Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2024 14:02 Sveitin stígur á svið eftir sex ára hlé. Íslenska rokksveitin Casio Fatso snýr aftur á svið í kvöld eftir sex ára hlé. Meðlimir sveitarinnar segjast ekki geta beðið en á næstu vikum tekur við röð tónleika þar sem sveitin hyggst rifja upp gamla takta. „Við erum mjög spenntir að spila fyrir rokkþyrsta á nýjan leik. Við komum vel undirbúnir og erum reddí í að spila aftur okkar lád, kvæet, lád, næntís Modnine rokk,“ segir Sigursteinn Ingvar Rúnarsson meðlimur sveitarinnar í samtali við Vísi. Casio Fatso er fjögurra manna band sem hóf feril sinn árið 2012 og var áberandi á tónleikastöðum bæjarins næstu sex árin. Þeir spila næntís rokk í anda „loud/quiet/loud senunnar í níunni,“ eins og því er lýst í tilkynningu. Ásamt sveitinni stígur á svið sveitin Rythmatik sem sigraði Músíktilraunir árið 2015 og hitar hún upp klukkan 21:00 í kvöld. Sveitin hefur gefið út fimm breiðskífur og þó nokkrar plötur sem teknar hafa verið upp í beinni, ásamt öðru efni, þar með talið platan Echoes of the nineties sem kleif upp vinsældarlista í áströlsku útvarpi þegar hún kom út árið 2017. Bandið skipa Sigursteinn sem syngur og spilar á gítar, Þorsteinn á trommum, Jósef á gítar og Jón Heiðar á bassa. Þeir verða áberandi á næstu vikum á stöðum bæjarins og koma meðal annars fram á Lemmy síðar í mánuðinum, Dillon þann 12. október og á Bird í byrjun nóvember. Tónlist Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við erum mjög spenntir að spila fyrir rokkþyrsta á nýjan leik. Við komum vel undirbúnir og erum reddí í að spila aftur okkar lád, kvæet, lád, næntís Modnine rokk,“ segir Sigursteinn Ingvar Rúnarsson meðlimur sveitarinnar í samtali við Vísi. Casio Fatso er fjögurra manna band sem hóf feril sinn árið 2012 og var áberandi á tónleikastöðum bæjarins næstu sex árin. Þeir spila næntís rokk í anda „loud/quiet/loud senunnar í níunni,“ eins og því er lýst í tilkynningu. Ásamt sveitinni stígur á svið sveitin Rythmatik sem sigraði Músíktilraunir árið 2015 og hitar hún upp klukkan 21:00 í kvöld. Sveitin hefur gefið út fimm breiðskífur og þó nokkrar plötur sem teknar hafa verið upp í beinni, ásamt öðru efni, þar með talið platan Echoes of the nineties sem kleif upp vinsældarlista í áströlsku útvarpi þegar hún kom út árið 2017. Bandið skipa Sigursteinn sem syngur og spilar á gítar, Þorsteinn á trommum, Jósef á gítar og Jón Heiðar á bassa. Þeir verða áberandi á næstu vikum á stöðum bæjarins og koma meðal annars fram á Lemmy síðar í mánuðinum, Dillon þann 12. október og á Bird í byrjun nóvember.
Tónlist Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira