Innlent

Skjálftar að stærð 3,6 og 3,3

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Skjálftarnir mældust á Reykjanesskaga. 
Skjálftarnir mældust á Reykjanesskaga.  vísir/vilhelm

Tveir skjálftar yfir 3 að stærð riðu yfir á Reykjanesskaga klukkan 17:40 og 17:43 í dag. Enginn gosórói mælist á svæðinu að sögn Veðurstofunnar. 

„Fyrstu útreikngar gefa 3.6 og 3.3. Skjálftarnir eru á um 5 km dýpi. Að svo stöddu hafa um 20 minni skjálftar mælst og er eftirskjáfltahrina í gangi,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. 

Þá kemur fram að síðast hafi skjálfti yfir 3 að stærð orðið þann 3 janúar sem var 4.5 að stærð og fyldi í kjölfar skjálfti 3.9 að stærð ásamt eftirskjálfta hrinu.

Enginn órói mælist hins vegar á svæðinu eins og stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×