Það er töff að vera sauðfjárbóndi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2024 20:05 Bikar og glæsileg verðlaun voru veitt í einstökum flokkum. Hér eru það gimbrarnar með eigendum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenska sauðkindin er í mikilli sókn um þessar mundir ef marka má áhuga fólks á viðburðum þar sem hún er til sýnis eins og fjárlitasýningu í Rangárþingi ytra. Það er greinilega mikil stemming fyrir sauðfé og öllu í kringum sauðfjárbúskap ef marka má aðsókn gesta um síðustu helgi á opið hús á fjárlitasýningu á bænum Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra á vegum fjárræktarfélagsins Lits. Sérstakir dómarar sáu um að þukla féð og dæma það og voru að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir fallegustu lömbin og þau litfegurstu. „Þetta gefur lífinu gildi. Það er mikill áhugi fyrir íslensku sauðkindinni og gaman að vera í kringum skepnurnar með barnabörnum og öllu fólkinu, þetta er bara mjög gaman,” segir Magnea Bjarnadóttir sauðfjárbóndi í Ásamýri. „Þetta er alltaf jafn gaman og að halda í kindurnar og horfa á dómarana dæma,” segir Sumarliði Erlendsson frá Skarði í Landsveit. En er eitthvað töff við að vera sauðfjárbóndi? „Ég myndi segja það, það er töff, Já, mjög töff,” bætir Sumarliði við. Dómararnir og ritarinn að störfum á fjárlitasýningunni í Árbæjarhjáleigu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu var kynnir dagsins. Hver er upp á halds liturinn hans þegar íslenska sauðkindin er annars vegar? „Mér finnst voðalega fallegt vel grátt, já, svo eru svona alls lags afbrigði af þessu, sem eru falleg eins og móflekkótt, morbíldótt, mórautt, fallega mórautt fé er mjög fallegt,” segir Kristinn alsæll með daginn. „Þetta er orðið mjög fjölbreytt og svo hefur gerðin batnað rosalega mikið á mislita fénu þannig að fólk getur alveg orðið ræktað mislit fé til slátrunar alveg til samræmis við hvítt fé,” segir Guðlaugur H. Kristmundsson, formaður Fjárræktarfélagsins Lits. Ingvar Pétur Guðbjörnsson (t.v.) tók þátt í fjárlitasýningunni með fé frá sér en hann er hér ásamt Guðlaugi H. Kristmundssyni, formanni Fjárræktarfélagsins Lits.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svakalega mikill áhugi á kindinni, maður sér það best á svona dögum hvað það eru margir, sem sýna þessu áhuga,” segir Jóhanna Hlöðversdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Hellum. En hvað er það að gefa Jóhönnu að vera sauðfjárbóndi? „Það gefur mér tengingu við náttúruna, það gefur uppbyggingu á landi og þetta að getað ræktað, sem sagt ræktað landið mitt, ræktað jörðina mína og að geta kynnt börnunum mínum fyrir náttúrunni og fyrir því hvernig það er að alast upp í kringum dýr,” segir Jóhanna. Fjöldi fólks mætti á fjárlitasýninguna, sem sýnir hvað það er mikill áhugi á íslenska sauðkindinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Það er greinilega mikil stemming fyrir sauðfé og öllu í kringum sauðfjárbúskap ef marka má aðsókn gesta um síðustu helgi á opið hús á fjárlitasýningu á bænum Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra á vegum fjárræktarfélagsins Lits. Sérstakir dómarar sáu um að þukla féð og dæma það og voru að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir fallegustu lömbin og þau litfegurstu. „Þetta gefur lífinu gildi. Það er mikill áhugi fyrir íslensku sauðkindinni og gaman að vera í kringum skepnurnar með barnabörnum og öllu fólkinu, þetta er bara mjög gaman,” segir Magnea Bjarnadóttir sauðfjárbóndi í Ásamýri. „Þetta er alltaf jafn gaman og að halda í kindurnar og horfa á dómarana dæma,” segir Sumarliði Erlendsson frá Skarði í Landsveit. En er eitthvað töff við að vera sauðfjárbóndi? „Ég myndi segja það, það er töff, Já, mjög töff,” bætir Sumarliði við. Dómararnir og ritarinn að störfum á fjárlitasýningunni í Árbæjarhjáleigu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu var kynnir dagsins. Hver er upp á halds liturinn hans þegar íslenska sauðkindin er annars vegar? „Mér finnst voðalega fallegt vel grátt, já, svo eru svona alls lags afbrigði af þessu, sem eru falleg eins og móflekkótt, morbíldótt, mórautt, fallega mórautt fé er mjög fallegt,” segir Kristinn alsæll með daginn. „Þetta er orðið mjög fjölbreytt og svo hefur gerðin batnað rosalega mikið á mislita fénu þannig að fólk getur alveg orðið ræktað mislit fé til slátrunar alveg til samræmis við hvítt fé,” segir Guðlaugur H. Kristmundsson, formaður Fjárræktarfélagsins Lits. Ingvar Pétur Guðbjörnsson (t.v.) tók þátt í fjárlitasýningunni með fé frá sér en hann er hér ásamt Guðlaugi H. Kristmundssyni, formanni Fjárræktarfélagsins Lits.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svakalega mikill áhugi á kindinni, maður sér það best á svona dögum hvað það eru margir, sem sýna þessu áhuga,” segir Jóhanna Hlöðversdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Hellum. En hvað er það að gefa Jóhönnu að vera sauðfjárbóndi? „Það gefur mér tengingu við náttúruna, það gefur uppbyggingu á landi og þetta að getað ræktað, sem sagt ræktað landið mitt, ræktað jörðina mína og að geta kynnt börnunum mínum fyrir náttúrunni og fyrir því hvernig það er að alast upp í kringum dýr,” segir Jóhanna. Fjöldi fólks mætti á fjárlitasýninguna, sem sýnir hvað það er mikill áhugi á íslenska sauðkindinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira