Þriðjungur þunglyndra náði fullum bata með „heilasjúkraþjálfun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2024 08:02 Dagur Bjarnason yfirlæknir á Heilaörvunarmiðstöðinni. Vísir/Bjarni Ný íslensk rannsókn sýnir að þriðjungur skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar með alvarlegt þunglyndi hafi náð fullum bata með meðferð sem kallast segulörvunarmeðferð. Læknir lýsir meðferðinni sem sjúkraþjálfun fyrir heilann og er í skýjunum með árangurinn. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en þær ríma við niðurstöður rannsókna sem hafa verið framkvæmdar í öðrum löndum. Undir eru 104 skjólstæðingar Heilaörvunarmiðstöðvarinnar á árunum 2022 og 2023. Fyrir segulörvunarmeðferðina var þunglyndi skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar lýst sem meðferðarþráu. Þeir höfðu prófað önnur úrræði á borð við sálfræðimeðferð og lyfjagjöf en án árangurs. Þeir Dagur Bjarnason, yfirlæknir og Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Heilaörvunarmiðstöðinni tóku vel á móti fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 og sýndu hvernig meðverðarúrræðið virkar, sem er afar nýstárlegt fyrir Íslendinga og hefur gefið góða raun erlendis. Degi var létt yfir því að niðurstöður rannsóknar um meðferðina á Íslandi væru á pari við önnur lönd. „Mestu gleðitíðindin myndi ég nú segja að væru þau að í þessum hópi, á fyrsta starfsárinu okkar þar sem við fengum til okkar mjög veikan hóp einstaklinga sem höfðu reynt einstaklega mikið áður til þess að meðhöndla sitt þunglyndi, að ná sirka þrjátíu prósent af þessum hópi í fullan bata. Það eru gríðarleg gleðitíðindi,“ sagði Dagur. Enn stærri hópur náði þá helmingsbata í sínum veikindum. Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Segulörvunarmiðstöðinni, sýndi okkur hvernig tækið getur örvað taugafrumur með segulsviði.Vísir/Bjarni Í meðferðinni er segulsviðið notað til að örva taugar. Þetta er hægt að sjá með því að leggja tækið til dæmis á handlegginn en þá kippast fingurnir til. „Og með því [segulsviðinu] getum við í fyrsta sinn, án þess að nota lyf, hnífa, deifingar og svæfingar, átt við heilastarfsemi og segulsviðið notum við til þess að ræsa taugafrumur þessa skjólstæðings. Með því að örva taugafrumur ítrekað, margsinnis í hverri meðferð, dag eftir dag, viku eftir viku þá á endanum byrjar heilastarfsemi og tengingar og kerfisrásir að aðlaga sig upp á nýtt og taka breytingum og það má segja að þetta sé eins konar heilasjúkraþjálfun,“ segir Dagur. Dagur var svo góður að sýna okkur í verki hvernig meðferðinni er háttað - en hún er alveg sársaukalaus. Þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningunni þá sagði hann að þetta væri dálítið eins og að veikburða smáfugl væri að gogga létt í sig. Geðheilbrigði Vísindi Heilsugæsla Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en þær ríma við niðurstöður rannsókna sem hafa verið framkvæmdar í öðrum löndum. Undir eru 104 skjólstæðingar Heilaörvunarmiðstöðvarinnar á árunum 2022 og 2023. Fyrir segulörvunarmeðferðina var þunglyndi skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar lýst sem meðferðarþráu. Þeir höfðu prófað önnur úrræði á borð við sálfræðimeðferð og lyfjagjöf en án árangurs. Þeir Dagur Bjarnason, yfirlæknir og Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Heilaörvunarmiðstöðinni tóku vel á móti fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 og sýndu hvernig meðverðarúrræðið virkar, sem er afar nýstárlegt fyrir Íslendinga og hefur gefið góða raun erlendis. Degi var létt yfir því að niðurstöður rannsóknar um meðferðina á Íslandi væru á pari við önnur lönd. „Mestu gleðitíðindin myndi ég nú segja að væru þau að í þessum hópi, á fyrsta starfsárinu okkar þar sem við fengum til okkar mjög veikan hóp einstaklinga sem höfðu reynt einstaklega mikið áður til þess að meðhöndla sitt þunglyndi, að ná sirka þrjátíu prósent af þessum hópi í fullan bata. Það eru gríðarleg gleðitíðindi,“ sagði Dagur. Enn stærri hópur náði þá helmingsbata í sínum veikindum. Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Segulörvunarmiðstöðinni, sýndi okkur hvernig tækið getur örvað taugafrumur með segulsviði.Vísir/Bjarni Í meðferðinni er segulsviðið notað til að örva taugar. Þetta er hægt að sjá með því að leggja tækið til dæmis á handlegginn en þá kippast fingurnir til. „Og með því [segulsviðinu] getum við í fyrsta sinn, án þess að nota lyf, hnífa, deifingar og svæfingar, átt við heilastarfsemi og segulsviðið notum við til þess að ræsa taugafrumur þessa skjólstæðings. Með því að örva taugafrumur ítrekað, margsinnis í hverri meðferð, dag eftir dag, viku eftir viku þá á endanum byrjar heilastarfsemi og tengingar og kerfisrásir að aðlaga sig upp á nýtt og taka breytingum og það má segja að þetta sé eins konar heilasjúkraþjálfun,“ segir Dagur. Dagur var svo góður að sýna okkur í verki hvernig meðferðinni er háttað - en hún er alveg sársaukalaus. Þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningunni þá sagði hann að þetta væri dálítið eins og að veikburða smáfugl væri að gogga létt í sig.
Geðheilbrigði Vísindi Heilsugæsla Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Sjá meira