Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2024 10:00 Íslandsmeistarar Breiðabliks 1991. íslensk knattspyrna Sem kunnugt er mætast Valur og Breiðablik í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Þótt þessi lið hafi ekki áður mæst í úrslitaleik sem þessum voru þau bæði í baráttunni um titilinn í eftirminnilegri lokaumferð 1991. Fyrir hana gátu fjögur lið orðið meistarar og þau mættust öll innbyrðis. Baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna hefur sjaldan verið jafn spennandi og 1991. Átta lið voru í efstu deild það tímabil og skáru fjögur þeirra sig úr: ÍA, KR, Valur og Breiðablik. Fyrir lokaumferðina var sú ótrúlega staða uppi að liðin fjögur gátu öll orðið Íslandsmeistarar. Og þau áttu að mætast innbyrðis. ÍA, KR og Breiðablik voru öll með 29 stig en Valur var í 4. sætinu, aðeins stigi á eftir. Skagakonur voru á toppnum, í bestu stöðunni og eina liðið sem þurfti ekki að treysta á að önnur úrslit féllu með þeim til að verða meistarar. ÍA sótti Val heim á meðan KR tók á móti Breiðabliki. Á toppnum í eina umferð Eins og staðan var í hálfleik var Valur meistari, enda 2-0 yfir gegn ÍA á meðan staðan var jöfn hjá KR og Breiðabliki, 1-1. Kristín Anna Arnþórsdóttir og Bryndís Valsdóttir skoruðu mörk Valskvenna en þess má geta að sú fyrrnefnda er mamma systranna í Blikaliðinu, Ástu Eirar og Kristínu Dísar. Kristínarnar tvær mættu til Helenu Ólafsdóttur, sem lék einmitt með KR 1991, í Bestu upphitunina í ágúst en þáttinn má sjá hér fyrir neðan. Í seinni hálfleik í lokaumferðinni 1991 snerist taflið hins vegar Breiðabliki í vil. Kristrún Lilja Daðadóttir og Elísabet Sveinsdóttir skoruðu báðar og tryggðu Blikum 1-3 sigur. Á meðan var staðan á Hlíðarenda óbreytt. Breiðablik fór því á toppinn í fyrsta og eina skiptið um sumarið og stóð uppi sem Íslandsmeistari annað árið í röð. Valur lenti í 2. sæti, ÍA í 3. sætinu og KR í því fjórða. Vonbrigðin voru mikil fyrir KR-inga sem voru á toppnum nær allt tímabilið en fengu aðeins eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum. KR þurfti því að bíða enn eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki en þeirri bið lauk loks tveimur árum seinna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PwZPYKxTRe0">watch on YouTube</a> „Þetta er alveg ólýsanleg tilfinning. Ég vil þakka KR og öllum liðunum sem við höfum leikið við í sumar fyrir skemmtilegt mót. Að vinna þennan titil var eitthvað sem enginn bjóst við,“ sagði Guðjón Karl Reynisson, þjálfari Breiðabliks, við DV eftir að titilinn var í höfn. „Byrjunin á mótinu var ekki nógu góð hjá okkur en seinni hluta móts small þetta saman. Ég hef fámennan en samheldinn hóp sem hefur æft vel. Og ég þakka samheldninni fyrst og fremst þennan árangur.“ Umfjöllun DV um lokaumferðina 1991.úrklippa úr dv 9. september 1991 Elsti leikmaður deildarinnar þrítugur Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan úrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna réðust 1991. Umfjöllunin um lokaumferðina var til að mynda frekar lítil í dagblöðunum, bikarúrslitaleikurinn fór ekki fram á Laugardalsvelli heldur í Mosfellsbæ og Ásta B. Gunnlaugsdóttir hjá Breiðabliki var elsti leikmaður deildarinnar en hún var þrjátíu ára og 117 daga gömul í lokaumferðinni að því er fram kemur í Íslenskri knattspyrnu. Það þykir ekki hár aldur í dag. Meðal annarra þekktra leikmanna í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks 1991 má tiltaka áðurnefnda Kristrúnu Lilju, Ásthildi Helgadóttur, Sigrúnu Óttarsdóttur og Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi landsliðsþjálfara og formann KSÍ. Breiðablik er sigursælasta lið íslenska kvennaboltans með átján Íslandsmeistaratitla. Valur kemur þar á eftir með fjórtán. Valskonur hafa unnið titilinn undanfarin þrjú ár og það kemur í ljós í dag hvort Íslandsmeistaraskjöldurinn verður áfram á Hlíðarenda eða fer í Smárann. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:45. Besta deild kvenna Breiðablik Valur ÍA KR Tengdar fréttir Hitað upp fyrir uppgjör bestu liða landsins Í dag mætast Valur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en Valskonur lögðu Blika einmitt í úrslitum Mjólkurbikarsins. 5. október 2024 07:03 „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ „Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog. 4. október 2024 22:47 Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31 Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33 Verður áhorfendametið slegið á morgun? Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna á morgun. Búast má við fjölmenni á leiknum á N1-vellinum á Hlíðarenda. 4. október 2024 11:36 Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. 3. október 2024 12:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira
Baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna hefur sjaldan verið jafn spennandi og 1991. Átta lið voru í efstu deild það tímabil og skáru fjögur þeirra sig úr: ÍA, KR, Valur og Breiðablik. Fyrir lokaumferðina var sú ótrúlega staða uppi að liðin fjögur gátu öll orðið Íslandsmeistarar. Og þau áttu að mætast innbyrðis. ÍA, KR og Breiðablik voru öll með 29 stig en Valur var í 4. sætinu, aðeins stigi á eftir. Skagakonur voru á toppnum, í bestu stöðunni og eina liðið sem þurfti ekki að treysta á að önnur úrslit féllu með þeim til að verða meistarar. ÍA sótti Val heim á meðan KR tók á móti Breiðabliki. Á toppnum í eina umferð Eins og staðan var í hálfleik var Valur meistari, enda 2-0 yfir gegn ÍA á meðan staðan var jöfn hjá KR og Breiðabliki, 1-1. Kristín Anna Arnþórsdóttir og Bryndís Valsdóttir skoruðu mörk Valskvenna en þess má geta að sú fyrrnefnda er mamma systranna í Blikaliðinu, Ástu Eirar og Kristínu Dísar. Kristínarnar tvær mættu til Helenu Ólafsdóttur, sem lék einmitt með KR 1991, í Bestu upphitunina í ágúst en þáttinn má sjá hér fyrir neðan. Í seinni hálfleik í lokaumferðinni 1991 snerist taflið hins vegar Breiðabliki í vil. Kristrún Lilja Daðadóttir og Elísabet Sveinsdóttir skoruðu báðar og tryggðu Blikum 1-3 sigur. Á meðan var staðan á Hlíðarenda óbreytt. Breiðablik fór því á toppinn í fyrsta og eina skiptið um sumarið og stóð uppi sem Íslandsmeistari annað árið í röð. Valur lenti í 2. sæti, ÍA í 3. sætinu og KR í því fjórða. Vonbrigðin voru mikil fyrir KR-inga sem voru á toppnum nær allt tímabilið en fengu aðeins eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum. KR þurfti því að bíða enn eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki en þeirri bið lauk loks tveimur árum seinna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PwZPYKxTRe0">watch on YouTube</a> „Þetta er alveg ólýsanleg tilfinning. Ég vil þakka KR og öllum liðunum sem við höfum leikið við í sumar fyrir skemmtilegt mót. Að vinna þennan titil var eitthvað sem enginn bjóst við,“ sagði Guðjón Karl Reynisson, þjálfari Breiðabliks, við DV eftir að titilinn var í höfn. „Byrjunin á mótinu var ekki nógu góð hjá okkur en seinni hluta móts small þetta saman. Ég hef fámennan en samheldinn hóp sem hefur æft vel. Og ég þakka samheldninni fyrst og fremst þennan árangur.“ Umfjöllun DV um lokaumferðina 1991.úrklippa úr dv 9. september 1991 Elsti leikmaður deildarinnar þrítugur Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan úrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna réðust 1991. Umfjöllunin um lokaumferðina var til að mynda frekar lítil í dagblöðunum, bikarúrslitaleikurinn fór ekki fram á Laugardalsvelli heldur í Mosfellsbæ og Ásta B. Gunnlaugsdóttir hjá Breiðabliki var elsti leikmaður deildarinnar en hún var þrjátíu ára og 117 daga gömul í lokaumferðinni að því er fram kemur í Íslenskri knattspyrnu. Það þykir ekki hár aldur í dag. Meðal annarra þekktra leikmanna í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks 1991 má tiltaka áðurnefnda Kristrúnu Lilju, Ásthildi Helgadóttur, Sigrúnu Óttarsdóttur og Vöndu Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi landsliðsþjálfara og formann KSÍ. Breiðablik er sigursælasta lið íslenska kvennaboltans með átján Íslandsmeistaratitla. Valur kemur þar á eftir með fjórtán. Valskonur hafa unnið titilinn undanfarin þrjú ár og það kemur í ljós í dag hvort Íslandsmeistaraskjöldurinn verður áfram á Hlíðarenda eða fer í Smárann. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:45.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur ÍA KR Tengdar fréttir Hitað upp fyrir uppgjör bestu liða landsins Í dag mætast Valur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en Valskonur lögðu Blika einmitt í úrslitum Mjólkurbikarsins. 5. október 2024 07:03 „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ „Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog. 4. október 2024 22:47 Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31 Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33 Verður áhorfendametið slegið á morgun? Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna á morgun. Búast má við fjölmenni á leiknum á N1-vellinum á Hlíðarenda. 4. október 2024 11:36 Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. 3. október 2024 12:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira
Hitað upp fyrir uppgjör bestu liða landsins Í dag mætast Valur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en Valskonur lögðu Blika einmitt í úrslitum Mjólkurbikarsins. 5. október 2024 07:03
„Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ „Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog. 4. október 2024 22:47
Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31
Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33
Verður áhorfendametið slegið á morgun? Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna á morgun. Búast má við fjölmenni á leiknum á N1-vellinum á Hlíðarenda. 4. október 2024 11:36
Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. 3. október 2024 12:31
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn