Efast um dugnað og hugarfar Rashford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 15:47 Marcus Rashford er vinsælt skotmark þessa dagana. getty/Robbie Jay Barratt Jimmy Floyd Hasselbaink, sem var í þjálfarateymi enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að fótboltinn sé ekki forgangsatriði hjá Marcus Rashford, framherja Manchester United. Rashford átti afar erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og var ekki valinn í EM-hóp Englands. Hann hefur hins vegar litið aðeins betur út í byrjun þessa tímabils og er kominn með þrjú mörk fyrir United. Hasselbaink er hrifinn af Rashford sem leikmanni en setur spurningarmerki við hugarfar hans. „Þegar þú horfir á Marcus Rashford og líkamstjáningu hans - og ég er ekki að segja að þetta sé satt - þá lítur út fyrir að fótboltinn sé ekki í forgangi hjá honum,“ sagði Hasselbaink. „Vitum við að hann getur spilað fótbolta? Klárlega. Þegar hann er á vinstri og upp á sitt besta er hann virkilega, virkilega góður leikmaður. Þegar hann var uppi á sitt besta hljóp hann svo mikið og stakk sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Hann var svo duglegur að hlaupa á varnarmennina. Þannig er hann upp á sitt besta en ég sé það ekki lengur.“ Hasselbaink segir að Rashford sé ekki nógu harður af sér og viljugur til að spila þótt hann glími við einhver meiðsli. „Fyrir leikmann eins og Rashford, þegar einn þinn stærsti eiginleiki er hraðinn, verðurðu að þjást. Þú verður að vera tilbúinn til að leggja jafn hart að þér með og án boltans og það þýðir að standa af sér smá sársauka því það krefst mikils af þér að gera þetta í hverjum einasta leik. Mér finnst hann ekki jafn tilbúinn að gera það og áður,“ sagði Hasselbaink sem segir að það sé undir Rashford sjálfum komið að ná því besta fram hjá sjálfum sér. Það komi ekki bara frá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. „Það er ekki bara á ábyrgð Ten Hags að Rashford bæti sig. Leikmaðurinn verður að þrá það. Það er engin spurning að Marcus Rashford hefur hæfileikana. Þetta er eitthvað andlegt. Hann sjálfur verður að bæta sig.“ Rashford og félagar hans í United taka á móti Tottenham í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Rashford átti afar erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og var ekki valinn í EM-hóp Englands. Hann hefur hins vegar litið aðeins betur út í byrjun þessa tímabils og er kominn með þrjú mörk fyrir United. Hasselbaink er hrifinn af Rashford sem leikmanni en setur spurningarmerki við hugarfar hans. „Þegar þú horfir á Marcus Rashford og líkamstjáningu hans - og ég er ekki að segja að þetta sé satt - þá lítur út fyrir að fótboltinn sé ekki í forgangi hjá honum,“ sagði Hasselbaink. „Vitum við að hann getur spilað fótbolta? Klárlega. Þegar hann er á vinstri og upp á sitt besta er hann virkilega, virkilega góður leikmaður. Þegar hann var uppi á sitt besta hljóp hann svo mikið og stakk sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Hann var svo duglegur að hlaupa á varnarmennina. Þannig er hann upp á sitt besta en ég sé það ekki lengur.“ Hasselbaink segir að Rashford sé ekki nógu harður af sér og viljugur til að spila þótt hann glími við einhver meiðsli. „Fyrir leikmann eins og Rashford, þegar einn þinn stærsti eiginleiki er hraðinn, verðurðu að þjást. Þú verður að vera tilbúinn til að leggja jafn hart að þér með og án boltans og það þýðir að standa af sér smá sársauka því það krefst mikils af þér að gera þetta í hverjum einasta leik. Mér finnst hann ekki jafn tilbúinn að gera það og áður,“ sagði Hasselbaink sem segir að það sé undir Rashford sjálfum komið að ná því besta fram hjá sjálfum sér. Það komi ekki bara frá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. „Það er ekki bara á ábyrgð Ten Hags að Rashford bæti sig. Leikmaðurinn verður að þrá það. Það er engin spurning að Marcus Rashford hefur hæfileikana. Þetta er eitthvað andlegt. Hann sjálfur verður að bæta sig.“ Rashford og félagar hans í United taka á móti Tottenham í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira