Foreldrar minnka við sig svo börnin geti keypt fyrstu eign Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2024 10:31 Páll er mjög reyndur fasteignasali sem gæti aðstoðað Leif við fyrstu kaupin. Leifur Þorsteinsson er að nálgast þrítugt, kominn með BS gráðu og langar að eignast íbúð. Sindri Sindrason fjallaði um vandræði ungs fólks í þeim málum í Íslandi í dag í vikunni. En erfitt hefur reynst fyrir ungt fólk að fjárfesta í sinni eigin eign, markaðurinn sé það erfiður. Sindri hitti fasteignasalann Pál Heiðar Pálsson sem hefur þetta um málið að segja. „Það er einna helst mikilvægt fyrir fyrstu kaupendur að hugsa út í fermetraverðið. Það er sjaldgæft að fólk sem er að fjárfesta í sinni fyrstu eign eigi hana lengur en þrjú ár. Svo maður getur hugsað að kaupa á eins lágu verði og hægt er, þó að íbúðin sé kannski ekki fullkomin og reyna í leiðinni að finna leiðir til að auka verðgildið,“ segir Páll og heldur áfram. „Það er ótrúlegt hvað gólfefni og málning, birta og lýsing getur gert og aukið verðgildi eignarinnar,“ segir Páll en á fyrstu sex mánuðum ársins voru yfir tvö þúsund nýir kaupendur á markaðnum. Varla sé hægt að finna íbúð á höfuðborgarsvæðinu á undir 60 milljónir. „Þú þarft að vera með fimmtán prósent útborgun í það minnsta. Þú þarft að vera með hjá laun og ég er alveg sannfærður um það að langflest allir sem hafi verið að kaupa sér sína fyrstu eign hafi fengið einhverskonar aukaaðstoð.“ En að Leifi. Hann hefur safnað sér ákveðna upphæð og svo mun amma hans leggja í púkkið með honum. Fjær kaupunum í dag „Maður er kominn út á vinnumarkaðinn og svona. En það er svolítið fyndið því ég ákvað að bíða með það að kaupa á sínum tíma, en í dag er ég í raun fjær því að kaupa en fyrir nokkrum árum,“ segir Leifur. „Það er auðvelt að missi þróttinn. Þú ferð á nokkur opin hús og er yfirboðinn um þrjár til fjórar milljónir. Þú ert ekki einu sinni í sama boltagarði og þá fer maður í fílu og svo mætir maður aftur út í þetta.“ Leifur stefnir að því að kaupa sér íbúð á milli 55 og 65 milljónir. „Tvö svefnherbergi, eldhús og stofa þá er ég bara kátur. Ég er ekkert mikið að pæla í flísum í dag, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Leifur sem leit á íbúð í Kópavoginum með Sindra. Páll segir að það sé algengt að foreldrar selji eignina sína, minnki við sig til að aðstoða börnin við að kaupa sína fyrstu eign. „Þetta er mjög dapurt. Þetta er sorgleg staða og það er erfitt að vera fyrstu íbúðar kaupandi í dag. Auðvitað hefur þetta aldrei verið auðvelt en áður fyrir gat fólk safnað sér fyrir útborgun sem það nær ekki í dag.“ Leifur er núna í íbúðarleit og Sindri ætlar sér að hitta hann þegar hann hefur fjárfest í sinni fyrstu eign, en leitin stendur nú yfir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hús og heimili Húsnæðismál Ísland í dag Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
En erfitt hefur reynst fyrir ungt fólk að fjárfesta í sinni eigin eign, markaðurinn sé það erfiður. Sindri hitti fasteignasalann Pál Heiðar Pálsson sem hefur þetta um málið að segja. „Það er einna helst mikilvægt fyrir fyrstu kaupendur að hugsa út í fermetraverðið. Það er sjaldgæft að fólk sem er að fjárfesta í sinni fyrstu eign eigi hana lengur en þrjú ár. Svo maður getur hugsað að kaupa á eins lágu verði og hægt er, þó að íbúðin sé kannski ekki fullkomin og reyna í leiðinni að finna leiðir til að auka verðgildið,“ segir Páll og heldur áfram. „Það er ótrúlegt hvað gólfefni og málning, birta og lýsing getur gert og aukið verðgildi eignarinnar,“ segir Páll en á fyrstu sex mánuðum ársins voru yfir tvö þúsund nýir kaupendur á markaðnum. Varla sé hægt að finna íbúð á höfuðborgarsvæðinu á undir 60 milljónir. „Þú þarft að vera með fimmtán prósent útborgun í það minnsta. Þú þarft að vera með hjá laun og ég er alveg sannfærður um það að langflest allir sem hafi verið að kaupa sér sína fyrstu eign hafi fengið einhverskonar aukaaðstoð.“ En að Leifi. Hann hefur safnað sér ákveðna upphæð og svo mun amma hans leggja í púkkið með honum. Fjær kaupunum í dag „Maður er kominn út á vinnumarkaðinn og svona. En það er svolítið fyndið því ég ákvað að bíða með það að kaupa á sínum tíma, en í dag er ég í raun fjær því að kaupa en fyrir nokkrum árum,“ segir Leifur. „Það er auðvelt að missi þróttinn. Þú ferð á nokkur opin hús og er yfirboðinn um þrjár til fjórar milljónir. Þú ert ekki einu sinni í sama boltagarði og þá fer maður í fílu og svo mætir maður aftur út í þetta.“ Leifur stefnir að því að kaupa sér íbúð á milli 55 og 65 milljónir. „Tvö svefnherbergi, eldhús og stofa þá er ég bara kátur. Ég er ekkert mikið að pæla í flísum í dag, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Leifur sem leit á íbúð í Kópavoginum með Sindra. Páll segir að það sé algengt að foreldrar selji eignina sína, minnki við sig til að aðstoða börnin við að kaupa sína fyrstu eign. „Þetta er mjög dapurt. Þetta er sorgleg staða og það er erfitt að vera fyrstu íbúðar kaupandi í dag. Auðvitað hefur þetta aldrei verið auðvelt en áður fyrir gat fólk safnað sér fyrir útborgun sem það nær ekki í dag.“ Leifur er núna í íbúðarleit og Sindri ætlar sér að hitta hann þegar hann hefur fjárfest í sinni fyrstu eign, en leitin stendur nú yfir. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Hús og heimili Húsnæðismál Ísland í dag Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira