Laxalúsin sækir í sig veðrið fyrir vestan Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 11:11 Lúsétinn lax í kvíum Arctic fish í Tálknafirði. Veiga Grétarsdóttir kajakræðari tók á sínum tíma áhrifaríkar myndir af því hversu grátt lúsin leikur laxinn í sjókvíum. Lúsin er í sókn og nú þarf að eitra. Veiga Grétarsdóttir Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með að fiskeldisfyrirtækin fyrir vestan fái að nota eitur til að eiga við laxalús. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir segir menn ekki vilja sjá stöðu sem uppi var í fyrra og lúsinni fjölgi. Nefndin hefur afgreitt nokkur erindi þar sem þau ráðleggja Matvælastofnun vegna umsóknar um leyfi til að lúsameðhöndla eldislaxa í sjókvíaeldi. Þarf að þétta nótina til að draga fiskinn í gegnum eitrunina Um er að ræða umsóknir sem varða lúsameðhöndlun á eldislaxi með Deltametrin í baðlausn, sem mun vera mest notaða skordýraeitur heims, fyrir meðal annars 8 kvíar í Tálknafirði en einnig í Patreksfirði og Dýrafirði. Í tveimur síðarnefndu fjörðunum varð ástandið óviðráðanlegt í fyrra og endaði með neyðarslátrun á 1,7 milljón eldislaxa og förgun þeirra. Nefndin segir að út frá fyrirliggjandi gögnum um núverandi stöðu og þróun mælir hún með því að fiskur í umræddum kvíum verði meðhöndlaður samkvæmt umsókn. En nefndin ítrekar jafnframt að ákveðin áhætta fylgi því að nota lyfið vegna ástands fisksins. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir er formaður nefndarinnar og hann segir þessa ráðleggingu hugsaða sem svo að böðun með lyfjum þarfnist ákveðinnar aðferðar. „Það er ekki beint lyfið sem hefur áhrif á fiskinn, heldur aðferðin. Yfirleitt er nótin dregin saman til að minnka rúmmálið og það getur haft áhrif á fiskinn, vatnsmagn og svo súrefni.“ Vilja ekki sama ástand og í fyrra en þangað stefnir lúsin Þá segir Þorvaldur að ekki sé hægt að líta hjá hliðarverkana sem varða sjávardýr í nágrenninu. „Við höfum verið íhaldssöm í að heimila eða mæla með notkun lyfjanna. Þetta var slæmt ár í fyrra, lúsin náði sér óheppilega á strik og olli talsvert miklum skaða. Lúsétinn lax í sjókví. Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með því að eldisfyrirtækin fái að eitra fyrir lúsinni en með semingi þó, því aðferðin sem slík setur laxinn í háska.Veiga Grétarsdóttir Við erum kannski ekki komin þangað í dag. En ef ekkert er aðhafst gæti þetta farið þangað og þangað vilja menn ekki fara aftur. Það er alveg ljóst. Slæmt ástand sem skapaðist í fyrra, gríðarlegt tjón og ekki gott fyrir fiskinn,“ segir Þorvaldur. Að sögn fiskifræðingsins eru lýs kaldar á fisknum, svo fer fram talning og þar er tekið eitthvað meðaltal. „Við tökum viðmið og ýmsir þættir sem spila inn í það hvort þurfi að meðhöndla eða ekki. Lúsinni fjölgar hægt og sígandi þegar líður á árið og menn vilja helst ekki fara inn í veturinn með mikla lús á fiskunum,“ segir Þorvaldur. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Nefndin hefur afgreitt nokkur erindi þar sem þau ráðleggja Matvælastofnun vegna umsóknar um leyfi til að lúsameðhöndla eldislaxa í sjókvíaeldi. Þarf að þétta nótina til að draga fiskinn í gegnum eitrunina Um er að ræða umsóknir sem varða lúsameðhöndlun á eldislaxi með Deltametrin í baðlausn, sem mun vera mest notaða skordýraeitur heims, fyrir meðal annars 8 kvíar í Tálknafirði en einnig í Patreksfirði og Dýrafirði. Í tveimur síðarnefndu fjörðunum varð ástandið óviðráðanlegt í fyrra og endaði með neyðarslátrun á 1,7 milljón eldislaxa og förgun þeirra. Nefndin segir að út frá fyrirliggjandi gögnum um núverandi stöðu og þróun mælir hún með því að fiskur í umræddum kvíum verði meðhöndlaður samkvæmt umsókn. En nefndin ítrekar jafnframt að ákveðin áhætta fylgi því að nota lyfið vegna ástands fisksins. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir er formaður nefndarinnar og hann segir þessa ráðleggingu hugsaða sem svo að böðun með lyfjum þarfnist ákveðinnar aðferðar. „Það er ekki beint lyfið sem hefur áhrif á fiskinn, heldur aðferðin. Yfirleitt er nótin dregin saman til að minnka rúmmálið og það getur haft áhrif á fiskinn, vatnsmagn og svo súrefni.“ Vilja ekki sama ástand og í fyrra en þangað stefnir lúsin Þá segir Þorvaldur að ekki sé hægt að líta hjá hliðarverkana sem varða sjávardýr í nágrenninu. „Við höfum verið íhaldssöm í að heimila eða mæla með notkun lyfjanna. Þetta var slæmt ár í fyrra, lúsin náði sér óheppilega á strik og olli talsvert miklum skaða. Lúsétinn lax í sjókví. Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með því að eldisfyrirtækin fái að eitra fyrir lúsinni en með semingi þó, því aðferðin sem slík setur laxinn í háska.Veiga Grétarsdóttir Við erum kannski ekki komin þangað í dag. En ef ekkert er aðhafst gæti þetta farið þangað og þangað vilja menn ekki fara aftur. Það er alveg ljóst. Slæmt ástand sem skapaðist í fyrra, gríðarlegt tjón og ekki gott fyrir fiskinn,“ segir Þorvaldur. Að sögn fiskifræðingsins eru lýs kaldar á fisknum, svo fer fram talning og þar er tekið eitthvað meðaltal. „Við tökum viðmið og ýmsir þættir sem spila inn í það hvort þurfi að meðhöndla eða ekki. Lúsinni fjölgar hægt og sígandi þegar líður á árið og menn vilja helst ekki fara inn í veturinn með mikla lús á fiskunum,“ segir Þorvaldur.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira