Skyldur vinnuveitenda gífurlegar í erfiðum málum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. september 2024 22:47 Adríana Pétursdóttir, formaður Mannauðs félags mannauðsfólks á íslandi. Aðsend „Varðandi MeToo-umræðuna. Að mörgu leyti hefur regluverkið ekki mikið breyst í gegnum tíðina. Kannski hefur verið skerpt aðeins á því hvað telst einelti og hvað er ofbeldi og slíkt en fyrirtækin eru að taka þetta miklu miklu fastari tökum og miklu meira formfast og rannsaka þetta með skipulögðum hætti. Málin eru bara svo flókin, það er engin ein leið rétt.“ Þetta segir Adríana Pétursdóttir, formaður Mannauðs félags mannauðsfólks á íslandi, um viðbragð fyrirtækja við áreitni og ofbeldi starfsmanna gagnvart öðrum starfsmönnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um mál Sólon Guðmundssonar, sem lést í sjálfsvígi stuttu eftir að honum var gert að segja upp störfum hjá Icelandair sem flugmaður að sögn aðstandenda hans. Fimm konur sem starfa eða hafa starfað hjá Icelandair segjast hafa verið beittar ofbeldi af hálfu samstarfsmanni þeirra og ein þeirra hefur lagt fram kæru á hendur honum fyrir nauðgun. Adríana tók samtalið í Reykjavík síðdegis í dag í ljósi umræðunnar og ræddi hvernig fyrirtæki eigi að bregðast við ásökunum um áreitni. Spurð hvenær sé tímabært að segja upp starfsmanni vegna kvörtunar, þegar að kæra er ekki komin upp segir hún: „Þetta er mjög flókið. Það er ekki ein þumalputtaregla að ef þú gerir þetta þá verður þér sagt upp. Málin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Það er stundum langur aðdragandi og stundum stuttur. Auðvitað ef viðkomandi sem er gerandi viðurkennir sökina eða það hefur verið sannað að hann hafi farið yfir strikið. Ef hann tilbúinn að læra af því og bæta sitt ráð, það á að vera grunurinn að því að við sjáum við okkur og viljum bæta okkar ráð. Þá eigum við auðvitað að gefa fólki tækifæri á því. Því miður er það ekki alltaf hægt og ótrúlega mismunandi eftir atvikum.“ Hún minnir jafnframt á að í opinbera geiranum séu talsvert strangari reglur um uppsagnir en í einkageiranum. Í einkageiranum sé meira svigrúm til að segja upp starfsfólki. Skyldur vinnuveitenda gríðarlegar „Þetta eru alltaf mjög erfið mál þegar það er lögð fram kæra eða ásökun á hendur samstarfsfólks. Það er mjög skýrt regluverk um hvað á að gera og hvernig á að gera þegar upp kemur kvörtun eða ásökun á hendur samstarfsfólks,“ segir hún og ítrekar að skyldur vinnuveitenda séu gríðarlega miklar. Hún nefnir sem dæmi að vinnuveitendum beri að tryggja það að vera með skýra stefnu og forvörn um hvernig eigi að takast á við slík mál. Hún bendir á að það sé skylda fyrirtækja að rannsaka hvað hefur átt sér stað þegar að kvörtun kemur á borð mannauðsdeildar. Mikilvægt að vísa málum úr mannauðsdeild „Við þurfum að hafa það í huga að sumt einelti eða sumt áreiti getur verið það alvarlegt að það varðar hegningarlög og þá er rosalega gott að leita til þriðja aðila og vísa málinu út úr mannauðsdeild fyrirtækja,“ segir hún og bendir á ýmis hlutlaus fyrirtæki sem eru sérhæfð í þessum tilteknu málum. Hún segir það sérstaklega mikilvægt að vísa málum úr mannauðsdeild og til sérhæfðra aðila ef margir eiga hlut að máli eða málið varðar stjórnendur eða alvarleg brot. Hún bendir á að í reglugerð er varðar svona mál hjá fyrirtækjum er fyrirtækjum ekki gert skylt að setja mál í ákveðin farveg. „Auðvitað getur það verið mismunandi eftir atvikum hvort að viðkomandi sé settur í einhvers konar leyfi á meðan að rannsókn stendur. Það er ekki óalgengt innan fyrirtækja og það geta verið góðar og gildar ástæður fyrir slíku. Það verður að hafa í huga að bæði er þetta þungt fyrir meintan þolanda en líka meintan geranda.