Minnast Bryndísar Klöru á tónleikum: „Pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði“ Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2024 22:01 Frá hægri að ofan: Inga Lilja Ómarsdóttir, Ingunn Böðvarsdóttir, Kristjana Mist Logadóttir, Sunna Hauksóttir, Aníta Líf Ólafsdóttir og Tinna Karen Sigurðardóttir Frá hægri að neðan: Salka Elín Sæþórsdóttir, Helga Hrund Ólafsdóttir, Birta María Aðalsteinsdóttir, Kristín Salka Auðunsdóttir og Eva Björk Angarita Aðsend Góðgerðarnefnd Verzlunarskóla Íslands heldur á fimmtudaginn minningartónleika um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Á tónleikunum koma fram Bubbi Morthens, GDRN, Aron Can, Friðrik Dór og Páll Óskar. Allur ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. „Þetta er pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði,“ segir Sunna Hauksdóttir ein skipuleggjenda og meðlima góðgerðarnefndarinnar. Hún segir nefndina upprunalega hafa ákveðið að hafa tónleikana í sal innan skólans en eftir því sem á leið hafi þeir stækkað og stækkað og verði nú haldnir í stóra sal Háskólabíós. Sunna segir nefndina á hverju ári velja eitthvað málefni sem þau styrkja. Það hafi legið beint við að velja Minningarsjóð Bryndísar Klöru í ár. „Ein í nefndinni var besta vinkona hennar,“ segir Sunna. Auk þess var Bryndís Klara nemandi sjálf í skólanum. Hennar hefur verið minnst þar með ýmsum hætti frá því að hún dó. „Það var engin spurning um að við myndum gera eitthvað fyrir þetta málefni. Það hefur oft verið pæling að vera með tónleika. Við söfnum alltaf fyrir eitthvað eitt málefni og eftir þennan atburð var gefið að við myndum safna fyrir sjóðinn.“ Sunna segir alla tónlistarmenn gefa vinnu sína. „Háskólabíó tekur líka þátt í þessu með okkur. Við erum með forsölu fyrir nemendur, forráðamenn og starfsfólk og vonandi fyllist viðburðurinn þannig,“ segir Sunna. Auk þess standi til að bjóða fjölskyldu hennar og einhverjum úr Salaskóla þar sem Bryndís Klara var líka nemandi. Telur að það seljist upp Verðir einhverjir miðar eftir þá verða þeir settir í almenna sölu. Sunna á ekki endilega von á að þörf verði á því. „Þetta hefur farið fram úr öllum okkar væntingum.“ „Ég hlakka mjög mikið. Ég vona að við náum að fylla salinn og að við getum glaðst í minningu Bryndísar Klöru Fyrir nemendur í Verzlunarskólanum og alla undir 18 kostar miðinn 4.990 krónur en fyrir aðra 5.990. Halda áfram í febrúar Sunna segir nefndina alls ekki hætta eftir þetta. Í febrúar sé góðgerðarvika skólans og þá verði einblínt á að safna fyrir Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Tónleikar á Íslandi Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
„Þetta er pínulítil hugmynd sem stækkaði og stækkaði,“ segir Sunna Hauksdóttir ein skipuleggjenda og meðlima góðgerðarnefndarinnar. Hún segir nefndina upprunalega hafa ákveðið að hafa tónleikana í sal innan skólans en eftir því sem á leið hafi þeir stækkað og stækkað og verði nú haldnir í stóra sal Háskólabíós. Sunna segir nefndina á hverju ári velja eitthvað málefni sem þau styrkja. Það hafi legið beint við að velja Minningarsjóð Bryndísar Klöru í ár. „Ein í nefndinni var besta vinkona hennar,“ segir Sunna. Auk þess var Bryndís Klara nemandi sjálf í skólanum. Hennar hefur verið minnst þar með ýmsum hætti frá því að hún dó. „Það var engin spurning um að við myndum gera eitthvað fyrir þetta málefni. Það hefur oft verið pæling að vera með tónleika. Við söfnum alltaf fyrir eitthvað eitt málefni og eftir þennan atburð var gefið að við myndum safna fyrir sjóðinn.“ Sunna segir alla tónlistarmenn gefa vinnu sína. „Háskólabíó tekur líka þátt í þessu með okkur. Við erum með forsölu fyrir nemendur, forráðamenn og starfsfólk og vonandi fyllist viðburðurinn þannig,“ segir Sunna. Auk þess standi til að bjóða fjölskyldu hennar og einhverjum úr Salaskóla þar sem Bryndís Klara var líka nemandi. Telur að það seljist upp Verðir einhverjir miðar eftir þá verða þeir settir í almenna sölu. Sunna á ekki endilega von á að þörf verði á því. „Þetta hefur farið fram úr öllum okkar væntingum.“ „Ég hlakka mjög mikið. Ég vona að við náum að fylla salinn og að við getum glaðst í minningu Bryndísar Klöru Fyrir nemendur í Verzlunarskólanum og alla undir 18 kostar miðinn 4.990 krónur en fyrir aðra 5.990. Halda áfram í febrúar Sunna segir nefndina alls ekki hætta eftir þetta. Í febrúar sé góðgerðarvika skólans og þá verði einblínt á að safna fyrir Minningarsjóð Bryndísar Klöru.
Tónleikar á Íslandi Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira