyrir því að Eyjamenn fjölmenni upp á land og í Breiðholtið til þess að styðja við bakið á sínum mönnum er þeir leggja í loka atlöguna í átt að Bestu deildar sæti. „Jú það er engin spurning. Það er stemning fyrir þessum leik. Enda mikið undir. Við ætlum að gera þetta að skemmtilegum degi. Það verður gaman í Breiðholtinu.“ Lokaumferð Lengjudeildarinnar hefst klukkan tvö í dag. Við greinum frá úrslitum hennar hér á Vísi.
Lengjudeild karla Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki