Telur sig geta fyllt skarð Rodri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2024 12:33 Matheus Nunes og Rico Lewis fagna marki þess fyrrnefnda í sigri Manchester City á Watford í enska deildabikarnum. getty/Carl Recine Ekki vantar sjálfstraustið í Matheus Nunes, leikmann Manchester City. Hann telur að hann geti fyllt skarð Rodris sem verður frá keppni næstu mánuðina vegna alvarlegra meiðsla. Rodri meiddist í toppslag City og Arsenal á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband í hné. Spánverjinn gæti því hafa spilað sinn síðasta leik á tímabilinu. Blóðtakan er mikil fyrir City enda Rodri talinn í hópi bestu leikmanna heims og hann þykir líklegur til að vinna Gullboltann 2024. Nunes viðurkenndi að Rodri skildi eftir sig stórt skarð en hann telur að hann geti hjálpað til við að fylla það. „Við þurfum að fylla skarðið því þetta er mikill missir. Hver sá sem er á vellinum þarf að spila vel,“ sagði Nunes sem kom til City frá Wolves í fyrra. „Hjá Wolves spilaði ég meira sem kantmaður og í fyrra spilaði ég meira sem tía en þegar ég var hjá Sporting spilaði ég alltaf sem annar af tveimur miðjumönnum svo ég er öllu vanur. Ég reyni að hjálpa liðinu í hvert einasta skipti sem stjórinn setur mig inn á en ég veit að hinir strákarnir eru líka tilbúnir því liðið er svo gott.“ Nunes benti á að City hefði orðið Englandsmeistari á síðasta tímabili þrátt fyrir að Kevin De Bruyne og Erling Haaland hefðu verið frá vegna meiðsla. Nunes, sem er 26 ára portúgalskur landsliðsmaður, lék 28 leiki með City í öllum keppnum á síðasta tímabili. Hann skoraði seinna mark City í 2-1 sigrinum á Watford í enska deildabikarnum í fyrradag. Það var fyrsta mark hans fyrir félagið. Næsti leikur City er gegn Newcastle United í hádeginu á laugardaginn. Strákarnir hans Peps Guardiola eru með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira
Rodri meiddist í toppslag City og Arsenal á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband í hné. Spánverjinn gæti því hafa spilað sinn síðasta leik á tímabilinu. Blóðtakan er mikil fyrir City enda Rodri talinn í hópi bestu leikmanna heims og hann þykir líklegur til að vinna Gullboltann 2024. Nunes viðurkenndi að Rodri skildi eftir sig stórt skarð en hann telur að hann geti hjálpað til við að fylla það. „Við þurfum að fylla skarðið því þetta er mikill missir. Hver sá sem er á vellinum þarf að spila vel,“ sagði Nunes sem kom til City frá Wolves í fyrra. „Hjá Wolves spilaði ég meira sem kantmaður og í fyrra spilaði ég meira sem tía en þegar ég var hjá Sporting spilaði ég alltaf sem annar af tveimur miðjumönnum svo ég er öllu vanur. Ég reyni að hjálpa liðinu í hvert einasta skipti sem stjórinn setur mig inn á en ég veit að hinir strákarnir eru líka tilbúnir því liðið er svo gott.“ Nunes benti á að City hefði orðið Englandsmeistari á síðasta tímabili þrátt fyrir að Kevin De Bruyne og Erling Haaland hefðu verið frá vegna meiðsla. Nunes, sem er 26 ára portúgalskur landsliðsmaður, lék 28 leiki með City í öllum keppnum á síðasta tímabili. Hann skoraði seinna mark City í 2-1 sigrinum á Watford í enska deildabikarnum í fyrradag. Það var fyrsta mark hans fyrir félagið. Næsti leikur City er gegn Newcastle United í hádeginu á laugardaginn. Strákarnir hans Peps Guardiola eru með eins stigs forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira