Handbolti

ÍBV og Grótta með sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
ÍBV vann góðan sigur í kvöld.
ÍBV vann góðan sigur í kvöld. vísir/Hulda Margrét

Þrír leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV lagði Fjölni í Vestmannaeyjum, Grótta lagði HK í Kópavogi á meðan ÍR og Afturelding gerðu jafntefli í Breiðholti.

Eyjamenn áttu ekki í miklum vandræðum með gesti sína úr Grafarvogi, lokatölur í Eyjum 30-22.

Andri Erlingsson var markahæstur í liði ÍBV með sex mörk á meðan þeir Sigtryggur Daði Rúnarsson, Daniel Esteves Vieira og Elís Þór Aðalsteinsson skoruðu fimm mörk hver. Í marki heimamanna vörðu Pavel Miskevich og Peter Jokanovic sjö skot hvor.

Í liði Fjölnis var Björgvin Páll Rúnarsson markahæstur með fimm mörk og Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 14 skot í markinu.

Í Kópavogi vann Grótta tveggja marka útisigur, lokatölur 29-31. Sigurður Jefferson Guarino var markahæstur í liði HK með sjö mörk og Haukur Ingi Hauksson skoraði sex. Í markinu vörðu Róbert Örn Karlsson og Jovan Kukobat tíu skot samtals.

Í liði Gróttu skoraði Jón Ómar Gíslason níu mörk og Jakob Ingi Stefánsson kom þar á eftir með sjö mörk. Í markinu varði Magnús Gunnar Karlsson tíu skot.

Í Breiðholti var Afturelding í heimsókn og lauk leiknum með jafntefli, 31-31. Baldur Fritz Bjarnason var frábær í liði ÍR með tíu mörk og Bernard Kristján Darkoh gerði átta. Þá varði Ólafur Rafn Gíslason 15 skot í markinu.

Iphor Kopyshynskyi vara markahæstur hjá gestunum með sjö mörk á meðan Birgir Steinn Jónsson skoraði sex og Árni Bragi Eyjólfsson fimm. Samtals vörðu Einar Baldvin Baldvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson tíu skot í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×