“ Hún fagnar því að úrvinnsla hjá fyrirtækjum á viðkvæmum málum sé nú formfastari en áður og að hlutir séu skráðir skriflega í staðinn fyrir að erfið mál séu tækluð yfir kaffibolla. Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta segir Adríana Pétursdóttir, formaður Mannauðs félags mannauðsfólks á íslandi, um viðbragð fyrirtækja við áreitni og ofbeldi starfsmanna gagnvart öðrum starfsmönnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um mál Sólon Guðmundssonar, sem lést í sjálfsvígi stuttu eftir að honum var gert að segja upp störfum hjá Icelandair sem flugmaður að sögn aðstandenda hans. Fimm konur sem starfa eða hafa starfað hjá Icelandair segjast hafa verið beittar ofbeldi af hálfu samstarfsmanni þeirra og ein þeirra hefur lagt fram kæru á hendur honum fyrir nauðgun. Adríana tók samtalið í Reykjavík síðdegis í dag í ljósi umræðunnar og ræddi hvernig fyrirtæki eigi að bregðast við ásökunum um áreitni. Spurð hvenær sé tímabært að segja upp starfsmanni vegna kvörtunar, þegar að kæra er ekki komin upp segir hún: „Þetta er mjög flókið. Það er ekki ein þumalputtaregla að ef þú gerir þetta þá verður þér sagt upp. Málin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Það er stundum langur aðdragandi og stundum stuttur. Auðvitað ef viðkomandi sem er gerandi viðurkennir sökina eða það hefur verið sannað að hann hafi farið yfir strikið. Ef hann tilbúinn að læra af því og bæta sitt ráð, það á að vera grunurinn að því að við sjáum við okkur og viljum bæta okkar ráð. Þá eigum við auðvitað að gefa fólki tækifæri á því. Því miður er það ekki alltaf hægt og ótrúlega mismunandi eftir atvikum.“ Hún minnir jafnframt á að í opinbera geiranum séu talsvert strangari reglur um uppsagnir en í einkageiranum. Í einkageiranum sé meira svigrúm til að segja upp starfsfólki. Skyldur vinnuveitenda gríðarlegar „Þetta eru alltaf mjög erfið mál þegar það er lögð fram kæra eða ásökun á hendur samstarfsfólks. Það er mjög skýrt regluverk um hvað á að gera og hvernig á að gera þegar upp kemur kvörtun eða ásökun á hendur samstarfsfólks,“ segir hún og ítrekar að skyldur vinnuveitenda séu gríðarlega miklar. Hún nefnir sem dæmi að vinnuveitendum beri að tryggja það að vera með skýra stefnu og forvörn um hvernig eigi að takast á við slík mál. Hún bendir á að það sé skylda fyrirtækja að rannsaka hvað hefur átt sér stað þegar að kvörtun kemur á borð mannauðsdeildar. Mikilvægt að vísa málum úr mannauðsdeild „Við þurfum að hafa það í huga að sumt einelti eða sumt áreiti getur verið það alvarlegt að það varðar hegningarlög og þá er rosalega gott að leita til þriðja aðila og vísa málinu út úr mannauðsdeild fyrirtækja,“ segir hún og bendir á ýmis hlutlaus fyrirtæki sem eru sérhæfð í þessum tilteknu málum. Hún segir það sérstaklega mikilvægt að vísa málum úr mannauðsdeild og til sérhæfðra aðila ef margir eiga hlut að máli eða málið varðar stjórnendur eða alvarleg brot. Hún bendir á að í reglugerð er varðar svona mál hjá fyrirtækjum er fyrirtækjum ekki gert skylt að setja mál í ákveðin farveg. „Auðvitað getur það verið mismunandi eftir atvikum hvort að viðkomandi sé settur í einhvers konar leyfi á meðan að rannsókn stendur. Það er ekki óalgengt innan fyrirtækja og það geta verið góðar og gildar ástæður fyrir slíku. Það verður að hafa í huga að bæði er þetta þungt fyrir meintan þolanda en líka meintan geranda.“ Hún fagnar því að úrvinnsla hjá fyrirtækjum á viðkvæmum málum sé nú formfastari en áður og að hlutir séu skráðir skriflega í staðinn fyrir að erfið mál séu tækluð yfir kaffibolla.
Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira