Dusty og 354 keyrðu sig í gang með geggjaðri viðureign Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. september 2024 10:48 GR Verk Deildin í Rocket League byrjaði með látum í gærkvöld þar sem sex lið börðust hart í þremur misjöfnum leikjum. Rocket League GR Verk Deildin í Rocket League byrjaði með þremur fjörugum leikjum í fyrstu umferð sem hófst með bursti ríkjandi meistarar Þórs á Rafik en spennan náði síðan hámarki í tvísýnni viðureign Dusty og 354. Þór og Rafik (Rafíþróttadeild Keflavíkur) mættust í fyrstu viðureign tímabilsins og þar sáu Keflvíkingar, sem voru að vinna sig aftur upp í úrvalsdeild, varla til sólar gegn meisturum síðasta tímabils í Þór. Rafik mátti því sætta sig við 0-3 tap gegn Þórsurum sem var að vísu í takt við spár lýsendanna Snorra Más Vagnssonar og Brimars Jörva Guðmundssonar en Brimar spáði einmitt 3-0 sigri Þórs en Keflavíkurtaug Snorra er sterk og hann hafði veðjað á 3-2 sigri Þórs. Þá tók við keppni liða OGV og Quick sem endaði einnig 3-0 eftir sannfærandi sigur OGV sem þóttu stimpla sig vel inn í GR Verk Deildina. Fyrstu umferðinni lauk síðan með 3-2 sigri Dusty á 354 í æsispennandi viðureign tveggja af lífseigustu liðum deildarinnar. Fyrirfram þótti Dusty sigurstranglegri en eins og Brimar og Snorri bentu á þá er lið 354 þekkt fyrir að geta staðið vel upp í hárinu á þeim bestu. Og sú varð raunin í því aðeins eitt mark skildi að í lokin í „geggjaðri viðureign“, eins og félagarnir í myndverinu í Arena, orðuðu það. Bæði lið spiluðu vel og þetta væri „nákvæmlega það sem Rocket League er og á að vera.“ Þá bættu þeir félagar við að bæði þessi lið ættu að geta veitt Þórsurum verðuga samkeppni. Staðan í GR Verk Deildinni eftir 1. umferð er þannig að Þór og OGV eru jöfn í 1.-2. Sæti, Dusty í því þriðja en hin liðin þrjú eru enn án stiga, 354 í 4. sæti og Quick og Rafik jöfn í 5.-6. Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 25. september en þá mætast Rafík og 354, Þór og Quick og síðan OGV og Dusty. Staðan í GR Verk Deildinni í Rocket League eftir eina umferð. Rafíþróttir Tengdar fréttir Óvenju mörg ný andlit í Rocket League Mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson segir spennuna í Rocket League-samfélaginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en óvenju miklar innbyrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftirvæntinguna. 17. september 2024 14:01 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Þór og Rafik (Rafíþróttadeild Keflavíkur) mættust í fyrstu viðureign tímabilsins og þar sáu Keflvíkingar, sem voru að vinna sig aftur upp í úrvalsdeild, varla til sólar gegn meisturum síðasta tímabils í Þór. Rafik mátti því sætta sig við 0-3 tap gegn Þórsurum sem var að vísu í takt við spár lýsendanna Snorra Más Vagnssonar og Brimars Jörva Guðmundssonar en Brimar spáði einmitt 3-0 sigri Þórs en Keflavíkurtaug Snorra er sterk og hann hafði veðjað á 3-2 sigri Þórs. Þá tók við keppni liða OGV og Quick sem endaði einnig 3-0 eftir sannfærandi sigur OGV sem þóttu stimpla sig vel inn í GR Verk Deildina. Fyrstu umferðinni lauk síðan með 3-2 sigri Dusty á 354 í æsispennandi viðureign tveggja af lífseigustu liðum deildarinnar. Fyrirfram þótti Dusty sigurstranglegri en eins og Brimar og Snorri bentu á þá er lið 354 þekkt fyrir að geta staðið vel upp í hárinu á þeim bestu. Og sú varð raunin í því aðeins eitt mark skildi að í lokin í „geggjaðri viðureign“, eins og félagarnir í myndverinu í Arena, orðuðu það. Bæði lið spiluðu vel og þetta væri „nákvæmlega það sem Rocket League er og á að vera.“ Þá bættu þeir félagar við að bæði þessi lið ættu að geta veitt Þórsurum verðuga samkeppni. Staðan í GR Verk Deildinni eftir 1. umferð er þannig að Þór og OGV eru jöfn í 1.-2. Sæti, Dusty í því þriðja en hin liðin þrjú eru enn án stiga, 354 í 4. sæti og Quick og Rafik jöfn í 5.-6. Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 25. september en þá mætast Rafík og 354, Þór og Quick og síðan OGV og Dusty. Staðan í GR Verk Deildinni í Rocket League eftir eina umferð.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Óvenju mörg ný andlit í Rocket League Mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson segir spennuna í Rocket League-samfélaginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en óvenju miklar innbyrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftirvæntinguna. 17. september 2024 14:01 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Óvenju mörg ný andlit í Rocket League Mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson segir spennuna í Rocket League-samfélaginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en óvenju miklar innbyrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftirvæntinguna. 17. september 2024 14:01