Dusty og 354 keyrðu sig í gang með geggjaðri viðureign Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. september 2024 10:48 GR Verk Deildin í Rocket League byrjaði með látum í gærkvöld þar sem sex lið börðust hart í þremur misjöfnum leikjum. Rocket League GR Verk Deildin í Rocket League byrjaði með þremur fjörugum leikjum í fyrstu umferð sem hófst með bursti ríkjandi meistarar Þórs á Rafik en spennan náði síðan hámarki í tvísýnni viðureign Dusty og 354. Þór og Rafik (Rafíþróttadeild Keflavíkur) mættust í fyrstu viðureign tímabilsins og þar sáu Keflvíkingar, sem voru að vinna sig aftur upp í úrvalsdeild, varla til sólar gegn meisturum síðasta tímabils í Þór. Rafik mátti því sætta sig við 0-3 tap gegn Þórsurum sem var að vísu í takt við spár lýsendanna Snorra Más Vagnssonar og Brimars Jörva Guðmundssonar en Brimar spáði einmitt 3-0 sigri Þórs en Keflavíkurtaug Snorra er sterk og hann hafði veðjað á 3-2 sigri Þórs. Þá tók við keppni liða OGV og Quick sem endaði einnig 3-0 eftir sannfærandi sigur OGV sem þóttu stimpla sig vel inn í GR Verk Deildina. Fyrstu umferðinni lauk síðan með 3-2 sigri Dusty á 354 í æsispennandi viðureign tveggja af lífseigustu liðum deildarinnar. Fyrirfram þótti Dusty sigurstranglegri en eins og Brimar og Snorri bentu á þá er lið 354 þekkt fyrir að geta staðið vel upp í hárinu á þeim bestu. Og sú varð raunin í því aðeins eitt mark skildi að í lokin í „geggjaðri viðureign“, eins og félagarnir í myndverinu í Arena, orðuðu það. Bæði lið spiluðu vel og þetta væri „nákvæmlega það sem Rocket League er og á að vera.“ Þá bættu þeir félagar við að bæði þessi lið ættu að geta veitt Þórsurum verðuga samkeppni. Staðan í GR Verk Deildinni eftir 1. umferð er þannig að Þór og OGV eru jöfn í 1.-2. Sæti, Dusty í því þriðja en hin liðin þrjú eru enn án stiga, 354 í 4. sæti og Quick og Rafik jöfn í 5.-6. Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 25. september en þá mætast Rafík og 354, Þór og Quick og síðan OGV og Dusty. Staðan í GR Verk Deildinni í Rocket League eftir eina umferð. Rafíþróttir Tengdar fréttir Óvenju mörg ný andlit í Rocket League Mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson segir spennuna í Rocket League-samfélaginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en óvenju miklar innbyrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftirvæntinguna. 17. september 2024 14:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
Þór og Rafik (Rafíþróttadeild Keflavíkur) mættust í fyrstu viðureign tímabilsins og þar sáu Keflvíkingar, sem voru að vinna sig aftur upp í úrvalsdeild, varla til sólar gegn meisturum síðasta tímabils í Þór. Rafik mátti því sætta sig við 0-3 tap gegn Þórsurum sem var að vísu í takt við spár lýsendanna Snorra Más Vagnssonar og Brimars Jörva Guðmundssonar en Brimar spáði einmitt 3-0 sigri Þórs en Keflavíkurtaug Snorra er sterk og hann hafði veðjað á 3-2 sigri Þórs. Þá tók við keppni liða OGV og Quick sem endaði einnig 3-0 eftir sannfærandi sigur OGV sem þóttu stimpla sig vel inn í GR Verk Deildina. Fyrstu umferðinni lauk síðan með 3-2 sigri Dusty á 354 í æsispennandi viðureign tveggja af lífseigustu liðum deildarinnar. Fyrirfram þótti Dusty sigurstranglegri en eins og Brimar og Snorri bentu á þá er lið 354 þekkt fyrir að geta staðið vel upp í hárinu á þeim bestu. Og sú varð raunin í því aðeins eitt mark skildi að í lokin í „geggjaðri viðureign“, eins og félagarnir í myndverinu í Arena, orðuðu það. Bæði lið spiluðu vel og þetta væri „nákvæmlega það sem Rocket League er og á að vera.“ Þá bættu þeir félagar við að bæði þessi lið ættu að geta veitt Þórsurum verðuga samkeppni. Staðan í GR Verk Deildinni eftir 1. umferð er þannig að Þór og OGV eru jöfn í 1.-2. Sæti, Dusty í því þriðja en hin liðin þrjú eru enn án stiga, 354 í 4. sæti og Quick og Rafik jöfn í 5.-6. Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 25. september en þá mætast Rafík og 354, Þór og Quick og síðan OGV og Dusty. Staðan í GR Verk Deildinni í Rocket League eftir eina umferð.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Óvenju mörg ný andlit í Rocket League Mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson segir spennuna í Rocket League-samfélaginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en óvenju miklar innbyrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftirvæntinguna. 17. september 2024 14:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
Óvenju mörg ný andlit í Rocket League Mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson segir spennuna í Rocket League-samfélaginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en óvenju miklar innbyrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftirvæntinguna. 17. september 2024 14:01