Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2024 10:03 Nokkrir áfangastaðir í göngutúr fréttamanns og Páls Jakobs Líndal doktors í umhverfissálfræði í Íslandi í dag. Frá vinstri: horn við Ráðhúsið sem Páll telur afar vannýtt, Smiðja skrifstofubygging Alþingis og Parliament hotel við Kirkjustræti. Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. Uppbygging í hjarta miðbæjarins hefur verið hröð undanfarin ár. Margir fagna henni á meðan aðrir hafa verið gagnrýnni; skoðanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á Smiðju, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis, eru nærtækt dæmi. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hefur, eins og Sigmundur, verið áberandi í umræðu um skipulagsmál - og hann er að sumu leyti sammála formanninum. Í spilaranum hér fyrir ofan má fylgjast með göngutúr Páls og fréttamanns um miðborgina. Fyrsta stopp er við rætur Ráðhússins, á horni sem Páll lýsir raunar sem einu af þeim allra bestu í borginni - þ.e. ef eitthvað hefði verið gert við það, annað en að koma upp bekk þar sem hægt er að fylgjast með bílaumferð inn og út úr bílakjallara Ráðhússins. Við stöldrum einnig við áðurnefnda Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem Páll lýsir sem „árás“ inn í umhverfið, og röltum eftir Kirkjustræti, þar sem mikið hefur verið byggt og endurnýjað að undanförnu. Við tökum einnig fyrir Hafnartorg og Landsbankahúsið, auk þess sem Páll sýnir okkur sitt eftirlætishorn í miðbænum. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.Skjáskot/Stöð 2 Ekki fastur í fortíðinni En, væri ekki hægt að segja að Páll sé hreinlega fastur í fortíðinni? Straumar og stefnur í arkítektúr taka auðvitað breytingum í tímans rás. Er þessi hugmynd um sniðgöngu sagnfræðinnar ekki forneskjuleg? Páll vill ekki meina að svo sé. „Jú jú, vissulega eru straumar og stefnur í arkítektúr og það verður alveg að virða það að auðvitað er ekki gaman að vera arkítekt og teikna það sama aftur og aftur, og auðvitað vill maður þróast sem fagmaður. En það það er bara þannig að í sálfræðilegu samhengi skiptir saga okkur máli og sögulegar tengingar skipta okkur máli. Og eftir því sem þær eru sterkari því betri áhrif hefur umhverfið á okkur,“ segir Páll Jakob Líndal. Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Uppbygging í hjarta miðbæjarins hefur verið hröð undanfarin ár. Margir fagna henni á meðan aðrir hafa verið gagnrýnni; skoðanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á Smiðju, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis, eru nærtækt dæmi. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hefur, eins og Sigmundur, verið áberandi í umræðu um skipulagsmál - og hann er að sumu leyti sammála formanninum. Í spilaranum hér fyrir ofan má fylgjast með göngutúr Páls og fréttamanns um miðborgina. Fyrsta stopp er við rætur Ráðhússins, á horni sem Páll lýsir raunar sem einu af þeim allra bestu í borginni - þ.e. ef eitthvað hefði verið gert við það, annað en að koma upp bekk þar sem hægt er að fylgjast með bílaumferð inn og út úr bílakjallara Ráðhússins. Við stöldrum einnig við áðurnefnda Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem Páll lýsir sem „árás“ inn í umhverfið, og röltum eftir Kirkjustræti, þar sem mikið hefur verið byggt og endurnýjað að undanförnu. Við tökum einnig fyrir Hafnartorg og Landsbankahúsið, auk þess sem Páll sýnir okkur sitt eftirlætishorn í miðbænum. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.Skjáskot/Stöð 2 Ekki fastur í fortíðinni En, væri ekki hægt að segja að Páll sé hreinlega fastur í fortíðinni? Straumar og stefnur í arkítektúr taka auðvitað breytingum í tímans rás. Er þessi hugmynd um sniðgöngu sagnfræðinnar ekki forneskjuleg? Páll vill ekki meina að svo sé. „Jú jú, vissulega eru straumar og stefnur í arkítektúr og það verður alveg að virða það að auðvitað er ekki gaman að vera arkítekt og teikna það sama aftur og aftur, og auðvitað vill maður þróast sem fagmaður. En það það er bara þannig að í sálfræðilegu samhengi skiptir saga okkur máli og sögulegar tengingar skipta okkur máli. Og eftir því sem þær eru sterkari því betri áhrif hefur umhverfið á okkur,“ segir Páll Jakob Líndal.
Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira