„Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2024 21:45 Kristinn Freyr Sigurðsson hendir sér í tæklingu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann sannfærandi 4-1 sigur gegn KR á heimavelli. Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. „Mér leið vel allan fyrri hálfleikinn en það fór smá um mann í seinni hálfleik hugsandi um gengið undanfarið en við sköpuðum fleiri færi en þau sem við skoruðum úr og við getum verið nokkuð sáttir með þennan leik. Fyrst og fremst var þetta frábær liðssigur,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson eftir leik. Kristinn var ánægður með ákefðina í upphafi sem skilaði sér í marki eftir innan við fimmtán mínútna leik. „Við erum vanir að byrja leiki vel og síðan fer að fjara undan okkur þegar það líður á sem við erum að reyna að breyta. Það var frábært eftir að þeir minnkuðu muninn að vinna leikinn með þriðja markinu og síðan kom fjórða markið undir lokin.“ Aron Sigurðarson, leikmaður KR, minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik og gestirnir fengu færi til þess að jafna. Kristinn viðurkenndi að hann hafi verið orðinn smeykur á þeim kafla. „Já sérstaklega út af undanförnum leikjum. Mér fannst þetta full auðvelt mark og við erum búnir að fá svolítið af skítamörkum á okkur en sem betur fer kom það ekki að sök.“ Það myndaðist hiti milli leikmanna Vals og KR eftir að Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR, þrumaði Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, niður. Kristinn var meðal fjögurra leikmanna sem fékk gult spjald. Honum fannst þó dómarinn bregðast allt of harkalega við. „Ég skildi ekki af hverju dómarinn spjaldaði í þessu tilfelli. Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að. Íþróttin verður að vera skemmtileg fyrir áhorfendur, þá sem eru að horfa í sjónvarpinu og ekki síst okkur leikmennina.“ „Við leikmennirnir viljum kljást og rífa kjaft við hvorn annan án þess að þurfa að vera á bremsunni og fá gul spjöld. Það er algjörlega óþolandi að það sé verið að spjalda á einhverja fokking þvælu og það á að leyfa mönnum að kljást sérstaklega í þessum leik,“ sagði Kristinn Freyr að lokum. Valur Besta deild karla KR Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
„Mér leið vel allan fyrri hálfleikinn en það fór smá um mann í seinni hálfleik hugsandi um gengið undanfarið en við sköpuðum fleiri færi en þau sem við skoruðum úr og við getum verið nokkuð sáttir með þennan leik. Fyrst og fremst var þetta frábær liðssigur,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson eftir leik. Kristinn var ánægður með ákefðina í upphafi sem skilaði sér í marki eftir innan við fimmtán mínútna leik. „Við erum vanir að byrja leiki vel og síðan fer að fjara undan okkur þegar það líður á sem við erum að reyna að breyta. Það var frábært eftir að þeir minnkuðu muninn að vinna leikinn með þriðja markinu og síðan kom fjórða markið undir lokin.“ Aron Sigurðarson, leikmaður KR, minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik og gestirnir fengu færi til þess að jafna. Kristinn viðurkenndi að hann hafi verið orðinn smeykur á þeim kafla. „Já sérstaklega út af undanförnum leikjum. Mér fannst þetta full auðvelt mark og við erum búnir að fá svolítið af skítamörkum á okkur en sem betur fer kom það ekki að sök.“ Það myndaðist hiti milli leikmanna Vals og KR eftir að Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR, þrumaði Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, niður. Kristinn var meðal fjögurra leikmanna sem fékk gult spjald. Honum fannst þó dómarinn bregðast allt of harkalega við. „Ég skildi ekki af hverju dómarinn spjaldaði í þessu tilfelli. Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að. Íþróttin verður að vera skemmtileg fyrir áhorfendur, þá sem eru að horfa í sjónvarpinu og ekki síst okkur leikmennina.“ „Við leikmennirnir viljum kljást og rífa kjaft við hvorn annan án þess að þurfa að vera á bremsunni og fá gul spjöld. Það er algjörlega óþolandi að það sé verið að spjalda á einhverja fokking þvælu og það á að leyfa mönnum að kljást sérstaklega í þessum leik,“ sagði Kristinn Freyr að lokum.
Valur Besta deild karla KR Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn